Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Eiður Þór Árnason skrifar 3. janúar 2025 06:45 Maðurinn lést á Kirkjuhvoli, hjúkrunar- og dvalarheimili á Hvolsvelli. Rangárþing eystra Ekki náðist í lækni til að úrskurða mann látinn þegar hann lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli á aðfangadagskvöld. Sveitarstjórnarfulltrúi segir stöðu heilbrigðismála í Rangárþingi vera ólíðandi en enginn læknir er að störfum í sýslunni. Afi Bjarka Oddssonar, sveitarstjórnarfulltrúa í Rangárþingi eystra lést rúmlega 100 ára gamall í faðmi fjölskyldunnar um jólin. Hann segir að lík hans hafi verið látið liggja í rúminu yfir nóttina á meðan beðið var eftir lækni. „[…] Skilaboðin voru að vonandi næðist í lækni á morgun og yrði þá hægt að úrskurða um andlátið daginn eftir eða hinn daginn, fyrr mætti ekki færa hann í líkgeymslu,“ skrifar Bjarki í aðsendri grein sem birtist á Vísi. Hann geti ekki orða bundist vegna þeirrar stöðu sem upp er komin á svæðinu og spyr hvernig það geti gerst að enginn læknir sé tiltækur í Rangárþingi svo dögum skipti yfir jól og áramót. Boðið húsnæði fyrir lækni „Þessi frásögn hefði getað verið mun dramatískari hefði mannslíf legið við, ef hefði þurft á skjótri og sérhæfðri meðferð læknis að halda. Afi gamli var saddur lífsdaga og enginn læknir var að fara að snúa við gangi lífsins hjá honum. Það er samt sem áður ólíðandi staða komin upp í samfélaginu okkar þegar fólkið okkar þarf að liggja í vindkældum herbergjum eftir andlát, vegna þess að ekki næst í lækni,“ skrifar Bjarki. Bjarki Oddsson er sveitarstjórnarfulltrui og varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/Ívar Fannar Afi hans heitinn var Ólafur Ólafsson, fyrrverandi kaupfélagssstjóri og segir Bjarki í samtali við Morgunblaðið að lík hans hafi verið flutt af dvalarheimilinu á útfarastofu á jóladag, án þess að hann hefði verið úrskurðaður látinn. Bjarki segir í grein á Vísi að sveitarfélagið Rangárþing eystra hafi boðið Heilbrigðisstofnun Suðurlands húsnæði fyrir lækni ásamt plássi í leikskóla og skóla. Læknar hafi lýst því að stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafi með undirboðum komið í veg fyrir að læknar fáist til að starfa í Rangárþingi. Bjarki skorar á stjórnvöld að beita sér fyrir því að stofnanir séu í stakk búnar til að veita íbúum grunnþjónustu á svæðinu sem sé forsenda fullnægjandi búsetuskilyrða. Fréttin hefur verið uppfærð. Rangárþing eystra Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Afi Bjarka Oddssonar, sveitarstjórnarfulltrúa í Rangárþingi eystra lést rúmlega 100 ára gamall í faðmi fjölskyldunnar um jólin. Hann segir að lík hans hafi verið látið liggja í rúminu yfir nóttina á meðan beðið var eftir lækni. „[…] Skilaboðin voru að vonandi næðist í lækni á morgun og yrði þá hægt að úrskurða um andlátið daginn eftir eða hinn daginn, fyrr mætti ekki færa hann í líkgeymslu,“ skrifar Bjarki í aðsendri grein sem birtist á Vísi. Hann geti ekki orða bundist vegna þeirrar stöðu sem upp er komin á svæðinu og spyr hvernig það geti gerst að enginn læknir sé tiltækur í Rangárþingi svo dögum skipti yfir jól og áramót. Boðið húsnæði fyrir lækni „Þessi frásögn hefði getað verið mun dramatískari hefði mannslíf legið við, ef hefði þurft á skjótri og sérhæfðri meðferð læknis að halda. Afi gamli var saddur lífsdaga og enginn læknir var að fara að snúa við gangi lífsins hjá honum. Það er samt sem áður ólíðandi staða komin upp í samfélaginu okkar þegar fólkið okkar þarf að liggja í vindkældum herbergjum eftir andlát, vegna þess að ekki næst í lækni,“ skrifar Bjarki. Bjarki Oddsson er sveitarstjórnarfulltrui og varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/Ívar Fannar Afi hans heitinn var Ólafur Ólafsson, fyrrverandi kaupfélagssstjóri og segir Bjarki í samtali við Morgunblaðið að lík hans hafi verið flutt af dvalarheimilinu á útfarastofu á jóladag, án þess að hann hefði verið úrskurðaður látinn. Bjarki segir í grein á Vísi að sveitarfélagið Rangárþing eystra hafi boðið Heilbrigðisstofnun Suðurlands húsnæði fyrir lækni ásamt plássi í leikskóla og skóla. Læknar hafi lýst því að stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafi með undirboðum komið í veg fyrir að læknar fáist til að starfa í Rangárþingi. Bjarki skorar á stjórnvöld að beita sér fyrir því að stofnanir séu í stakk búnar til að veita íbúum grunnþjónustu á svæðinu sem sé forsenda fullnægjandi búsetuskilyrða. Fréttin hefur verið uppfærð.
Rangárþing eystra Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira