Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2025 11:03 Olíuflutningaskipið Eagle S hefur legið við ankeri nærri Porvoo í Finnlandi. AP/Antti Aimo-Koivisto Yfirvöld í Finnlandi hafa kyrrsett olíuflutningaskipið Eagle S, sem talið er hafa verið notað til að skemma sæstrengi í Eystrasalti. Samgöngustofa segir að skipið, sem talið er tilheyra svokölluðum skuggaflota Rússa og vera notað til að flytja olíu í trássi við viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi, sé ekki hæft til siglingar. Skipinu verður siglt til hafnar í Finnlandi en það hefur þegar verið við ankeri nærri Provoo í Finnlandi um nokkuð skeið. Samkvæmt frétt Ríkisútvarps Finnlands (YLE) segja forsvarsmenn Samgöngustofunnar að vankantar skipsins snúi að ófullnægjandi eldvörnum, stýribúnaði og ekki nægilega góðu loftræstingarkerfi, svo eitthvað sé nefnt en umfangsmiklar skoðanir eru sagðar hafa verið gerðar á skipinu eftir að finnskir sérsveitarmenn tóku stjórn á því í síðasta mánuði. Það var eftir að skemmdir voru unnar á áðurnefndum sæstrengjum, fjórum samskiptastrengjum og einum raforkustreng, en talið er að stjórnendur skipsins hafi dregið ankeri þess eftir sjávarbotninum yfir sæstrengnum og skemmt hann þannig. Yle segir ankeri hafa fundist á hafsbotni, nærri skemmdum sæstrengnum og virðist það hafa verið dregið tugi kílómetra. Áhöfn skipsins, alls átta menn, eru grunaðir um skemmdarverk, samkvæmt lögreglu Finnlands. Þeir eru í farbanni. Önnur skip sem talin eru hafa tilheyrt áðurnefndum skuggaflota hafa sokkið að undanförnu en mörg þeirra eru talin í mjög slæmu ásigkomulagi. Tvö olíuskip sukku til að mynda í Svartahaf í desember. Skipið er í eigu félagsins Caracella LLC FZ, sem skráð er í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Reuters hefur eftir finnskum lögmanni þess félags að skemmdirnar á sæstrengjunum hafi verið gerðar utan lögsögu Finnlands og því hafi Finnar ekki vald til að halda skipinu. Hann hefur haldið því fram að skipinu hafi verið rænt af Finnum og hefur krafist þess fyrir dómi að því verði skilað. Þeirri kröfu var hafnað. Finnland Skipaflutningar Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sæstrengir Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Grunur leikur á að tuga kílómetra löng slóð sem fannst á hafsbotni tengist mögulegum skemmdarverkum á sæstreng. Finnar rannsaka nú málið. 30. desember 2024 11:50 Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Olíuflutningaskipið Eagle S, sem grunur leikur á að hafi valdið bilun á sæstreng í Eystrasalti, sigldi grunsamlega hægt framhjá strengnum í gær, samkvæmt gögnum MarineTraffic. Skipið er talið vera hluti af hinum rússneska „skuggaflota“. 26. desember 2024 23:19 Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Bilun varð í nótt í sæstreng sem flytur rafmagn á milli Finnlands og Eistlands. Grunur er um að tvö flutningaskip sem voru í nágrenni strengsins þegar hann rofnaði hafi unnið skemmdarverk á honum en annað þeirra var á leið frá Pétursborg í Rússlandi. 26. desember 2024 11:42 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Skipinu verður siglt til hafnar í Finnlandi en það hefur þegar verið við ankeri nærri Provoo í Finnlandi um nokkuð skeið. Samkvæmt frétt Ríkisútvarps Finnlands (YLE) segja forsvarsmenn Samgöngustofunnar að vankantar skipsins snúi að ófullnægjandi eldvörnum, stýribúnaði og ekki nægilega góðu loftræstingarkerfi, svo eitthvað sé nefnt en umfangsmiklar skoðanir eru sagðar hafa verið gerðar á skipinu eftir að finnskir sérsveitarmenn tóku stjórn á því í síðasta mánuði. Það var eftir að skemmdir voru unnar á áðurnefndum sæstrengjum, fjórum samskiptastrengjum og einum raforkustreng, en talið er að stjórnendur skipsins hafi dregið ankeri þess eftir sjávarbotninum yfir sæstrengnum og skemmt hann þannig. Yle segir ankeri hafa fundist á hafsbotni, nærri skemmdum sæstrengnum og virðist það hafa verið dregið tugi kílómetra. Áhöfn skipsins, alls átta menn, eru grunaðir um skemmdarverk, samkvæmt lögreglu Finnlands. Þeir eru í farbanni. Önnur skip sem talin eru hafa tilheyrt áðurnefndum skuggaflota hafa sokkið að undanförnu en mörg þeirra eru talin í mjög slæmu ásigkomulagi. Tvö olíuskip sukku til að mynda í Svartahaf í desember. Skipið er í eigu félagsins Caracella LLC FZ, sem skráð er í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Reuters hefur eftir finnskum lögmanni þess félags að skemmdirnar á sæstrengjunum hafi verið gerðar utan lögsögu Finnlands og því hafi Finnar ekki vald til að halda skipinu. Hann hefur haldið því fram að skipinu hafi verið rænt af Finnum og hefur krafist þess fyrir dómi að því verði skilað. Þeirri kröfu var hafnað.
Finnland Skipaflutningar Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sæstrengir Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Grunur leikur á að tuga kílómetra löng slóð sem fannst á hafsbotni tengist mögulegum skemmdarverkum á sæstreng. Finnar rannsaka nú málið. 30. desember 2024 11:50 Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Olíuflutningaskipið Eagle S, sem grunur leikur á að hafi valdið bilun á sæstreng í Eystrasalti, sigldi grunsamlega hægt framhjá strengnum í gær, samkvæmt gögnum MarineTraffic. Skipið er talið vera hluti af hinum rússneska „skuggaflota“. 26. desember 2024 23:19 Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Bilun varð í nótt í sæstreng sem flytur rafmagn á milli Finnlands og Eistlands. Grunur er um að tvö flutningaskip sem voru í nágrenni strengsins þegar hann rofnaði hafi unnið skemmdarverk á honum en annað þeirra var á leið frá Pétursborg í Rússlandi. 26. desember 2024 11:42 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Grunur leikur á að tuga kílómetra löng slóð sem fannst á hafsbotni tengist mögulegum skemmdarverkum á sæstreng. Finnar rannsaka nú málið. 30. desember 2024 11:50
Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Olíuflutningaskipið Eagle S, sem grunur leikur á að hafi valdið bilun á sæstreng í Eystrasalti, sigldi grunsamlega hægt framhjá strengnum í gær, samkvæmt gögnum MarineTraffic. Skipið er talið vera hluti af hinum rússneska „skuggaflota“. 26. desember 2024 23:19
Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Bilun varð í nótt í sæstreng sem flytur rafmagn á milli Finnlands og Eistlands. Grunur er um að tvö flutningaskip sem voru í nágrenni strengsins þegar hann rofnaði hafi unnið skemmdarverk á honum en annað þeirra var á leið frá Pétursborg í Rússlandi. 26. desember 2024 11:42