Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum Lovísa Arnardóttir skrifar 3. janúar 2025 08:28 Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins segir alla vilja koma í veg fyrir frekari aðgerðir. Vísir/Anton Brink Verkfall kennara hefst að nýju um næstu mánaðamót verði ekki samið. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir deiluaðila hafa fundað þétt síðan í nóvember desember þegar verkfalli var frestað. Magnús Þór fór yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hann segir að í desember hafi verið farið í mikla bakgrunnsvinnu og rætt við hvert skólastig fyrir sig. Fyrsti formlegi samningafundur eftir þetta hlé hefst í dag klukkan 9. „Verkefnið er flókið og við notuðum desember til að brjóta það niður. Stóra verkefnið er að okkur vantar um fjögur þúsund fagmenntaða kennara í skólana okkar,“ segir Magnús Þór. Það hafi þannig verið stóra verkefnið í þessu deilumálum að sjá til þess að fjárhagslegur hvati til þess að vera sérfræðingur í fræðslugeiranum sé sá sami og að vera sérfræðingur á almennum markaði. Hann segir mikilvægt að það sé rætt almennt í samfélaginu hvort að kennaranámið eigi að vera fimm ár. Af þessum fjögur þúsund sem vantar séu 2.500 þeirra á leikskólastiginu. Rannsóknir sýni að mikilvægi kennarahlutverksins sé jafnvel mest hjá yngstu börnunum. Ef við viljum ná árangri þurfi slíkt starf að vera leitt af fagmenntuðu fólki. Þriggja ára nám ekki svarið Hann telur ekki þriggja ára kennaranám endilega svarið. Náminu hafi verið breytt í fimm ár því það vantaði upp á þekkingu þegar það kom í skólana. Hann segir kennarasambandið standa fast við það að það hafi verið góð ákvörðun. Nú þurfi launakjörin að fylgja sambærilegum stéttum sem hafa farið í svipað langt nám. Magnús Þór segir enga fasta launatölu enn liggja fyrir en að það sé eitt af því sem hafi verið til umræðu. Deiluaðilar þurfi að komast að samkomulagi hverjir séu viðmiðunarhóparnir. „Talan er ekki hrein og klár en það er verkefni þessara daga að ákveða hverjir viðmiðunarhóparnir eru og þar mun lausn verkefnisins vera.“ Vilja koma í veg fyrir aðgerðir Magnús Þór segir að góð skref hafi verið stigin í desember og hann sé bjartsýnn á að það verði hægt að leysa úr deilunni. Það sé stórt verkefni eftir en það vilji allir koma í veg fyrir frekari aðgerðir og því muni þau reyna allt sem þau geta til að gera það. Magnús Þór segist ekki telja tilefni fyrir hann að hætta sem formaður. Þau hafi náð ákveðnum árangri en hann sé dæmdur eins og aðrir í kosningu. Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Hann segir að í desember hafi verið farið í mikla bakgrunnsvinnu og rætt við hvert skólastig fyrir sig. Fyrsti formlegi samningafundur eftir þetta hlé hefst í dag klukkan 9. „Verkefnið er flókið og við notuðum desember til að brjóta það niður. Stóra verkefnið er að okkur vantar um fjögur þúsund fagmenntaða kennara í skólana okkar,“ segir Magnús Þór. Það hafi þannig verið stóra verkefnið í þessu deilumálum að sjá til þess að fjárhagslegur hvati til þess að vera sérfræðingur í fræðslugeiranum sé sá sami og að vera sérfræðingur á almennum markaði. Hann segir mikilvægt að það sé rætt almennt í samfélaginu hvort að kennaranámið eigi að vera fimm ár. Af þessum fjögur þúsund sem vantar séu 2.500 þeirra á leikskólastiginu. Rannsóknir sýni að mikilvægi kennarahlutverksins sé jafnvel mest hjá yngstu börnunum. Ef við viljum ná árangri þurfi slíkt starf að vera leitt af fagmenntuðu fólki. Þriggja ára nám ekki svarið Hann telur ekki þriggja ára kennaranám endilega svarið. Náminu hafi verið breytt í fimm ár því það vantaði upp á þekkingu þegar það kom í skólana. Hann segir kennarasambandið standa fast við það að það hafi verið góð ákvörðun. Nú þurfi launakjörin að fylgja sambærilegum stéttum sem hafa farið í svipað langt nám. Magnús Þór segir enga fasta launatölu enn liggja fyrir en að það sé eitt af því sem hafi verið til umræðu. Deiluaðilar þurfi að komast að samkomulagi hverjir séu viðmiðunarhóparnir. „Talan er ekki hrein og klár en það er verkefni þessara daga að ákveða hverjir viðmiðunarhóparnir eru og þar mun lausn verkefnisins vera.“ Vilja koma í veg fyrir aðgerðir Magnús Þór segir að góð skref hafi verið stigin í desember og hann sé bjartsýnn á að það verði hægt að leysa úr deilunni. Það sé stórt verkefni eftir en það vilji allir koma í veg fyrir frekari aðgerðir og því muni þau reyna allt sem þau geta til að gera það. Magnús Þór segist ekki telja tilefni fyrir hann að hætta sem formaður. Þau hafi náð ákveðnum árangri en hann sé dæmdur eins og aðrir í kosningu.
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira