Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2025 11:32 Jimmy Butler gæti hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Miami Heat. Getty/Brennan Asplen Miami Heat hefur sett NBA-stjörnuna Jimmy Butler í sjö leikja bann og leitast nú eftir því að skipta þessum 35 ára gamla körfuboltamanni út. Miami Heat greinir frá þessu í yfirlýsingu þar sem segir að Butler sé kominn í sjö leikja bann vegna atvika þar sem hann hafi hegðað sér með skaðlegum hætti gagnvart liðinu á þessari leiktíð, sérstaklega á allra síðustu vikum. Butler hafi með hegðun sinni og ummælum sýnt að hann vilji ekki lengur tilheyra Miami Heat, og komið þeim skilaboðum áleiðis að hann vilji fá fram skipti. Þess vegna sé félagið tilbúið að hlusta á tilboð. Butler, sem getur reyndar áfrýjað banninu, verður af 336.543 Bandaríkjadölum fyrir hvern leik, eða alls 2.355.798 dölum vegna leikjanna sjö. Þessi heildarupphæð nemur um 330 milljónum króna. Through his actions and statements, he has shown he no longer wants to be part of this team. Jimmy Butler and his representative have indicated that they wish to be traded, therefore, we will listen to offers.— Miami HEAT (@MiamiHEAT) January 4, 2025 Næsti leikur Miami er við Utah Jazz í dag og liðið fer svo í ferðalag og spilar útileiki við Sacramento, Golden State, Utah, Portland, LA Clippers og LA Lakers. Næsti leikur eftir sjö leikja bannið er heimaleikur við Denver Nuggets 17. janúar en allt útlit er fyrir að Butler hafi nú þegar spilað sinn síðasta leik í búningi Miami. Hlutirnir hafa því breyst frá því fyrir viku síðan þegar Pat Riley, forseti Miami Heat, sagði að félagið myndi ekki skipta Butler út. Þolinmæði manna virðist einfaldlega á þrotum. Butler skoraði níu stig þegar Miami tapaði 128-115 fyrir Indiana Pacers á fimmtudagskvöld, og sat á bekknum allan fjórða leikhluta rétt eins og í sigri gegn New Orleans Pelicans kvöldið áður. NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Sjá meira
Miami Heat greinir frá þessu í yfirlýsingu þar sem segir að Butler sé kominn í sjö leikja bann vegna atvika þar sem hann hafi hegðað sér með skaðlegum hætti gagnvart liðinu á þessari leiktíð, sérstaklega á allra síðustu vikum. Butler hafi með hegðun sinni og ummælum sýnt að hann vilji ekki lengur tilheyra Miami Heat, og komið þeim skilaboðum áleiðis að hann vilji fá fram skipti. Þess vegna sé félagið tilbúið að hlusta á tilboð. Butler, sem getur reyndar áfrýjað banninu, verður af 336.543 Bandaríkjadölum fyrir hvern leik, eða alls 2.355.798 dölum vegna leikjanna sjö. Þessi heildarupphæð nemur um 330 milljónum króna. Through his actions and statements, he has shown he no longer wants to be part of this team. Jimmy Butler and his representative have indicated that they wish to be traded, therefore, we will listen to offers.— Miami HEAT (@MiamiHEAT) January 4, 2025 Næsti leikur Miami er við Utah Jazz í dag og liðið fer svo í ferðalag og spilar útileiki við Sacramento, Golden State, Utah, Portland, LA Clippers og LA Lakers. Næsti leikur eftir sjö leikja bannið er heimaleikur við Denver Nuggets 17. janúar en allt útlit er fyrir að Butler hafi nú þegar spilað sinn síðasta leik í búningi Miami. Hlutirnir hafa því breyst frá því fyrir viku síðan þegar Pat Riley, forseti Miami Heat, sagði að félagið myndi ekki skipta Butler út. Þolinmæði manna virðist einfaldlega á þrotum. Butler skoraði níu stig þegar Miami tapaði 128-115 fyrir Indiana Pacers á fimmtudagskvöld, og sat á bekknum allan fjórða leikhluta rétt eins og í sigri gegn New Orleans Pelicans kvöldið áður.
NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Sjá meira