Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. janúar 2025 12:42 Jóhann Páll Jóhannsson, umhverifs-, orku- og loftslagsráðherra. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur lagði línurnar fyrir fyrstu mánuðum þessa kjörtímabils á ríkisstjórnarfundi í morgun. Orkumál eru þar ofarlega á lista og hyggst orkumálaráðherra leggja fram tillögu að rammaáætlun. Ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar, sem tók við keflinu í lok síðasta mánaðar voru skýrir um það að verkin verði látin tala á næstu misserum, þegar þeir gengu út af ríkisstjórnarfundi í morgun. Almenningur í forgangi Orkumál verða mikið áhersluatriði og segir Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að hann muni leggja áherslu á þrjú mál sem stefnt verði á að afgreiða á vorþinginu. Fyrst verði að liðka fyrir aukinni orkuöflun með einföldun á leyfisveitingaferlinu og þá þurfi að tryggja forgang almennings að afhendingu raforku. „Þannig að það sé algjörlega ljóst þegar er umframeftirspurn í kerfinu að almenningur, heimili og smærri fyrirtæki njóti forgangs. Þetta á í mínum huga að vera hluti af okkar samfélagssáttmála að allir hafi aðgang að öruggri orku og ódýrri orku og lögin í landinu verða að endurspegla þetta, sem þau gera ekki í dag.“ Eins ætlar hann að leggja fram þingsályktunartillögu um rammaáætlun. „Ég mun leggja til að ákveðnir kostir fari þar í nýtingarflokk og verndarflokk,“ segir Jóhann Páll. Ýmsar hugmyndir um hagræðingarmöguleika Þessi þrjú mál séu þess eðlis að mikilvægt sé að afgreiða þau sem allra fyrst. „Það er búið að skipa ofboðslega marga starfshópa og láta alls konar vinnu malla, búið að setja heilmikla fjármuni í það og skrifa ágætar skýrslur þar sem er margt sem er hægt að nýta og horfa til. Nú þarf bara að hefjast handa.“ Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir ýmsar aðgerðir til skoðunar til að hagræða í ríkisrekstri. „Það hafa til dæmis verið nefnd innkaup ríkisins, fjárstýring ríkisins, fjármögnun þess. Síðan eru þessar hugmyndir um hagræðingu einstakra verkefna og forgansröðun, sem ég er sannfærður um að við munum líka finna í þessum tillögum sem almenningur er að skila til okkar núna. Góðir punktar sem munu nýtast okkur í þeirri vinnu.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Orkumál Tengdar fréttir Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar var kynnt á blaðamannafundi í Hafnarhúsinu í Hafnarfirði í dag. Hún inniheldur helstu áhersluatriði ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem talin eru fram í 23 punktum. 21. desember 2024 13:42 Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Starfshópur um endurskoðun á rammaáætlun um orkumál leggur til að tímafestir verði innleiddir til þess að ekki þurfi að líða meira en 24 mánuðir frá því virkjunarhugmynd er send Orkustofnun og þar til ráðherra leggur þingsályktunartillögu fyrir þingið. 12. desember 2024 13:30 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar, sem tók við keflinu í lok síðasta mánaðar voru skýrir um það að verkin verði látin tala á næstu misserum, þegar þeir gengu út af ríkisstjórnarfundi í morgun. Almenningur í forgangi Orkumál verða mikið áhersluatriði og segir Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að hann muni leggja áherslu á þrjú mál sem stefnt verði á að afgreiða á vorþinginu. Fyrst verði að liðka fyrir aukinni orkuöflun með einföldun á leyfisveitingaferlinu og þá þurfi að tryggja forgang almennings að afhendingu raforku. „Þannig að það sé algjörlega ljóst þegar er umframeftirspurn í kerfinu að almenningur, heimili og smærri fyrirtæki njóti forgangs. Þetta á í mínum huga að vera hluti af okkar samfélagssáttmála að allir hafi aðgang að öruggri orku og ódýrri orku og lögin í landinu verða að endurspegla þetta, sem þau gera ekki í dag.“ Eins ætlar hann að leggja fram þingsályktunartillögu um rammaáætlun. „Ég mun leggja til að ákveðnir kostir fari þar í nýtingarflokk og verndarflokk,“ segir Jóhann Páll. Ýmsar hugmyndir um hagræðingarmöguleika Þessi þrjú mál séu þess eðlis að mikilvægt sé að afgreiða þau sem allra fyrst. „Það er búið að skipa ofboðslega marga starfshópa og láta alls konar vinnu malla, búið að setja heilmikla fjármuni í það og skrifa ágætar skýrslur þar sem er margt sem er hægt að nýta og horfa til. Nú þarf bara að hefjast handa.“ Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir ýmsar aðgerðir til skoðunar til að hagræða í ríkisrekstri. „Það hafa til dæmis verið nefnd innkaup ríkisins, fjárstýring ríkisins, fjármögnun þess. Síðan eru þessar hugmyndir um hagræðingu einstakra verkefna og forgansröðun, sem ég er sannfærður um að við munum líka finna í þessum tillögum sem almenningur er að skila til okkar núna. Góðir punktar sem munu nýtast okkur í þeirri vinnu.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Orkumál Tengdar fréttir Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar var kynnt á blaðamannafundi í Hafnarhúsinu í Hafnarfirði í dag. Hún inniheldur helstu áhersluatriði ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem talin eru fram í 23 punktum. 21. desember 2024 13:42 Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Starfshópur um endurskoðun á rammaáætlun um orkumál leggur til að tímafestir verði innleiddir til þess að ekki þurfi að líða meira en 24 mánuðir frá því virkjunarhugmynd er send Orkustofnun og þar til ráðherra leggur þingsályktunartillögu fyrir þingið. 12. desember 2024 13:30 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar var kynnt á blaðamannafundi í Hafnarhúsinu í Hafnarfirði í dag. Hún inniheldur helstu áhersluatriði ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem talin eru fram í 23 punktum. 21. desember 2024 13:42
Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Starfshópur um endurskoðun á rammaáætlun um orkumál leggur til að tímafestir verði innleiddir til þess að ekki þurfi að líða meira en 24 mánuðir frá því virkjunarhugmynd er send Orkustofnun og þar til ráðherra leggur þingsályktunartillögu fyrir þingið. 12. desember 2024 13:30