Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. janúar 2025 12:24 Bjarni Benediktsson hefur ákveðið að segja skilið við pólitíkina. Kollegi hans og samstarfsmaður í ríkisstjórn til sjö ára, Sigurður Ingi Jóhannsson, er hins vegar ekki á förum miðað við síðustu yfirlýsingar hans. Vísir/Vilhelm Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kemur saman á mánudag, þar sem til umræðu verða umdeildar hugmyndir um að fresta landsfundi. Á sama tíma hafa Framsóknarmenn til umræðu að flýta flokksþingi sínu. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, hefur bæst í hóp þeirra Sjálfstæðismanna sem telja að ekki eigi að fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Hávær umræða hefur verið um að fresta landsfundi, sem fyrirhugaður er í lok febrúar, fram á vor eða jafnvel haust. Sjá einnig: Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Meðal ástæða sem nefndar hafa verið er að í febrúar sé allra veðra von, og því mögulega illfært til Reykjavíkur fyrir sjálfstæðisfólk úti á landi. Að sama skapi hafi dagsetningin verið valin með það í huga að vera upptaktur fyrir prófkjör og kosningabaráttu í aðdraganda þingkosninga, sem farið hafi fram fyrr en gert var ráð fyrir. Vont ef óvissa er uppi Í grein sem birtist í morgun segist Þórdís telja rétt að dagsetningin haldi, þar sem ótækt sé að óvissa ríki um forystu stærsta stjórnmálaflokksins í stjórnarnandstöðu. Miðstjórn flokksins tekur endanlega ákvörðun um tímasetningu fundarins. Samkvæmt heimildum fréttastofu kemur hún saman á mánudag. Þórdís er ein þeirra sem sterklega hefur verið orðuð við framboð til formannsembættis í Sjálfstæðisflokknum, sér í lagi eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri, heldur kveðja hið pólitíska svið. Áður en Bjarni greindi frá brotthvarfi sínu hafi Þórdís lýst yfir vilja til að leiða flokkinn þegar fram liðu stundir. Hún er þó langt frá því að vera sú eina sem nefnd hefur verið í þessu samhengi. Hér að neðan má sjá samantekt fréttastofu um þau sem hvað tíðast eru mátuð við hlutverkið: Flýta framsóknarmenn sér? Á sama tíma og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins skeggræðir hvort halda eigi við settan dag eða fresta fundi, virðast Framsóknarmenn í þveröfugum hugleiðingum. Morgunblaðið greinir frá því að framkvæmdastjórn flokksins hefði ákveðið að kalla saman landsstjórn flokksins þann 30. janúar, að beiðni kjördæmasambands flokksins í Reykjavík. Landsstjórnin muni svo boða fund hjá miðstjórn Framsóknar, sem muni í kjölfarið fjalla um beiðni kjördæmissambandsins um að flýta flokksþingi, sem er æðsta vald í málefnum Framsóknarflokksins. Mogginn greinir þá frá því að innan Framsóknar sé uppi umræða um að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, þurfi að axla ábyrgð á dræmu gengi flokksins í kosningum. Sjálfur hefur Sigurður ekki sagt neitt fararsnið á sér. Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, hefur bæst í hóp þeirra Sjálfstæðismanna sem telja að ekki eigi að fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Hávær umræða hefur verið um að fresta landsfundi, sem fyrirhugaður er í lok febrúar, fram á vor eða jafnvel haust. Sjá einnig: Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Meðal ástæða sem nefndar hafa verið er að í febrúar sé allra veðra von, og því mögulega illfært til Reykjavíkur fyrir sjálfstæðisfólk úti á landi. Að sama skapi hafi dagsetningin verið valin með það í huga að vera upptaktur fyrir prófkjör og kosningabaráttu í aðdraganda þingkosninga, sem farið hafi fram fyrr en gert var ráð fyrir. Vont ef óvissa er uppi Í grein sem birtist í morgun segist Þórdís telja rétt að dagsetningin haldi, þar sem ótækt sé að óvissa ríki um forystu stærsta stjórnmálaflokksins í stjórnarnandstöðu. Miðstjórn flokksins tekur endanlega ákvörðun um tímasetningu fundarins. Samkvæmt heimildum fréttastofu kemur hún saman á mánudag. Þórdís er ein þeirra sem sterklega hefur verið orðuð við framboð til formannsembættis í Sjálfstæðisflokknum, sér í lagi eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri, heldur kveðja hið pólitíska svið. Áður en Bjarni greindi frá brotthvarfi sínu hafi Þórdís lýst yfir vilja til að leiða flokkinn þegar fram liðu stundir. Hún er þó langt frá því að vera sú eina sem nefnd hefur verið í þessu samhengi. Hér að neðan má sjá samantekt fréttastofu um þau sem hvað tíðast eru mátuð við hlutverkið: Flýta framsóknarmenn sér? Á sama tíma og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins skeggræðir hvort halda eigi við settan dag eða fresta fundi, virðast Framsóknarmenn í þveröfugum hugleiðingum. Morgunblaðið greinir frá því að framkvæmdastjórn flokksins hefði ákveðið að kalla saman landsstjórn flokksins þann 30. janúar, að beiðni kjördæmasambands flokksins í Reykjavík. Landsstjórnin muni svo boða fund hjá miðstjórn Framsóknar, sem muni í kjölfarið fjalla um beiðni kjördæmissambandsins um að flýta flokksþingi, sem er æðsta vald í málefnum Framsóknarflokksins. Mogginn greinir þá frá því að innan Framsóknar sé uppi umræða um að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, þurfi að axla ábyrgð á dræmu gengi flokksins í kosningum. Sjálfur hefur Sigurður ekki sagt neitt fararsnið á sér.
Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira