85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. janúar 2025 20:04 Úlfar Sveinbjörnsson, 85 ára útskurðarmeistari á Selfossi með fugla, sem hann hefur tálgað og málað. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íslenskt birki breytist í fallega fugla í höndum 85 ára útskurðarmeistara á Selfossi, sem veit ekkert skemmtilegra en að tálga fugla og mála þá. Lóa, spói, jaðrakan, hrossagaukur og þúfutittlingur eru í mestu uppáhaldi hjá honum. Hér erum við að tala um Úlfar Sveinbjörnsson, eða Úlla eins og hann er alltaf kallaður en hann er með fína aðstöðu í bílskúrnum heima hjá sér í Baugstjörninni á Selfossi þar sem hann er meira og minna alla daga að tálga fugla, sem eru ótrúlega fallegir hjá honum. En hvaða við notar hann í fuglana? „Birki, nýfellt birki, blautt birki. Það er mjög gott að vinna úr því þegar það er blautt, þá tálgast það vel,” segir Úlli. Eftir að Úlli hefur tálgað fuglana þá er þeim skellt í örbylgjuofn í smá tíma til að þurrka viðinn og svo málar hann fuglabaog setur fæturna á þá,auk þess að bora fyrir augunum. Situr við þú við alla daga? „Já meira og minna flesta daga.” Og hvað ertu að hugsa þegar þú ert að vinna við þetta? „Hvað lífið er dásamlegt og að getað dundað við þetta í rólegheitum. Þetta gefur mér allt,” segir Úlli. Þrátt fyrir að Úlli sé orðin 85 ára þá segist hann ekkert vera skjálfhentur og hann hefur aldrei notað gleraugu. Hann segist hafa byrjað að tálga karlaeftir að hafa farið á sérstakt tálgunámskeið en svo sá hann að fuglarnir hentuðu sér miklu betur og hann hefur ekki sleppt þeim síðan. Úlli situr við meira og minna alla daga vikunnar og tálgar mismunandi tegundir af fuglum. Lóa, spói, jaðrakan, hrossagaukur og þúfutittlingur eru í mestu uppáhaldi hjá honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvernig veistu til dæmis hvað nefið á að vera langt á Hrossagauknum ? „Það er nú bara sirka, það er nú svolítið ýkt stundum, Hann er líka svo skemmtilegur fugl, hljóðin í honum á vorin þegar hann er að vakta kerlinguna,” segir Úlli. Og Úlli tálgar líka dúfur eins og ekkert sé enda margir hrifnir af þeim hjá honum og svo hefur hann verið að leika sér að útbúa allskonar skálar, sem eru virkilega fallegar hjá honum en þær eru úr birki og furu. uppáhaldi hjá honum. Bílskúrinn heima hjá Úlla á Selfossi er hans uppáhaldsstaður í húsinu hans. Hann segir að allir séu velkomnir að kíkja í heimsókn, það sé samt gott að hringja á undan sér. Hann er í símaskránni og á ja.isMagnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Handverk Skógrækt og landgræðsla Eldri borgarar Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Sjá meira
Hér erum við að tala um Úlfar Sveinbjörnsson, eða Úlla eins og hann er alltaf kallaður en hann er með fína aðstöðu í bílskúrnum heima hjá sér í Baugstjörninni á Selfossi þar sem hann er meira og minna alla daga að tálga fugla, sem eru ótrúlega fallegir hjá honum. En hvaða við notar hann í fuglana? „Birki, nýfellt birki, blautt birki. Það er mjög gott að vinna úr því þegar það er blautt, þá tálgast það vel,” segir Úlli. Eftir að Úlli hefur tálgað fuglana þá er þeim skellt í örbylgjuofn í smá tíma til að þurrka viðinn og svo málar hann fuglabaog setur fæturna á þá,auk þess að bora fyrir augunum. Situr við þú við alla daga? „Já meira og minna flesta daga.” Og hvað ertu að hugsa þegar þú ert að vinna við þetta? „Hvað lífið er dásamlegt og að getað dundað við þetta í rólegheitum. Þetta gefur mér allt,” segir Úlli. Þrátt fyrir að Úlli sé orðin 85 ára þá segist hann ekkert vera skjálfhentur og hann hefur aldrei notað gleraugu. Hann segist hafa byrjað að tálga karlaeftir að hafa farið á sérstakt tálgunámskeið en svo sá hann að fuglarnir hentuðu sér miklu betur og hann hefur ekki sleppt þeim síðan. Úlli situr við meira og minna alla daga vikunnar og tálgar mismunandi tegundir af fuglum. Lóa, spói, jaðrakan, hrossagaukur og þúfutittlingur eru í mestu uppáhaldi hjá honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvernig veistu til dæmis hvað nefið á að vera langt á Hrossagauknum ? „Það er nú bara sirka, það er nú svolítið ýkt stundum, Hann er líka svo skemmtilegur fugl, hljóðin í honum á vorin þegar hann er að vakta kerlinguna,” segir Úlli. Og Úlli tálgar líka dúfur eins og ekkert sé enda margir hrifnir af þeim hjá honum og svo hefur hann verið að leika sér að útbúa allskonar skálar, sem eru virkilega fallegar hjá honum en þær eru úr birki og furu. uppáhaldi hjá honum. Bílskúrinn heima hjá Úlla á Selfossi er hans uppáhaldsstaður í húsinu hans. Hann segir að allir séu velkomnir að kíkja í heimsókn, það sé samt gott að hringja á undan sér. Hann er í símaskránni og á ja.isMagnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Handverk Skógrækt og landgræðsla Eldri borgarar Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Sjá meira