Óvæntur glaðningur í veggjunum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. janúar 2025 14:20 Daníel og Aðalsteina hafa gert mikið í húsinu og fundið ýmislegt í veggjunum. Hjón sem vinna að endurbótum á húsi sínu í Bústaðahverfi í Reykjavík hafa fundið ýmsan óvæntan nokkurra áratuga gamlan glaðning í veggjum hússins sem nýttur var sem fóðrun. Meðal þess er dagatal Viðtækjaverzlunar ríkisins frá árinu 1965 og gamall Tópas pakki. „Við gerðum húsið fokhelt fyrir tveimur árum og erum nú að stíga næsta skref og klára efri hæðina. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem maður stendur í svona framkvæmdum, en þetta er stærsta verkefnið og maður hefur fundið ýmislegt í veggjunum, meðal annars bréf af Opal, Suðusúkkulaði og allskonar,“ segir Daníel Sigurbjörnsson sem staðið hefur í framkvæmdunum með konunni sinni Aðalsteinu Gísladóttur. Klippa: Ýmislegt í veggjunum Ljóst sé að allt sem mögulega hafi getað verið nýtt hafi verið nýtt. „Það er engin lygi að hús hafi verið byggð með hverju sem er, hérna eru til dæmis mikið af fjölum sem augljóslega úr kössum sem nýttir voru til að flytja inn bíla í gamla daga, sérstaklega frá Bandaríkjunum. Svo á ég einn grænan lítinn Topas pakka sem var í einum veggnum með engri innihaldslýsingu, svona eins og pakkarnir voru alltaf í gamla daga.“ Daníel útskýrir að hann hafi fundið hann inni í vegg í hjónaherberginu. Pakkinn hafi verið þarna frá því fyrir 1970. Þá voru gerðar breytingar á norðurhluta hússins sem varð þá að hjónarherbergi. Antík Tópas! Sérstaka athygli vakti myndband sem Daníel birti á samfélagsmiðlum þar sem mátti sjá dagatal Viðtækjaverzlunar ríkisins frá 1965 í sérlega góðu ásigkomulagi. Viðtækjaverzlun ríkisins var heildsala sem átti einkarétt á sölu á útvörpum á Íslandi frá 1930 til 1967 þegar hún var lögð niður. Daníel segist hafa kannast við Viðtækjaverzlunina, en fór hann einhvern tímann í hana? „Nei nei nei, ég er nú ekki nema bara 46 ára!“ svarar hann hlæjandi. „En auðvitað vissi ég að þetta hefði verið til, þegar ríkið seldi útvörp og sjónvarpstæki. Svo veit maður ekkert endilega hvort þetta hafi farið upp á þessum tíma en þetta er eins og að vera fastur í tíma.“ Daníel segist í gríni hafa velt því fyrir sér hvort hann ætti sjálfur að skilja eftir minjagripi í veggnum. „Í einu herbergjanna var stórt holrými sem við lokuðum af og ég spáði í því hvort ég ætti að fara í Partýbúðina og láta eina beinagrind liggja þar fyrir þann sem kemur næst,“ segir hann hlæjandi. Hjónin hafa ekki látið deigan síga. Þau hafa líka tekið til hendinni í garðinum og byggt pall. Hús og heimili Fasteignamarkaður Reykjavík Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira
„Við gerðum húsið fokhelt fyrir tveimur árum og erum nú að stíga næsta skref og klára efri hæðina. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem maður stendur í svona framkvæmdum, en þetta er stærsta verkefnið og maður hefur fundið ýmislegt í veggjunum, meðal annars bréf af Opal, Suðusúkkulaði og allskonar,“ segir Daníel Sigurbjörnsson sem staðið hefur í framkvæmdunum með konunni sinni Aðalsteinu Gísladóttur. Klippa: Ýmislegt í veggjunum Ljóst sé að allt sem mögulega hafi getað verið nýtt hafi verið nýtt. „Það er engin lygi að hús hafi verið byggð með hverju sem er, hérna eru til dæmis mikið af fjölum sem augljóslega úr kössum sem nýttir voru til að flytja inn bíla í gamla daga, sérstaklega frá Bandaríkjunum. Svo á ég einn grænan lítinn Topas pakka sem var í einum veggnum með engri innihaldslýsingu, svona eins og pakkarnir voru alltaf í gamla daga.“ Daníel útskýrir að hann hafi fundið hann inni í vegg í hjónaherberginu. Pakkinn hafi verið þarna frá því fyrir 1970. Þá voru gerðar breytingar á norðurhluta hússins sem varð þá að hjónarherbergi. Antík Tópas! Sérstaka athygli vakti myndband sem Daníel birti á samfélagsmiðlum þar sem mátti sjá dagatal Viðtækjaverzlunar ríkisins frá 1965 í sérlega góðu ásigkomulagi. Viðtækjaverzlun ríkisins var heildsala sem átti einkarétt á sölu á útvörpum á Íslandi frá 1930 til 1967 þegar hún var lögð niður. Daníel segist hafa kannast við Viðtækjaverzlunina, en fór hann einhvern tímann í hana? „Nei nei nei, ég er nú ekki nema bara 46 ára!“ svarar hann hlæjandi. „En auðvitað vissi ég að þetta hefði verið til, þegar ríkið seldi útvörp og sjónvarpstæki. Svo veit maður ekkert endilega hvort þetta hafi farið upp á þessum tíma en þetta er eins og að vera fastur í tíma.“ Daníel segist í gríni hafa velt því fyrir sér hvort hann ætti sjálfur að skilja eftir minjagripi í veggnum. „Í einu herbergjanna var stórt holrými sem við lokuðum af og ég spáði í því hvort ég ætti að fara í Partýbúðina og láta eina beinagrind liggja þar fyrir þann sem kemur næst,“ segir hann hlæjandi. Hjónin hafa ekki látið deigan síga. Þau hafa líka tekið til hendinni í garðinum og byggt pall.
Hús og heimili Fasteignamarkaður Reykjavík Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira