Heitavatnsleki geti leikið hús jafn illa og bruni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. desember 2024 20:31 Sigrún er sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Vísir/Ragnar Dagur Húseigendur þurfa að hafa varann á og gera viðeigandi ráðstafanir í kuldakastinu sem nú gengur yfir. Þetta segir forvarnasérfræðingur. Vatnsleki geti haft sömu áhrif á eignir og húsabruni. Líkt og greint hefur verið frá er nokkur kuldatíð í veðurkortunum, og útlit fyrir að víða nái frost tveggja stafa tölu á hitamælum. Kaldast verður til innsveita, þar sem sums staðar er spáð allt að 20 stiga frosti. Sérfræðingur í forvörnum hjá tryggingafélagi bendir á að eigendur sumarhúsa þurfi sérstaklega að hafa varann á í kuldakastinu sem nú gengur yfir. „Það er aðallega að vatnið sé ekki að frjósa. Það er bæði í sumarhúsum, þeir einstaklingar sem eiga sumarhús, en svo erum við líka að sjá í loftræstikerfum í fyrirtækjum og öðru þvíumlíku, það á til að frjósa í svona miklu frosti,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Vatnslekar tíðir í árferði sem þessu Hún hvetur fólk eindregið til að huga að eignum sínum og athuga hvort merki séu um leka eða frost í lögnum. „Ef það er frosið í sumarhúsum þá þarf að passa vel upp á þegar þiðnar aftur, þá fer vatnið oft á tíðum að flæða.“ Þá bendir Sigrún á að kuldakastinu fylgi eðlilega hálka, en ekki síður þegar því sleppir. „Það er svo mikill klaki víða, og þegar fer að hlána aftur verður undirlagið mjög hált.“ Heitavatnsleki á við húsbruna Helsta hættan sé þó frost í lögnum, sem Sigrún segir fólk oft á tíðum ekki huga að, þar semhugsunarhátturinn sé sá að þetta komi ekki fyrir það sjálft. Hún geldur varhug við því. „Það er alveg skelfilegt að lenda í vatnstjóni. Það vita þeir sem hafa á það reynt, og ég tala nú ekki um ef heita vatnið lekur. Skemmdamáttur þess er alveg gríðarlegur og í raun og veru geta hús verið eins og eftir bruna þegar heitt vatn lekur. Það skemmir allt.“ Áramótin varhugaverð Svo eru það auðvitað áramótin, sem er forvarnaflokkur út af fyrir sig. „Það er náttúrulega bara að vera vel klæddur. Það má búast við ágætis mengun frá flugeldunum og ég hvet alla til að fara eftir leiðbeiningum í hvívetna við meðhöndlun flugelda: Nota öryggisgleraugu, nota skinnhanska á hendur, þeir sem eru að meðhöndla flugeldana, og þeir sem eru að horfa á eiga líka að vera með öryggisgleraugu.“ Veður Tryggingar Slysavarnir Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Líkt og greint hefur verið frá er nokkur kuldatíð í veðurkortunum, og útlit fyrir að víða nái frost tveggja stafa tölu á hitamælum. Kaldast verður til innsveita, þar sem sums staðar er spáð allt að 20 stiga frosti. Sérfræðingur í forvörnum hjá tryggingafélagi bendir á að eigendur sumarhúsa þurfi sérstaklega að hafa varann á í kuldakastinu sem nú gengur yfir. „Það er aðallega að vatnið sé ekki að frjósa. Það er bæði í sumarhúsum, þeir einstaklingar sem eiga sumarhús, en svo erum við líka að sjá í loftræstikerfum í fyrirtækjum og öðru þvíumlíku, það á til að frjósa í svona miklu frosti,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Vatnslekar tíðir í árferði sem þessu Hún hvetur fólk eindregið til að huga að eignum sínum og athuga hvort merki séu um leka eða frost í lögnum. „Ef það er frosið í sumarhúsum þá þarf að passa vel upp á þegar þiðnar aftur, þá fer vatnið oft á tíðum að flæða.“ Þá bendir Sigrún á að kuldakastinu fylgi eðlilega hálka, en ekki síður þegar því sleppir. „Það er svo mikill klaki víða, og þegar fer að hlána aftur verður undirlagið mjög hált.“ Heitavatnsleki á við húsbruna Helsta hættan sé þó frost í lögnum, sem Sigrún segir fólk oft á tíðum ekki huga að, þar semhugsunarhátturinn sé sá að þetta komi ekki fyrir það sjálft. Hún geldur varhug við því. „Það er alveg skelfilegt að lenda í vatnstjóni. Það vita þeir sem hafa á það reynt, og ég tala nú ekki um ef heita vatnið lekur. Skemmdamáttur þess er alveg gríðarlegur og í raun og veru geta hús verið eins og eftir bruna þegar heitt vatn lekur. Það skemmir allt.“ Áramótin varhugaverð Svo eru það auðvitað áramótin, sem er forvarnaflokkur út af fyrir sig. „Það er náttúrulega bara að vera vel klæddur. Það má búast við ágætis mengun frá flugeldunum og ég hvet alla til að fara eftir leiðbeiningum í hvívetna við meðhöndlun flugelda: Nota öryggisgleraugu, nota skinnhanska á hendur, þeir sem eru að meðhöndla flugeldana, og þeir sem eru að horfa á eiga líka að vera með öryggisgleraugu.“
Veður Tryggingar Slysavarnir Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira