Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar 13. janúar 2025 15:31 Íslenskt lýðræði byggir á grunnstoðum sem fela í sér að stjórnmálaflokkar virki sem lýðræðislegur vettvangur þar sem félagsmenn hafa tækifæri til að taka þátt í ákvörðunum og móta stefnu. Við búum við kerfi þar sem vænst er að flokkar haldi landsfundi, þar sem forysta er kjörin á lýðræðislegan hátt, og kjördæmaráð sjá um að tryggja uppstillingu frambjóðenda í prófkjörum eða á annan lýðræðislegan hátt. Ég hef sjálfur tekið þátt í því að fjárframlög til stjórnmálaflokka væru nægileg til að viðhalda almennu félagsstarfi, halda flokkum gangandi og skapa vettvang fyrir félagsmenn til að móta samþykktir og stefnumál. Slík uppbygging er nauðsynleg fyrir virkt lýðræði og eflingu samfélagsins. Hins vegar stöndum við nú frammi fyrir alvarlegu vandamáli. Einn flokkur sem situr í ríkisstjórn fer þvert gegn þessum lýðræðislegu grunngildum. Sá flokkur heldur hvorki landsfundi né kjördæmaráðsfundi og heldur engan fjölmennan félagsfund þar sem málefnaskrá er mótuð. Þrátt fyrir þetta fær flokkurinn rífleg opinber framlög úr ríkissjóði, sem eru ætluð til að styðja flokkstarf og styrkja lýðræðislega þátttöku, en engu slíku er til að dreifa í þessu tilfelli. Þessi staða er óviðunandi. Hún vekur áleitnar spurningar: Er ásættanlegt að stjórnmálaflokkar, sem hafa enga lýðræðislega uppbyggingu og virkja ekki félagsstarf, fái opinber framlög? Eru samstarfsflokkar í ríkisstjórn tilbúnir að líta framhjá þessu og veita slíku skipulagi lögmæti með samstarfi sínu? Við verðum að spyrja okkur hvers konar lýðræði við viljum byggja upp. Ef stjórnmálaflokkar virka ekki á lýðræðislegan hátt, hvernig getum við vænst þess að þeir stuðli að lýðræðislegum vinnubrögðum í stjórnsýslu? Það er ekki bara á ábyrgð stjórnmálaflokka sjálfra heldur okkar allra, kjósenda og þegna, að halda vöku okkar og krefjast þess að flokkar sem þiggja fjárframlög úr sameiginlegum sjóðum starfi í anda lýðræðis. Því ef lýðræðið rofnar innan flokkanna, þá mun það á endanum rofna í samfélaginu sjálfu. Hvað finnst þér? Er þetta í lagi? Eða þurfum við að krefjast breytinga? Lýðræði er ekki sjálfgefið – við þurfum að standa vörð um það. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Svanur Guðmundsson Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslenskt lýðræði byggir á grunnstoðum sem fela í sér að stjórnmálaflokkar virki sem lýðræðislegur vettvangur þar sem félagsmenn hafa tækifæri til að taka þátt í ákvörðunum og móta stefnu. Við búum við kerfi þar sem vænst er að flokkar haldi landsfundi, þar sem forysta er kjörin á lýðræðislegan hátt, og kjördæmaráð sjá um að tryggja uppstillingu frambjóðenda í prófkjörum eða á annan lýðræðislegan hátt. Ég hef sjálfur tekið þátt í því að fjárframlög til stjórnmálaflokka væru nægileg til að viðhalda almennu félagsstarfi, halda flokkum gangandi og skapa vettvang fyrir félagsmenn til að móta samþykktir og stefnumál. Slík uppbygging er nauðsynleg fyrir virkt lýðræði og eflingu samfélagsins. Hins vegar stöndum við nú frammi fyrir alvarlegu vandamáli. Einn flokkur sem situr í ríkisstjórn fer þvert gegn þessum lýðræðislegu grunngildum. Sá flokkur heldur hvorki landsfundi né kjördæmaráðsfundi og heldur engan fjölmennan félagsfund þar sem málefnaskrá er mótuð. Þrátt fyrir þetta fær flokkurinn rífleg opinber framlög úr ríkissjóði, sem eru ætluð til að styðja flokkstarf og styrkja lýðræðislega þátttöku, en engu slíku er til að dreifa í þessu tilfelli. Þessi staða er óviðunandi. Hún vekur áleitnar spurningar: Er ásættanlegt að stjórnmálaflokkar, sem hafa enga lýðræðislega uppbyggingu og virkja ekki félagsstarf, fái opinber framlög? Eru samstarfsflokkar í ríkisstjórn tilbúnir að líta framhjá þessu og veita slíku skipulagi lögmæti með samstarfi sínu? Við verðum að spyrja okkur hvers konar lýðræði við viljum byggja upp. Ef stjórnmálaflokkar virka ekki á lýðræðislegan hátt, hvernig getum við vænst þess að þeir stuðli að lýðræðislegum vinnubrögðum í stjórnsýslu? Það er ekki bara á ábyrgð stjórnmálaflokka sjálfra heldur okkar allra, kjósenda og þegna, að halda vöku okkar og krefjast þess að flokkar sem þiggja fjárframlög úr sameiginlegum sjóðum starfi í anda lýðræðis. Því ef lýðræðið rofnar innan flokkanna, þá mun það á endanum rofna í samfélaginu sjálfu. Hvað finnst þér? Er þetta í lagi? Eða þurfum við að krefjast breytinga? Lýðræði er ekki sjálfgefið – við þurfum að standa vörð um það. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun