Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar 13. janúar 2025 09:31 Myndirðu gefa barninu þínu sígarettu? Líklega ekki. En hvað ef það myndi hjálpa barninu þínu að kynnast öðrum börnum og eignast nýja vini. Hjá flestum er svarið sennilega ennþá hart nei. Hvað ef þeim leiðist? Það er ákveðin afþreying að reykja. Þá leiðist þeim kannski minna. Flestum þætti það samt ekki boðlegt. En þegar sígarettu er skipt út fyrir samfélagsmiðla og snjallsíma. Þá vefst fleirum tunga um tönn. Sjálfur er ég almennt frekar frjálslyndur og markaðsþenkjandi. Fullorðið fólk á rétt á því að taka misgáfulegar ákvarðanir, og taka þá ábyrgð á því. Eins og að reykja sígarettur eða hanga í símanum. Það eru þín réttindi sem fullráða einstaklingur. En hvað með börn. Er sniðugt að þau hafi í höndum sér aðgang að öllu sem netið hefur uppá að bjóða? Hverjum þjónar það. Eru það hagsmunir barna að færustu sérfræðingar einkageirans hafa nánast óheft aðgengi að athygli þeirra? Mögulega eru einhverjir sammála því. Að frjálsi markaðurinn leiðrétti vandann. Hvað með aðila sem reyna að tengjast börnum í annarlegum tilgangi í gegnum samfélagsmiðla. Eiga þeir heimtingu á samskiptum við börn? Held ekki….. Þetta snýst líka um þroska og ábyrgð. Snjallsímar með myndavélar. Er það frábær hugmynd að ólögráða einstaklingur sé með tök á því að geta undir öllum kringumstæðum tekið upp myndbönd af jafningjum sínum og dreift þeim? Getum við gert kröfu að þau hafi þroska til að taka meðvitaðar ákvarðanir hverju á að deila og hverju ekki? Viljum við að allt sé opið og í almennri dreifingu á netinu? Hvernig ætli sé að gera mistök í samskiptum á táningsaldri nú til dags? Eitthvað vandræðalegt augnablik sem ætti að vera minning en ekki myndband sem ávallt er hægt að fletta upp. Að vera með skemmtigarð í höndum alla daga og sérmótaða afþreyingu sem keppir við raunheiminn getur ekki verið gott til framtíðar. Það er hollt að leiðast öðru hverju. Horfa í augun á öðru fólki, jafnvel spjalla og leika sér. Þá verða töfrarnir til. Höfundur er kennari og þjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Myndirðu gefa barninu þínu sígarettu? Líklega ekki. En hvað ef það myndi hjálpa barninu þínu að kynnast öðrum börnum og eignast nýja vini. Hjá flestum er svarið sennilega ennþá hart nei. Hvað ef þeim leiðist? Það er ákveðin afþreying að reykja. Þá leiðist þeim kannski minna. Flestum þætti það samt ekki boðlegt. En þegar sígarettu er skipt út fyrir samfélagsmiðla og snjallsíma. Þá vefst fleirum tunga um tönn. Sjálfur er ég almennt frekar frjálslyndur og markaðsþenkjandi. Fullorðið fólk á rétt á því að taka misgáfulegar ákvarðanir, og taka þá ábyrgð á því. Eins og að reykja sígarettur eða hanga í símanum. Það eru þín réttindi sem fullráða einstaklingur. En hvað með börn. Er sniðugt að þau hafi í höndum sér aðgang að öllu sem netið hefur uppá að bjóða? Hverjum þjónar það. Eru það hagsmunir barna að færustu sérfræðingar einkageirans hafa nánast óheft aðgengi að athygli þeirra? Mögulega eru einhverjir sammála því. Að frjálsi markaðurinn leiðrétti vandann. Hvað með aðila sem reyna að tengjast börnum í annarlegum tilgangi í gegnum samfélagsmiðla. Eiga þeir heimtingu á samskiptum við börn? Held ekki….. Þetta snýst líka um þroska og ábyrgð. Snjallsímar með myndavélar. Er það frábær hugmynd að ólögráða einstaklingur sé með tök á því að geta undir öllum kringumstæðum tekið upp myndbönd af jafningjum sínum og dreift þeim? Getum við gert kröfu að þau hafi þroska til að taka meðvitaðar ákvarðanir hverju á að deila og hverju ekki? Viljum við að allt sé opið og í almennri dreifingu á netinu? Hvernig ætli sé að gera mistök í samskiptum á táningsaldri nú til dags? Eitthvað vandræðalegt augnablik sem ætti að vera minning en ekki myndband sem ávallt er hægt að fletta upp. Að vera með skemmtigarð í höndum alla daga og sérmótaða afþreyingu sem keppir við raunheiminn getur ekki verið gott til framtíðar. Það er hollt að leiðast öðru hverju. Horfa í augun á öðru fólki, jafnvel spjalla og leika sér. Þá verða töfrarnir til. Höfundur er kennari og þjálfari.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar