Allt er fertugum LeBron fært Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. janúar 2025 08:02 Magnaður íþróttamaður. Ronald Martinez/Getty Images Hinn fertugi LeBron James heldur áfram að skríða upp alla þá lista yfir tölfræði sem NBA-deildin í körfubolta getur boðið upp á. Nú síðast fór hann upp fyrir Michael Jordan er kemur að því að skora 30 stig eða meira í leik. LeBron fagnaði fertugsafmæli sínu á dögunum og þó hann hafi nú sagt að hann gæti spilað í NBA-deildinni í fimm ár til viðbótar þá hefur hann að sama skapi gefið í skyn að hann gæti nú farið að kalla þetta gott. Það er hins vegar ekki að sjá á frammistöðum hans eftir að hafa fagnað stórafmælinu með pompi og prakt. 👑 pic.twitter.com/9xgkVRp2QE— Los Angeles Lakers (@Lakers) January 4, 2025 LeBron mætti sínum fyrrum liði Cleveland Cavaliers í fyrsta leik sínum sem fertugur maður. Reikna má með að það hafi ekki verið tilviljun að hálfu leikjanefnd NBA-deildarinnar. Þó svo að Lakers hafi tapað – Cavaliers eru jú besta lið deildarinnar – þá átti LeBron mjög svo fínan leik. Hann skoraði 23 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 4 fráköst. Í leikjunum tveimur síðan þá hefur LeBron hins vegar sýnt allar sínar bestu hliðar. Sigrar Lakers í þeim leikjum þýða að liðið er sem stendur í baráttu um heimavallarrétt í úrslitakeppninni en fyrir mót töldu spekingar að liðið myndi yfir höfuð eiga erfitt með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Vissulega er langt í að deildarkeppni NBA ljúki en allt er fertugum LeBron fært. Gegn Portland Trail Blazers skoraði LeBron 38 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 3 fráköst. Í öflugum sigri á Atlanta Hawks skoraði LeBron svo 30 stig á aðeins 30 mínútum, gaf aftur 8 stoðsendingar og tók aftur 3 fráköst. Var það 563. leikur LeBron á ferlinum þar sem hann skorar 30 stig eða meira. Þar með fór hann yfir Jordan og á topp listans yfir 30 stig eða fleiri skoruð í leik. Breaking records like a broken record. LeBron James passes Michael Jordan for MOST 30+ point games in NBA history. pic.twitter.com/dkrGtuNnR3— Los Angeles Lakers (@Lakers) January 4, 2025 „Alltaf þegar maður er nefndur á nafn á sama tíma og þeir bestu í leiknum, og að þessu sinni með líklega þeim besta, þá er það mjög skemmtilegt. Hann er einhver sem ég dáðist að í æsku og ég er númer 23 út af honum. Svo að vita að ég er með í herberginu eða í umræðunni þegar fólk talar um MJ, það er frábært fyrir krakkann sem ég var,“ sagði Lebron eftir leik um „metið“ sem hann sló. Anthony Davis, samherji LeBron hjá Lakers, sló á létta strengi. „Það tók hann samt sjö fleiri tímabil en Jordan. En í alvörunni, þegar ég ólst upp var ég LeBron aðdáandi númer 1. Það er mitt tímabil. Þetta er augljóslega heljarinnar afrek og ég held að hann sé númer eitt á öllum listum í dag. Ég er þakklátur fyrir að vera hér með honum að afreka þetta og við viljum bara halda áfram að bæta við.“ Eftir 34 leiki er Lakers í 4. sæti vesturdeildar með 20 sigra og 14 töp. Næsti leikur liðsins er gegn Houston Rockets sem er sæti ofar og eitt margra liða vestursins sem eru í baráttu um 2. til 4. sætis en þau gefa heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Oklahoma City Thunder hefur hins vegar svo gott sem tryggt sér 1. sætið nú þegar. Körfubolti NBA Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira
LeBron fagnaði fertugsafmæli sínu á dögunum og þó hann hafi nú sagt að hann gæti spilað í NBA-deildinni í fimm ár til viðbótar þá hefur hann að sama skapi gefið í skyn að hann gæti nú farið að kalla þetta gott. Það er hins vegar ekki að sjá á frammistöðum hans eftir að hafa fagnað stórafmælinu með pompi og prakt. 👑 pic.twitter.com/9xgkVRp2QE— Los Angeles Lakers (@Lakers) January 4, 2025 LeBron mætti sínum fyrrum liði Cleveland Cavaliers í fyrsta leik sínum sem fertugur maður. Reikna má með að það hafi ekki verið tilviljun að hálfu leikjanefnd NBA-deildarinnar. Þó svo að Lakers hafi tapað – Cavaliers eru jú besta lið deildarinnar – þá átti LeBron mjög svo fínan leik. Hann skoraði 23 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 4 fráköst. Í leikjunum tveimur síðan þá hefur LeBron hins vegar sýnt allar sínar bestu hliðar. Sigrar Lakers í þeim leikjum þýða að liðið er sem stendur í baráttu um heimavallarrétt í úrslitakeppninni en fyrir mót töldu spekingar að liðið myndi yfir höfuð eiga erfitt með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Vissulega er langt í að deildarkeppni NBA ljúki en allt er fertugum LeBron fært. Gegn Portland Trail Blazers skoraði LeBron 38 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 3 fráköst. Í öflugum sigri á Atlanta Hawks skoraði LeBron svo 30 stig á aðeins 30 mínútum, gaf aftur 8 stoðsendingar og tók aftur 3 fráköst. Var það 563. leikur LeBron á ferlinum þar sem hann skorar 30 stig eða meira. Þar með fór hann yfir Jordan og á topp listans yfir 30 stig eða fleiri skoruð í leik. Breaking records like a broken record. LeBron James passes Michael Jordan for MOST 30+ point games in NBA history. pic.twitter.com/dkrGtuNnR3— Los Angeles Lakers (@Lakers) January 4, 2025 „Alltaf þegar maður er nefndur á nafn á sama tíma og þeir bestu í leiknum, og að þessu sinni með líklega þeim besta, þá er það mjög skemmtilegt. Hann er einhver sem ég dáðist að í æsku og ég er númer 23 út af honum. Svo að vita að ég er með í herberginu eða í umræðunni þegar fólk talar um MJ, það er frábært fyrir krakkann sem ég var,“ sagði Lebron eftir leik um „metið“ sem hann sló. Anthony Davis, samherji LeBron hjá Lakers, sló á létta strengi. „Það tók hann samt sjö fleiri tímabil en Jordan. En í alvörunni, þegar ég ólst upp var ég LeBron aðdáandi númer 1. Það er mitt tímabil. Þetta er augljóslega heljarinnar afrek og ég held að hann sé númer eitt á öllum listum í dag. Ég er þakklátur fyrir að vera hér með honum að afreka þetta og við viljum bara halda áfram að bæta við.“ Eftir 34 leiki er Lakers í 4. sæti vesturdeildar með 20 sigra og 14 töp. Næsti leikur liðsins er gegn Houston Rockets sem er sæti ofar og eitt margra liða vestursins sem eru í baráttu um 2. til 4. sætis en þau gefa heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Oklahoma City Thunder hefur hins vegar svo gott sem tryggt sér 1. sætið nú þegar.
Körfubolti NBA Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira