Titringur á Alþingi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. janúar 2025 21:38 Inga Sæland formaður Flokks fólksins og félags- og húsnæðismálaráðherra er ósátt við titring í fundarherbergi í nýrri skrifstofubyggingu Alþingis. Vísir Allt leikur á reiðisskjálfi með reglulegu millibili í fundarherbergi á fimmtu hæð í nýrri skrifstofubyggingu Alþingis sögn formanns Flokks fólksins sem hefur aldrei upplifað annað eins. Þetta sé þó aðeins einn af nokkrum göllum í húsnæðinu. Brýnt sé að ráðast í úrbætur. Inga Sæland formaður Flokks fólksins vakti athygli í áramótagrein í Morgunblaðinu að fundarherbergið Arnarfell á fimmtu hæð í nýrri skrifstofubyggingu Alþingis leiki á reiðiskjálfi með reglulegu millibili. Hún bendir þar á að titringurinn hafi valdið töluverðum áhyggjum þegar Volodimír Selenskí Úkraínuforseti heimsótti Ísland og fundaði með utanríkismálanefnd þingsins í sama fundarherbergi. Inga segir mikilvægt að bregðast við. „Á fimmtán mínútna fresti keyrir strætó yfir hraðahindrun og þá verður jarðskjálfti upp á tvo komma fimm á Richter í fundarherberginu. Þetta gerist oftar ef aðrir stórir bílar keyra líka þar yfir. Þetta á ekki að vera svona. Ég hef aldrei upplifað annað eins,“ segir Inga. Með reglulegu millibili finnst titringur í fundarherberginu Arnarfelli sem staðsett er á fimmtu hæð í Smiðju nýju skrifstofuhúsnæði Alþingis.Vísir/Sigurjón Sökudólgurinn í Vonarstræti Hraðahindrunin sem um ræðir liggur á Vonarstræti milli Ráðhúss Reykjavíkur og Smiðjunnar. Þegar stór ökutæki keyra yfir hana virðist það valda titringi í burðarvirki Smiðjunnar í fundarherberginu Arnarfelli eins og áður hefur verið lýst. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu frá Framkvæmdasýslu ríkisins er verið að kanna möguleika á að fjarlægja hraðahindrunin í samráði við borgina. Hraðahindrunin sem veldur titringi í Arnarfelli þegar stór ökutæki keyra yfir hana.Vísir/Sigurjón Erfitt að tala saman í matsalnum Inga er ekki alveg nóg sátt við húsnæðið sem var að fullu tekið í gagnið á fyrrihluta síðasta árs. Þar eru nefndaherbergi Alþingis, skrifstofur þingmanna og starfsmanna og mötuneyti. Hönnunin hússins hefur verið sögð margbrotin þar sem hugsað hafi verið út í minnstu smáatriði. „ Ég tel að þetta sé galli í húsnæðinu eins og svo margt annað þarna. Það er til að mynda ill mögulegt að tala saman í matsalnum í húsinu. Það er ýmislegt sem hefði mátt betur fara,“ segir Inga. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem nýtt skrifstofuhús Alþingis kemst í fréttirnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins er ósáttur með húsnæðið en hann fór í skoðunarferð með fréttamanni um húsnæðið á síðasta ári: Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingiskosningar 2024 Alþingi Flokkur fólksins Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Inga Sæland formaður Flokks fólksins vakti athygli í áramótagrein í Morgunblaðinu að fundarherbergið Arnarfell á fimmtu hæð í nýrri skrifstofubyggingu Alþingis leiki á reiðiskjálfi með reglulegu millibili. Hún bendir þar á að titringurinn hafi valdið töluverðum áhyggjum þegar Volodimír Selenskí Úkraínuforseti heimsótti Ísland og fundaði með utanríkismálanefnd þingsins í sama fundarherbergi. Inga segir mikilvægt að bregðast við. „Á fimmtán mínútna fresti keyrir strætó yfir hraðahindrun og þá verður jarðskjálfti upp á tvo komma fimm á Richter í fundarherberginu. Þetta gerist oftar ef aðrir stórir bílar keyra líka þar yfir. Þetta á ekki að vera svona. Ég hef aldrei upplifað annað eins,“ segir Inga. Með reglulegu millibili finnst titringur í fundarherberginu Arnarfelli sem staðsett er á fimmtu hæð í Smiðju nýju skrifstofuhúsnæði Alþingis.Vísir/Sigurjón Sökudólgurinn í Vonarstræti Hraðahindrunin sem um ræðir liggur á Vonarstræti milli Ráðhúss Reykjavíkur og Smiðjunnar. Þegar stór ökutæki keyra yfir hana virðist það valda titringi í burðarvirki Smiðjunnar í fundarherberginu Arnarfelli eins og áður hefur verið lýst. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu frá Framkvæmdasýslu ríkisins er verið að kanna möguleika á að fjarlægja hraðahindrunin í samráði við borgina. Hraðahindrunin sem veldur titringi í Arnarfelli þegar stór ökutæki keyra yfir hana.Vísir/Sigurjón Erfitt að tala saman í matsalnum Inga er ekki alveg nóg sátt við húsnæðið sem var að fullu tekið í gagnið á fyrrihluta síðasta árs. Þar eru nefndaherbergi Alþingis, skrifstofur þingmanna og starfsmanna og mötuneyti. Hönnunin hússins hefur verið sögð margbrotin þar sem hugsað hafi verið út í minnstu smáatriði. „ Ég tel að þetta sé galli í húsnæðinu eins og svo margt annað þarna. Það er til að mynda ill mögulegt að tala saman í matsalnum í húsinu. Það er ýmislegt sem hefði mátt betur fara,“ segir Inga. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem nýtt skrifstofuhús Alþingis kemst í fréttirnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins er ósáttur með húsnæðið en hann fór í skoðunarferð með fréttamanni um húsnæðið á síðasta ári:
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingiskosningar 2024 Alþingi Flokkur fólksins Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira