Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Valur Páll Eiríksson skrifar 10. janúar 2025 22:07 Hákon var tosaður hressilega niður í teignum og fékk víti auk þess sem sá brotlegi var sendur í sturtu. Vítið klúðraðist og svekkjandi jafntefli niðurstaðan. Geert van Erven/Soccrates/Getty Images Hákon Arnar Haraldsson spilaði allan leikinn í svekkjandi markalausu jafntefli liðs hans Lille við Auxerre í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Hákon var í byrjunarliði Lille, sem er í harðri baráttu í kringum Evrópusætin í efri hluta deildarinnar, er liðið heimsótti Auxerre á Stade de l'Abbe-Deschamps í kvöld. Óhætt er að segja að leikurinn hafi ekki verið mikið fyrir augað og í raun fátt hægt að taka til í frásögn af honum. Markverðasta atvik leiksins var snemma í síðari hálfleik. Þá fékk Hákon Arnar fyrirgjöf frá hægri og var einn og óvaldaður á markteig. Paul Joly, varnarmaður Auxerre, tosaði hann viljandi niður. Hann fékk beint rautt spjald fyrir að ræna Hákon upplögðu marktækifæri með þeim hætti og vítaspyrna dæmd. Jonathan David steig á punktinn en Theo De Percin, markvörður Auxerre, varði slaka spyrnu kanadíska framherjans. Lille stýrði ferðinni manni fleiri næstu 40 mínútur en gekk bölvanlega að skapa færi gegn þéttu liði Auxerre. Steindautt markalaust jafntefli niðurstaðan sem er eflaust mikil vonbrigði fyrir Hákon og félaga. Lille er í fjórða sæti með 29 stig, tveimur frá Mónakó sem er þar fyrir ofan. Lyon og Nice eru næstu lið á eftir Lille og geta farið upp fyrir Hákon og félaga með sigrum í þeirra leikjum um helgina. Auxerre er í níunda sæti með 22 stig. Franski boltinn Fótbolti Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Hákon var í byrjunarliði Lille, sem er í harðri baráttu í kringum Evrópusætin í efri hluta deildarinnar, er liðið heimsótti Auxerre á Stade de l'Abbe-Deschamps í kvöld. Óhætt er að segja að leikurinn hafi ekki verið mikið fyrir augað og í raun fátt hægt að taka til í frásögn af honum. Markverðasta atvik leiksins var snemma í síðari hálfleik. Þá fékk Hákon Arnar fyrirgjöf frá hægri og var einn og óvaldaður á markteig. Paul Joly, varnarmaður Auxerre, tosaði hann viljandi niður. Hann fékk beint rautt spjald fyrir að ræna Hákon upplögðu marktækifæri með þeim hætti og vítaspyrna dæmd. Jonathan David steig á punktinn en Theo De Percin, markvörður Auxerre, varði slaka spyrnu kanadíska framherjans. Lille stýrði ferðinni manni fleiri næstu 40 mínútur en gekk bölvanlega að skapa færi gegn þéttu liði Auxerre. Steindautt markalaust jafntefli niðurstaðan sem er eflaust mikil vonbrigði fyrir Hákon og félaga. Lille er í fjórða sæti með 29 stig, tveimur frá Mónakó sem er þar fyrir ofan. Lyon og Nice eru næstu lið á eftir Lille og geta farið upp fyrir Hákon og félaga með sigrum í þeirra leikjum um helgina. Auxerre er í níunda sæti með 22 stig.
Franski boltinn Fótbolti Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira