Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. janúar 2025 20:02 Gunnar Dofri, samskiptastjóri Sorpu, hvetur íbúa til að skila flugeldarusli í þar til gerða gáma. Gámarnir standa uppi fram yfir þrettándann. vísir/sigurjón Sérstökum gámum hefur verið komið fyrir á höfuðborgarsvæðinu og eru íbúar hvattir til að skila notuðum flugeldum þangað. Ruslið er sent til úr landi og notað til að framleiða orku fyrir Svía. Gámarnir eru samstarfsverkefni Sorpu og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og má finna staðsetningu þeirra á vef Sorpu. Um tuttugu gámum hefur verið komið fyrir víðs vegar um svæðið og standa þeir fram yfir þrettándann sem er á mánudaginn næsta. Gámarnir eru víða.grafík/hjalti Flæðir úr gámum „Og eins og þú sérð þá flæðir úr gámnum þannig við erum í rauninni mjög ánægð með að fólk sé svona duglegt að skila þessu, því það er miklu auðveldara að safna þessu saman á einum stað heldur en fyrir utan níutíu þúsund heimili,“ sagði Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu. Gámurinn sem sést í fréttinni var settur upp í morgun og er strax orðinn yfirfullur. Þegar fréttastofa var á svæðinu komu starfsmenn borgarinnar og hirtu stútfullan gáminn. Ekkert nema sprungnir flugeldar Hvað á að fara í þennan gám? „Sprungnir flugeldar. Það er mjög sjaldan sem maður getur komið með einföld svör en þetta er mjög einfalt. Það eru bara sprungnir flugeldar. “ Þeir mega væntanlega alls ekki fara í almenna heimilistunnu? „Nei við viljum ekki fá þá í tunnuna og það spilar margt inn í. Eins og þú sérð, ef þú myndir setja 150 skota Bjarma í tunnuna fyrir utan hjá þér þá myndir þú sennilega ekki setja mikið meira í tunnuna þann mánuðinn. Þannig það er mjög gott að geta nýtt þessa auka þjónustu.“ Gámur staðsettur fyrir utan Vesturbæjarlaugina í Reykjavík.vísir/sigurjón Hálfgerður viðbjóður sem eigi ekki heima í pappatunnu Og þó þetta sé pappi þá á þetta heldur ekki heima í papptunnunni? „Nei þetta er illendurvinnanlegt. Það er mikill leir í þessu. Þetta er búið að brenna og safna í sig vatni. Þannig þetta er hálfgerður viðbjóður og á í raun engan annan farveg heldur en þennan.“ Svíar njóta góðs af Ruslið er síðan sent úr landi í brennslufarveg enda ekki hægt að endurvinna það að neinu leyti. „Nei það skásta sem þú getur gert við þetta er að vinna orkuna úr þessu af því að þegar þú brennir þetta þá myndast smá orka og það er notað til að framleiða orku í Svíþjóð.“ Flugeldar Áramót Sorpa Tengdar fréttir Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Gildi svifryksmengunar mældis margfalt yfir heilsuverndarmörkum þegar mest var í nótt, en varði skemur en óttast hafði verið. Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort flugeldum hafi verið skotið upp í minna magni en oft áður. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur almenning til að hreinsa upp flugeldarusl og skila í viðeigandi grenndargáma. 1. janúar 2025 13:02 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Sjá meira
Gámarnir eru samstarfsverkefni Sorpu og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og má finna staðsetningu þeirra á vef Sorpu. Um tuttugu gámum hefur verið komið fyrir víðs vegar um svæðið og standa þeir fram yfir þrettándann sem er á mánudaginn næsta. Gámarnir eru víða.grafík/hjalti Flæðir úr gámum „Og eins og þú sérð þá flæðir úr gámnum þannig við erum í rauninni mjög ánægð með að fólk sé svona duglegt að skila þessu, því það er miklu auðveldara að safna þessu saman á einum stað heldur en fyrir utan níutíu þúsund heimili,“ sagði Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu. Gámurinn sem sést í fréttinni var settur upp í morgun og er strax orðinn yfirfullur. Þegar fréttastofa var á svæðinu komu starfsmenn borgarinnar og hirtu stútfullan gáminn. Ekkert nema sprungnir flugeldar Hvað á að fara í þennan gám? „Sprungnir flugeldar. Það er mjög sjaldan sem maður getur komið með einföld svör en þetta er mjög einfalt. Það eru bara sprungnir flugeldar. “ Þeir mega væntanlega alls ekki fara í almenna heimilistunnu? „Nei við viljum ekki fá þá í tunnuna og það spilar margt inn í. Eins og þú sérð, ef þú myndir setja 150 skota Bjarma í tunnuna fyrir utan hjá þér þá myndir þú sennilega ekki setja mikið meira í tunnuna þann mánuðinn. Þannig það er mjög gott að geta nýtt þessa auka þjónustu.“ Gámur staðsettur fyrir utan Vesturbæjarlaugina í Reykjavík.vísir/sigurjón Hálfgerður viðbjóður sem eigi ekki heima í pappatunnu Og þó þetta sé pappi þá á þetta heldur ekki heima í papptunnunni? „Nei þetta er illendurvinnanlegt. Það er mikill leir í þessu. Þetta er búið að brenna og safna í sig vatni. Þannig þetta er hálfgerður viðbjóður og á í raun engan annan farveg heldur en þennan.“ Svíar njóta góðs af Ruslið er síðan sent úr landi í brennslufarveg enda ekki hægt að endurvinna það að neinu leyti. „Nei það skásta sem þú getur gert við þetta er að vinna orkuna úr þessu af því að þegar þú brennir þetta þá myndast smá orka og það er notað til að framleiða orku í Svíþjóð.“
Flugeldar Áramót Sorpa Tengdar fréttir Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Gildi svifryksmengunar mældis margfalt yfir heilsuverndarmörkum þegar mest var í nótt, en varði skemur en óttast hafði verið. Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort flugeldum hafi verið skotið upp í minna magni en oft áður. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur almenning til að hreinsa upp flugeldarusl og skila í viðeigandi grenndargáma. 1. janúar 2025 13:02 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Sjá meira
Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Gildi svifryksmengunar mældis margfalt yfir heilsuverndarmörkum þegar mest var í nótt, en varði skemur en óttast hafði verið. Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort flugeldum hafi verið skotið upp í minna magni en oft áður. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur almenning til að hreinsa upp flugeldarusl og skila í viðeigandi grenndargáma. 1. janúar 2025 13:02