Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2025 08:30 Birkir Már Sævarsson sendi Brann-fólki skemmtilega kveðju á Instagram, eftir að Freyr Alexandersson var kynntur sem nýr þjálfari liðsins. @birkir84/brann.no Norskir fjölmiðlar fjölmenntu á blaðamannafund í Bergen í gærkvöld þegar Freyr Alexandersson var kynntur sem nýr aðalþjálfari fótboltaliðs Brann. Hann skrifaði undir samning sem gildir til næstu þriggja ára. Freyr hefur þar með formlega bæst við hóp fjölmargra Íslendinga sem hafa verið á mála hjá Brann í gegnum tíðina. Hann er annar íslenski þjálfarinn, á eftir Teiti Þórðarsyni, til að stýra liðinu sem hafnaði í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar í fyrra. Auk þess hafa margir íslenskir leikmenn spilað með Brann, til að mynda Birkir Már Sævarsson sem sendi skemmtilega kveðju á Instagram og birti gamla mynd af sér með Frey þar sem þeir voru berir að ofan. „Óska Brann og Bergen til hamingju með þennan yndislega gaur,“ skrifaði Birkir sem er enn vinsæll á meðal stuðningsmanna Brann eftir tíma sinn þar. Blaðamaður BA sýndi Frey myndina: „Nei, þetta er geðveikt! Við hengum mikið saman í háskólanum. En burtu með myndina!“ sagði Freyr léttur. Birkir er á meðal þeirra sem Freyr hefur rætt við um Brann sem Freyr segir vera lið sem alla þjálfara á Norðurlöndum langi til að stýra: „Ein stærsta ástæðan fyrir því að ég valdi Brann er menningin sem hefur verið sköpuð hérna í Bergen. Stuðningsmennirnir… Það sem þið hafið hérna er eitthvað sem flest önnur félög í Skandinavíu dreymir um. Það hefur hópur Íslendinga verið hérna og ég hef talað við marga. Allir tala brjálæðislega vel um Brann og Bergen. Þeir nefna reyndar rigninguna en ég get alveg lifað með henni,“ sagði Freyr við BA. Vill halda Huseklepp sem vildi starfið Freyr tekur með sér aðstoðarþjálfarann Jonathan Hartmann sem starfað hefur með Frey frá því í Lyngby í Danmörku og því einnig hjá Kortrijk í Belgíu. Freyr vonast svo eftir því að halda Erik Huseklepp í þjálfarateyminu en Huseklepp var í teymi Eirik Horneland, forvera Freys, og hafði sjálfur áhuga á að taka við sem aðalþjálfari. Freyr kveðst þegar vera búinn að senda inn óskalista um leikmenn til að styrkja lið Brann sem eins og fyrr segir var nálægt því að landa norska meistaratitlinum á síðustu leiktíð. Það hefur liðinu þó ekki tekist síðan árið 2007, þá með Ólaf Örn Bjarnason, Ármann Smára Björnsson og Kristján Örn Sigurðsson innanborðs. Frey er nú treyst fyrir því að ljúka biðinni. „Ég finn fyrir stolti og ánægju. Ég hlakka mikið til,“ segir Freyr sem hefur nú tvo og hálfan mánuð þar til að keppni í norsku úrvalsdeildinni hefst. Norski boltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Sjá meira
Freyr hefur þar með formlega bæst við hóp fjölmargra Íslendinga sem hafa verið á mála hjá Brann í gegnum tíðina. Hann er annar íslenski þjálfarinn, á eftir Teiti Þórðarsyni, til að stýra liðinu sem hafnaði í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar í fyrra. Auk þess hafa margir íslenskir leikmenn spilað með Brann, til að mynda Birkir Már Sævarsson sem sendi skemmtilega kveðju á Instagram og birti gamla mynd af sér með Frey þar sem þeir voru berir að ofan. „Óska Brann og Bergen til hamingju með þennan yndislega gaur,“ skrifaði Birkir sem er enn vinsæll á meðal stuðningsmanna Brann eftir tíma sinn þar. Blaðamaður BA sýndi Frey myndina: „Nei, þetta er geðveikt! Við hengum mikið saman í háskólanum. En burtu með myndina!“ sagði Freyr léttur. Birkir er á meðal þeirra sem Freyr hefur rætt við um Brann sem Freyr segir vera lið sem alla þjálfara á Norðurlöndum langi til að stýra: „Ein stærsta ástæðan fyrir því að ég valdi Brann er menningin sem hefur verið sköpuð hérna í Bergen. Stuðningsmennirnir… Það sem þið hafið hérna er eitthvað sem flest önnur félög í Skandinavíu dreymir um. Það hefur hópur Íslendinga verið hérna og ég hef talað við marga. Allir tala brjálæðislega vel um Brann og Bergen. Þeir nefna reyndar rigninguna en ég get alveg lifað með henni,“ sagði Freyr við BA. Vill halda Huseklepp sem vildi starfið Freyr tekur með sér aðstoðarþjálfarann Jonathan Hartmann sem starfað hefur með Frey frá því í Lyngby í Danmörku og því einnig hjá Kortrijk í Belgíu. Freyr vonast svo eftir því að halda Erik Huseklepp í þjálfarateyminu en Huseklepp var í teymi Eirik Horneland, forvera Freys, og hafði sjálfur áhuga á að taka við sem aðalþjálfari. Freyr kveðst þegar vera búinn að senda inn óskalista um leikmenn til að styrkja lið Brann sem eins og fyrr segir var nálægt því að landa norska meistaratitlinum á síðustu leiktíð. Það hefur liðinu þó ekki tekist síðan árið 2007, þá með Ólaf Örn Bjarnason, Ármann Smára Björnsson og Kristján Örn Sigurðsson innanborðs. Frey er nú treyst fyrir því að ljúka biðinni. „Ég finn fyrir stolti og ánægju. Ég hlakka mikið til,“ segir Freyr sem hefur nú tvo og hálfan mánuð þar til að keppni í norsku úrvalsdeildinni hefst.
Norski boltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Sjá meira