Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Eiður Þór Árnason skrifar 3. janúar 2025 06:45 Maðurinn lést á Kirkjuhvoli, hjúkrunar- og dvalarheimili á Hvolsvelli. Rangárþing eystra Ekki náðist í lækni til að úrskurða mann látinn þegar hann lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli á aðfangadagskvöld. Sveitarstjórnarfulltrúi segir stöðu heilbrigðismála í Rangárþingi vera ólíðandi en enginn læknir er að störfum í sýslunni. Afi Bjarka Oddssonar, sveitarstjórnarfulltrúa í Rangárþingi eystra lést rúmlega 100 ára gamall í faðmi fjölskyldunnar um jólin. Hann segir að lík hans hafi verið látið liggja í rúminu yfir nóttina á meðan beðið var eftir lækni. „[…] Skilaboðin voru að vonandi næðist í lækni á morgun og yrði þá hægt að úrskurða um andlátið daginn eftir eða hinn daginn, fyrr mætti ekki færa hann í líkgeymslu,“ skrifar Bjarki í aðsendri grein sem birtist á Vísi. Hann geti ekki orða bundist vegna þeirrar stöðu sem upp er komin á svæðinu og spyr hvernig það geti gerst að enginn læknir sé tiltækur í Rangárþingi svo dögum skipti yfir jól og áramót. Boðið húsnæði fyrir lækni „Þessi frásögn hefði getað verið mun dramatískari hefði mannslíf legið við, ef hefði þurft á skjótri og sérhæfðri meðferð læknis að halda. Afi gamli var saddur lífsdaga og enginn læknir var að fara að snúa við gangi lífsins hjá honum. Það er samt sem áður ólíðandi staða komin upp í samfélaginu okkar þegar fólkið okkar þarf að liggja í vindkældum herbergjum eftir andlát, vegna þess að ekki næst í lækni,“ skrifar Bjarki. Bjarki Oddsson er sveitarstjórnarfulltrui og varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/Ívar Fannar Afi hans heitinn var Ólafur Ólafsson, fyrrverandi kaupfélagssstjóri og segir Bjarki í samtali við Morgunblaðið að lík hans hafi verið flutt af dvalarheimilinu á útfarastofu á jóladag, án þess að hann hefði verið úrskurðaður látinn. Bjarki segir í grein á Vísi að sveitarfélagið Rangárþing eystra hafi boðið Heilbrigðisstofnun Suðurlands húsnæði fyrir lækni ásamt plássi í leikskóla og skóla. Læknar hafi lýst því að stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafi með undirboðum komið í veg fyrir að læknar fáist til að starfa í Rangárþingi. Bjarki skorar á stjórnvöld að beita sér fyrir því að stofnanir séu í stakk búnar til að veita íbúum grunnþjónustu á svæðinu sem sé forsenda fullnægjandi búsetuskilyrða. Fréttin hefur verið uppfærð. Rangárþing eystra Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Afi Bjarka Oddssonar, sveitarstjórnarfulltrúa í Rangárþingi eystra lést rúmlega 100 ára gamall í faðmi fjölskyldunnar um jólin. Hann segir að lík hans hafi verið látið liggja í rúminu yfir nóttina á meðan beðið var eftir lækni. „[…] Skilaboðin voru að vonandi næðist í lækni á morgun og yrði þá hægt að úrskurða um andlátið daginn eftir eða hinn daginn, fyrr mætti ekki færa hann í líkgeymslu,“ skrifar Bjarki í aðsendri grein sem birtist á Vísi. Hann geti ekki orða bundist vegna þeirrar stöðu sem upp er komin á svæðinu og spyr hvernig það geti gerst að enginn læknir sé tiltækur í Rangárþingi svo dögum skipti yfir jól og áramót. Boðið húsnæði fyrir lækni „Þessi frásögn hefði getað verið mun dramatískari hefði mannslíf legið við, ef hefði þurft á skjótri og sérhæfðri meðferð læknis að halda. Afi gamli var saddur lífsdaga og enginn læknir var að fara að snúa við gangi lífsins hjá honum. Það er samt sem áður ólíðandi staða komin upp í samfélaginu okkar þegar fólkið okkar þarf að liggja í vindkældum herbergjum eftir andlát, vegna þess að ekki næst í lækni,“ skrifar Bjarki. Bjarki Oddsson er sveitarstjórnarfulltrui og varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/Ívar Fannar Afi hans heitinn var Ólafur Ólafsson, fyrrverandi kaupfélagssstjóri og segir Bjarki í samtali við Morgunblaðið að lík hans hafi verið flutt af dvalarheimilinu á útfarastofu á jóladag, án þess að hann hefði verið úrskurðaður látinn. Bjarki segir í grein á Vísi að sveitarfélagið Rangárþing eystra hafi boðið Heilbrigðisstofnun Suðurlands húsnæði fyrir lækni ásamt plássi í leikskóla og skóla. Læknar hafi lýst því að stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafi með undirboðum komið í veg fyrir að læknar fáist til að starfa í Rangárþingi. Bjarki skorar á stjórnvöld að beita sér fyrir því að stofnanir séu í stakk búnar til að veita íbúum grunnþjónustu á svæðinu sem sé forsenda fullnægjandi búsetuskilyrða. Fréttin hefur verið uppfærð.
Rangárþing eystra Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira