Pitt og Jolie loksins skilin Magnús Jochum Pálsson skrifar 31. desember 2024 07:53 Angelina Jolie og Brad Pitt árið 2015, þegar allt lék í lyndi. Þau hættu saman árið 2016. Getty/Jason LaVeris Leikararnir Angelina Jolie og Brad Pitt hafa loksins náð saman um skilnaðarsamning og þar með bundið á einhverjar lengstu skilnaðardeilur í sögu Hollywood. Jolie sótti um skilnað fyrir átta árum. People greinir frá því að Jolie og Pitt hafi skrifað undir yfirlýsingu hjá hæstarétti Los Angeles á mánudag þess efnis að þau hefðu skrifað undir samning um skilnað sinn. „Fyrir meira en átta árum sótti Angelina um skilnað frá herra Pitt,“ sagði James Simon, lögfræðingur Jolie, í yfirlýsingu. „Hún og börnin yfirgáfu allar eignir sem þau höfðu deilt með herra Pitt og síðan þá hefur hún einbeitt sér að því að finna frið og fróun fyrir fjölskylduna. Þetta er bara einn hluti af löngu yfirstandandi ferli sem hófst fyrir átta árum. Satt að segja er Angelina uppgefin en hún er fegni að þessi hluti sé búinn.“ Öskraði á börnin í einkaþotu Jolie sótti um skilnað frá Pitt þann 19. september 2016 eftir tveggja ára hjónaband og tólf ára samband þeirra hjóna. Nokkrum dögum eftir skilnaðinn var Brad Pitt sakaður um að hafa misþyrmt börnunum sínum í einkaþotu með því að hafa öskrað ítrekað á þau og beitt þau líkamlegu ofbeldi. Talað var um að það hefði verið örsök skilnaðarins. Hann var ekki ákærðu af yfirvöldum og neitaði Jolie að lögsækja hann. Sjá einnig: Brad Pitt sakaður um að misþyrma börnunum Fjórum mánuðum síðar birtu hjónin sameiginlega yfirlýsingu þar sem sögðust ætla að leysa úr málinu fyrir luktum dyrum og að upplýsingar um skilnaðinn yrðu trúnaðarmál. Síðan þá hefur mátt líkja málinu við kalt stríð þar sem upplýsingar og ásakanir á báða bóga hafa lekið. Síðustu ár hafa þau aðallega deilt um forræði yfir börnunum og eignarétti á franska sveitasetrinu og víngerðinni Château Miraval sem er metin á rúma 22,6 milljarða króna. Pitt kærði Jolie í febrúar 2022 fyrir að hafa selt sinn hlut í setrinu. Hún kærði hann til baka og sagði hann vera í hefnigjörnu stríði við sig. Skilnaðurinn er farinn í gegn en deilum þeirra vegna Château Miraval er ólokið. Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Hollywood Bandaríkin Tímamót Tengdar fréttir Jolie tjáir sig í fyrsta sinn um skilnaðinn: Glímir við lömun í andliti Leikkona Angelina Jolie hefur nú tjáð sig um skilnaðinn við Brad Pitt í fyrsta skipti og gerir hún það í forsíðuviðtali við Vanity Fair. 27. júlí 2017 12:30 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Sjá meira
People greinir frá því að Jolie og Pitt hafi skrifað undir yfirlýsingu hjá hæstarétti Los Angeles á mánudag þess efnis að þau hefðu skrifað undir samning um skilnað sinn. „Fyrir meira en átta árum sótti Angelina um skilnað frá herra Pitt,“ sagði James Simon, lögfræðingur Jolie, í yfirlýsingu. „Hún og börnin yfirgáfu allar eignir sem þau höfðu deilt með herra Pitt og síðan þá hefur hún einbeitt sér að því að finna frið og fróun fyrir fjölskylduna. Þetta er bara einn hluti af löngu yfirstandandi ferli sem hófst fyrir átta árum. Satt að segja er Angelina uppgefin en hún er fegni að þessi hluti sé búinn.“ Öskraði á börnin í einkaþotu Jolie sótti um skilnað frá Pitt þann 19. september 2016 eftir tveggja ára hjónaband og tólf ára samband þeirra hjóna. Nokkrum dögum eftir skilnaðinn var Brad Pitt sakaður um að hafa misþyrmt börnunum sínum í einkaþotu með því að hafa öskrað ítrekað á þau og beitt þau líkamlegu ofbeldi. Talað var um að það hefði verið örsök skilnaðarins. Hann var ekki ákærðu af yfirvöldum og neitaði Jolie að lögsækja hann. Sjá einnig: Brad Pitt sakaður um að misþyrma börnunum Fjórum mánuðum síðar birtu hjónin sameiginlega yfirlýsingu þar sem sögðust ætla að leysa úr málinu fyrir luktum dyrum og að upplýsingar um skilnaðinn yrðu trúnaðarmál. Síðan þá hefur mátt líkja málinu við kalt stríð þar sem upplýsingar og ásakanir á báða bóga hafa lekið. Síðustu ár hafa þau aðallega deilt um forræði yfir börnunum og eignarétti á franska sveitasetrinu og víngerðinni Château Miraval sem er metin á rúma 22,6 milljarða króna. Pitt kærði Jolie í febrúar 2022 fyrir að hafa selt sinn hlut í setrinu. Hún kærði hann til baka og sagði hann vera í hefnigjörnu stríði við sig. Skilnaðurinn er farinn í gegn en deilum þeirra vegna Château Miraval er ólokið.
Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Hollywood Bandaríkin Tímamót Tengdar fréttir Jolie tjáir sig í fyrsta sinn um skilnaðinn: Glímir við lömun í andliti Leikkona Angelina Jolie hefur nú tjáð sig um skilnaðinn við Brad Pitt í fyrsta skipti og gerir hún það í forsíðuviðtali við Vanity Fair. 27. júlí 2017 12:30 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Sjá meira
Jolie tjáir sig í fyrsta sinn um skilnaðinn: Glímir við lömun í andliti Leikkona Angelina Jolie hefur nú tjáð sig um skilnaðinn við Brad Pitt í fyrsta skipti og gerir hún það í forsíðuviðtali við Vanity Fair. 27. júlí 2017 12:30