Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. janúar 2025 08:14 Kristersson segir Svía myndu taka þátt í auknu eftirliti með neðansjávarinnviðum. AP/Sergei Grits Svíþjóð er hvorki í stríði né býr það við frið, segir forsætisráðherrann Ulf Kristersson. Hann greindi frá því um helgina að Svíar myndu taka þátt í hertu eftirliti Atlantshafsbandalagsins á Eystrasalti. Svíþjóð mun leggja til allt að þrjú herskip og eina eftirlitsflugvél til að fylgjast með mikilvægum innviðum og „skuggaflota“ Rússa og freista þess að koma í veg fyrir frekari skemmdir. Kristersson sagði á árlegu málþingi um öryggismál um helgina að það væri ekki hægt að útiloka að fjandsamlegar aðgerðir væru orsakavaldur skemmda á hinum ýmsu sæstrengjum síðustu misseri. „Svíþjóð er ekki í stríði en það ríkir heldur ekki friður,“ sagði forsætisráðherrann. „Sannur friður krefst frelsis og lausnar frá alvarlegum átökum milli ríkja. En við og nágrannar okkar sætum blönduðum árásum, ekki vélmanna og hermanna, heldur tölva, fjármuna, upplýsingaóreiðu og hættunni á skemmdarverkum.“ Hann sagði þá sem vildu frið þurfa að vera undirbúna fyrir átök. Kristersson sagði rannsókn á mögulegum skemmdarverkum skipsins Eagle S á sæstrengjum milli Finnlands og Eistlands standa yfir. Svíar myndu ekki saka neinn um skemmdarverk án þess að hafa eitthvað fyrir sér. Hins vegar væru þeir ekki heldur nein kjánaprik og það væri ólíklegt að áhöfn á skipi myndi draga akkeri og 300 metra keðju yfir 100 kílómetra án þess að taka eftir því. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Svíþjóð Rússland Sæstrengir Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Svíþjóð mun leggja til allt að þrjú herskip og eina eftirlitsflugvél til að fylgjast með mikilvægum innviðum og „skuggaflota“ Rússa og freista þess að koma í veg fyrir frekari skemmdir. Kristersson sagði á árlegu málþingi um öryggismál um helgina að það væri ekki hægt að útiloka að fjandsamlegar aðgerðir væru orsakavaldur skemmda á hinum ýmsu sæstrengjum síðustu misseri. „Svíþjóð er ekki í stríði en það ríkir heldur ekki friður,“ sagði forsætisráðherrann. „Sannur friður krefst frelsis og lausnar frá alvarlegum átökum milli ríkja. En við og nágrannar okkar sætum blönduðum árásum, ekki vélmanna og hermanna, heldur tölva, fjármuna, upplýsingaóreiðu og hættunni á skemmdarverkum.“ Hann sagði þá sem vildu frið þurfa að vera undirbúna fyrir átök. Kristersson sagði rannsókn á mögulegum skemmdarverkum skipsins Eagle S á sæstrengjum milli Finnlands og Eistlands standa yfir. Svíar myndu ekki saka neinn um skemmdarverk án þess að hafa eitthvað fyrir sér. Hins vegar væru þeir ekki heldur nein kjánaprik og það væri ólíklegt að áhöfn á skipi myndi draga akkeri og 300 metra keðju yfir 100 kílómetra án þess að taka eftir því. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Svíþjóð Rússland Sæstrengir Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira