Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Lovísa Arnardóttir skrifar 2. janúar 2025 14:13 Valdimar er nú bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Hann hefur verið formaður bæjarráðs frá 2022 en starfað sem skólastjóri í Öldutúnsskóla síðan 2008. Aðsend Valdimar Víðisson tók við starfi bæjarstjóra Hafnarfjarðar um áramótin af Rósu Guðbjartsdóttur sem gengt hefur embættinu síðan í júní 2018. Bæjarstjóraskiptin eru í samræmi við samkomulag Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir sveitarstjórnarkosningar í maí 2022 um að oddviti Sjálfstæðisflokks myndi sitja í stóli bæjarstjóra til 1. janúar 2025 þegar oddviti Framsóknarflokks myndi taka við. Valdimar hefur verið formaður bæjarráðs á kjörtímabilinu og tekur Rósa nú við þeirri formennsku auk þess sem hún var á dögunum kjörin til Alþingis. „Sem formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúi þekki ég þegar vel til helstu mála sem eru efst á baugi hjá sveitarfélaginu. Það er þó margt á borði bæjarstjóra sem ég mun þurfa að setja mig nánar inn í, enda Hafnarfjarðarbær stórt sveitarfélag sem býður upp á víðtæka og fjölbreytta þjónustu við íbúa og atvinnulíf. Metnaður minn er að halda áfram á þeirri braut uppbyggingar og framfara sem mörkuð hefur verið undanfarin ár,“ segir Valdimar í tilkynningu frá bænum. Valdimar er vel kunnur bæjarmálum í Hafnarfirði. Hann sat sem varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Hafnarfirði kjörtímabilið 2018 til 2022 og var formaður fjölskylduráðs á tímabilinu. Valdimar var kjörinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í sveitarstjórnarkosningunum 14. maí 2022 og hefur síðan þá verið formaður bæjarráðs. Þá var Valdimar skólastjóri Öldutúnsskóla í sextán ár eða frá árinu 2008. Hann sagði starfi sínu lausu þar til að sinna starfi sínu í bæjarstjórn. Sjá einnig: Valdimar tekur við af Rósu í ársbyrjun 2025 „Ég viðurkenni að það eru blendnar tilfinningar við þessi tímamót í mínu lífi. Er fullur tilhlökkunar að takast á við nýtt verkefni en einnig leiður yfir því að kveðja. Hef verið það heppinn að hafa náð að mynda góð tengsl við börnin ykkar og það er líklega það sem ég á eftir að sakna mest, einlægnin frá þeim, hvort sem það var í samtölum í kennslustofum, í frímínútum eða inni á skrifstofu hjá mér. Það eru óteljandi sögur sem ég á um þau samskipti og hef ég verið duglegur að deila þeim með ykkur í gegnum árin, hvort sem það er í ræðu eða riti,“ sagði Valdimar á heimasíðu skólans þegar tilkynnt var að hann hefði sagt starfi sínu lausu. Valdimar Víðisson er fæddur 10. september 1978. Hann er giftur Sigurborgu Geirdal og á einn son, tvær stjúpdætur og tvö barnabörn. Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Valdimar hefur verið formaður bæjarráðs á kjörtímabilinu og tekur Rósa nú við þeirri formennsku auk þess sem hún var á dögunum kjörin til Alþingis. „Sem formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúi þekki ég þegar vel til helstu mála sem eru efst á baugi hjá sveitarfélaginu. Það er þó margt á borði bæjarstjóra sem ég mun þurfa að setja mig nánar inn í, enda Hafnarfjarðarbær stórt sveitarfélag sem býður upp á víðtæka og fjölbreytta þjónustu við íbúa og atvinnulíf. Metnaður minn er að halda áfram á þeirri braut uppbyggingar og framfara sem mörkuð hefur verið undanfarin ár,“ segir Valdimar í tilkynningu frá bænum. Valdimar er vel kunnur bæjarmálum í Hafnarfirði. Hann sat sem varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Hafnarfirði kjörtímabilið 2018 til 2022 og var formaður fjölskylduráðs á tímabilinu. Valdimar var kjörinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í sveitarstjórnarkosningunum 14. maí 2022 og hefur síðan þá verið formaður bæjarráðs. Þá var Valdimar skólastjóri Öldutúnsskóla í sextán ár eða frá árinu 2008. Hann sagði starfi sínu lausu þar til að sinna starfi sínu í bæjarstjórn. Sjá einnig: Valdimar tekur við af Rósu í ársbyrjun 2025 „Ég viðurkenni að það eru blendnar tilfinningar við þessi tímamót í mínu lífi. Er fullur tilhlökkunar að takast á við nýtt verkefni en einnig leiður yfir því að kveðja. Hef verið það heppinn að hafa náð að mynda góð tengsl við börnin ykkar og það er líklega það sem ég á eftir að sakna mest, einlægnin frá þeim, hvort sem það var í samtölum í kennslustofum, í frímínútum eða inni á skrifstofu hjá mér. Það eru óteljandi sögur sem ég á um þau samskipti og hef ég verið duglegur að deila þeim með ykkur í gegnum árin, hvort sem það er í ræðu eða riti,“ sagði Valdimar á heimasíðu skólans þegar tilkynnt var að hann hefði sagt starfi sínu lausu. Valdimar Víðisson er fæddur 10. september 1978. Hann er giftur Sigurborgu Geirdal og á einn son, tvær stjúpdætur og tvö barnabörn.
Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira