Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. desember 2024 16:24 Tíminn hefur ekki hægt mikið á LeBron James. Thearon W. Henderson/Getty Images LeBron James fagnaði fertugsafmæli sínu í gær. Hann er á tuttugasta og öðru tímabilinu í NBA en segist eiga nóg eftir, ef hann svo kýs. LeBron hefur fagnað ótal afrekum á sínum langa ferli og verður síðar í dag þrítugasti og annar leikmaðurinn til að spila í NBA eftir að hafa orðið fertugur. Það gerir hann gegn sínu heimaliði Cleveland Cavaliers. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn, ef ég virkilega vildi, þá gæti ég spilað á þessu getustigi í – það er skrítið að segja það, en örugglega önnur fimm til sjö ár. En ég ætla ekki að gera það,“ sagði LeBron sem ætlar ekki að hætta tilneyddur. Lebron James: “ If I wanted to, I could play this game at a high level for another 5 to 7 years 😳” Question by @DanWoikeSports pic.twitter.com/DCAjf9kZUc— Jordan Richard (@JordanRichardSC) December 30, 2024 Hann hefur mikið fyrir sér og er enn að afkasta mikið inni á vellinum. Með 23,5 stig á 49,6 prósent skotnýtingu, 9 stoðsendingar og 7,9 fráköst að meðaltali í leik. Hann hefur aðeins misst af þremur leikjum það sem af er. Lið hans, Los Angeles Lakers, er í sjöunda sæti vesturdeildarinnar með átján sigra og þrettán töp. 40 PLAYS FOR LEBRON'S 40th BIRTHDAY 🥳The best so far from @KingJames' special career... pic.twitter.com/YouOWlIeUg— NBA (@NBA) December 30, 2024 Markmið hans um að spila með syni sínum náðist í opnunarleik tímabilsins. „Ég mætti í deildina sem átján ára leikmaður og sit núna sem fertugur reynslubolti með tvítugum syni mínum. Það er frekar töff.“ LeBron sagði Lakers ekki lið sem gæti keppt um NBA titilinn að svo stöddu, en það væri jákvætt því þá væri mikið rými til bætinga. Hann segist heldur ekki ætla sér að spila fyrir annað lið áður en ferlinum lýkur og ef það gerist að Lakers vinna titilinn í vor og hann ákveður að hætta, mun hann aldrei snúa aftur á völlinn. 22 YEARS IN THE NBA.40 YEARS OF LIFE.HAPPY 40TH BIRTHDAY TO THE KING, LEBRON JAMES! 👑 pic.twitter.com/dHTlZwaqDJ— NBA (@NBA) December 30, 2024 NBA Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
LeBron hefur fagnað ótal afrekum á sínum langa ferli og verður síðar í dag þrítugasti og annar leikmaðurinn til að spila í NBA eftir að hafa orðið fertugur. Það gerir hann gegn sínu heimaliði Cleveland Cavaliers. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn, ef ég virkilega vildi, þá gæti ég spilað á þessu getustigi í – það er skrítið að segja það, en örugglega önnur fimm til sjö ár. En ég ætla ekki að gera það,“ sagði LeBron sem ætlar ekki að hætta tilneyddur. Lebron James: “ If I wanted to, I could play this game at a high level for another 5 to 7 years 😳” Question by @DanWoikeSports pic.twitter.com/DCAjf9kZUc— Jordan Richard (@JordanRichardSC) December 30, 2024 Hann hefur mikið fyrir sér og er enn að afkasta mikið inni á vellinum. Með 23,5 stig á 49,6 prósent skotnýtingu, 9 stoðsendingar og 7,9 fráköst að meðaltali í leik. Hann hefur aðeins misst af þremur leikjum það sem af er. Lið hans, Los Angeles Lakers, er í sjöunda sæti vesturdeildarinnar með átján sigra og þrettán töp. 40 PLAYS FOR LEBRON'S 40th BIRTHDAY 🥳The best so far from @KingJames' special career... pic.twitter.com/YouOWlIeUg— NBA (@NBA) December 30, 2024 Markmið hans um að spila með syni sínum náðist í opnunarleik tímabilsins. „Ég mætti í deildina sem átján ára leikmaður og sit núna sem fertugur reynslubolti með tvítugum syni mínum. Það er frekar töff.“ LeBron sagði Lakers ekki lið sem gæti keppt um NBA titilinn að svo stöddu, en það væri jákvætt því þá væri mikið rými til bætinga. Hann segist heldur ekki ætla sér að spila fyrir annað lið áður en ferlinum lýkur og ef það gerist að Lakers vinna titilinn í vor og hann ákveður að hætta, mun hann aldrei snúa aftur á völlinn. 22 YEARS IN THE NBA.40 YEARS OF LIFE.HAPPY 40TH BIRTHDAY TO THE KING, LEBRON JAMES! 👑 pic.twitter.com/dHTlZwaqDJ— NBA (@NBA) December 30, 2024
NBA Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira