„Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2025 07:02 Bræðurnir Jóhann Þór og Ólafur Ólafssynir sjást hér keyra inn í Grindavík 21 degi eftir rýmingu. Stöð 2 Sport Bræðurnir Jóhann Þór og Ólafur Ólafssynir eru allt í öllu í karlaliði Grindavíkur í körfuboltanum. Jóhann þjálfar liðið og Ólafur er fyrirliði liðsins. Þegar Grindvíkingar þurftu að flýja bæinn sinn á síðasta tímabili þá reyndi mjög mikið á þá tvo við að halda liðinu gangandi. Grindavík er sex þátta heimildaþáttaröð úr smiðju Stöðvar 2 Sports um jarðhræringarnar í Reykjanesi og körfuboltalið Grindavíkur. 10. nóvember 2023 reynist örlagadagur í sögu Grindvíkinga sem neyðast til að rýma bæinn sinn og gerast flóttamenn í eigin landi. Körfuboltalið bæjarins heldur áfram að keppa og verður að sameiningartákni bæjarbúa. Garðar Örn Arnarson leikstýrir þáttunum en myndataka er í höndum Sigurðar Más Davíðssonar. Bræðurnir Jóhann Þór og Ólafur Ólafssynir sjást hér komnir inn í íþróttahúsið í Grindavík 21 degi eftir rýmingu.S2 Sport Í síðasta þætti, þætti tvö af sex, má sjá þá bræður heimsækja íþróttahúsið í Grindavík 21 degi eftir rýmingu. Þetta er dramatísk heimsókn því það reyndi mikið á þá bræður sem hafa verið alla tíð verið með annan fótinn í íþróttamiðstöðinni í Grindavík. Grindvíkingar voru nýbyrjaðir að spila í nýju íþróttahúsi þegar ósköpin dundu yfir í nóvember í fyrra. Búinn að vera pínu lítill í mér Heimsóknin var daginn eftir erfiðan leik í Bónus deildinni sem tapaðist. Það er augljóst á tilfinningum bræðranna að slæm úrslit tóku verulega á leiðtoga liðsins. „Ég er bara í dag, búinn að vera pínu lítill í mér, í vinnunni í morgun og allt það. Það eru allir svo ákveðnir í því að klára þetta og gera það með stæl,“ sagði Jóhann og heldur áfram: „Það eru allir sem vinna á bak við tjöldin, stjórn og sjálfboðaliðar sem vinna að þessu. Ef við pælum í því þá erum við með sex erlenda leikmenn í karla og kvenna. Það er búið að koma öllu þessu fólki fyrir. Það er aðdáunarvert,“ sagði Jóhann. Það er mesta svekkelsið í þessu „Við erum búin að koma þeim öllum fyrir og hvernig styrktaraðilar og allir hafa lagst á eitt að klára þetta. Þá finnur maður eftir leikinn í gær vanmátt eins og maður hafi brugðist. Að maður sé ekki all in eins og allir hinir. Að maður sé bara að fljóta með og það er mesta svekkelsið í þessu,“ sagði Jóhann sem fer nánar yfir þetta og mikilvægi heimastrákanna. Það má sjá þá síðan fara inn í íþróttahúsið. „Shit hvað mig langar heim“ „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn,“ sagði Jóhann. „Ég fæ fiðring í magann,“ sagði Ólafur. Ólafur sýndi brot sem hrundi úr veggjunum í gamla húsinu. Það mátti líka sjá hvernig viðbyggingin hafði brotnað frá. „Shit hvað mig langar heim. Þetta var kannski ekki sniðugt,“ sagði Ólafur um leið og hann gekk inn í salinn. Það má sjá þetta brot úr þáttunum hér fyrir neðan. Klippa: Bræðurnir koma aftur til Grindavíkur Grindavík UMF Grindavík Bónus-deild karla Grindavík (þættir) Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
Grindavík er sex þátta heimildaþáttaröð úr smiðju Stöðvar 2 Sports um jarðhræringarnar í Reykjanesi og körfuboltalið Grindavíkur. 10. nóvember 2023 reynist örlagadagur í sögu Grindvíkinga sem neyðast til að rýma bæinn sinn og gerast flóttamenn í eigin landi. Körfuboltalið bæjarins heldur áfram að keppa og verður að sameiningartákni bæjarbúa. Garðar Örn Arnarson leikstýrir þáttunum en myndataka er í höndum Sigurðar Más Davíðssonar. Bræðurnir Jóhann Þór og Ólafur Ólafssynir sjást hér komnir inn í íþróttahúsið í Grindavík 21 degi eftir rýmingu.S2 Sport Í síðasta þætti, þætti tvö af sex, má sjá þá bræður heimsækja íþróttahúsið í Grindavík 21 degi eftir rýmingu. Þetta er dramatísk heimsókn því það reyndi mikið á þá bræður sem hafa verið alla tíð verið með annan fótinn í íþróttamiðstöðinni í Grindavík. Grindvíkingar voru nýbyrjaðir að spila í nýju íþróttahúsi þegar ósköpin dundu yfir í nóvember í fyrra. Búinn að vera pínu lítill í mér Heimsóknin var daginn eftir erfiðan leik í Bónus deildinni sem tapaðist. Það er augljóst á tilfinningum bræðranna að slæm úrslit tóku verulega á leiðtoga liðsins. „Ég er bara í dag, búinn að vera pínu lítill í mér, í vinnunni í morgun og allt það. Það eru allir svo ákveðnir í því að klára þetta og gera það með stæl,“ sagði Jóhann og heldur áfram: „Það eru allir sem vinna á bak við tjöldin, stjórn og sjálfboðaliðar sem vinna að þessu. Ef við pælum í því þá erum við með sex erlenda leikmenn í karla og kvenna. Það er búið að koma öllu þessu fólki fyrir. Það er aðdáunarvert,“ sagði Jóhann. Það er mesta svekkelsið í þessu „Við erum búin að koma þeim öllum fyrir og hvernig styrktaraðilar og allir hafa lagst á eitt að klára þetta. Þá finnur maður eftir leikinn í gær vanmátt eins og maður hafi brugðist. Að maður sé ekki all in eins og allir hinir. Að maður sé bara að fljóta með og það er mesta svekkelsið í þessu,“ sagði Jóhann sem fer nánar yfir þetta og mikilvægi heimastrákanna. Það má sjá þá síðan fara inn í íþróttahúsið. „Shit hvað mig langar heim“ „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn,“ sagði Jóhann. „Ég fæ fiðring í magann,“ sagði Ólafur. Ólafur sýndi brot sem hrundi úr veggjunum í gamla húsinu. Það mátti líka sjá hvernig viðbyggingin hafði brotnað frá. „Shit hvað mig langar heim. Þetta var kannski ekki sniðugt,“ sagði Ólafur um leið og hann gekk inn í salinn. Það má sjá þetta brot úr þáttunum hér fyrir neðan. Klippa: Bræðurnir koma aftur til Grindavíkur
Grindavík UMF Grindavík Bónus-deild karla Grindavík (þættir) Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira