Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar 14. janúar 2025 10:31 Jaa, við skulum skoða það. Um áramótin 2023/2024 voru nokkrar breytingar gerðar á ívilnana- og gjaldakerfi sem snéru að nýskráningu og notkun rafbíla. Ívilnanir færðust úr því að rafbílar voru undanþegnir virðisaukaskatti upp á allt að 1.360 þús. kr. í fastan 900 þús. kr. styrk á hvern rafbíl óháð verði. Rafbílar yfir 10 m.kr. voru og eru þó ekki styrkhæfir. Að auki bættust við 5% vörugjöld á rafbíla og kílómetragjald á sama tíma. Umræða hefur farið af stað um meint áhrif þessara breytinga og hrun í sölu rafbíla. Hvert er markmiðið? Eitt meginmarkmiða með því að styrkja kaup á rafbílum er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en stjórnvöld hafa sett sér háleit markmið í þeim efnum. Það má þó segja að besta leiðin til að draga úr losun í vegasamgöngum er að fækka eknum kílómetrum knúnum jarðefnaeldsneyti. Ódýrasta leiðin til þess er auðvitað breyttar ferðavenjur eins og hjólreiðar, ganga og almenningssamgöngur þ.e. að fækka hreinlega eknum kílómetrum. Ásamt því þarf að fækka jafnt og þétt ökutækjum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Mikilvægast er að draga úr nýskráningum glænýrra bensín- og dísilbíla sem verða á vegum landsins í 10–20 ár frá nýskráningu. Því mætti telja að eitt helsta verkefnið sé að fækka slíkum ökutækjum frekar en að fjölga rafbílum, þó það sé vissulega samhengi þarna á milli að einhverju leiti. Hverjir kaupa bensín og dísilbíla? Ef við lítum á nýskráningar allra fólksbíla frá árinu 2015 hafa þær verið nokkuð sveiflukenndar. Allt frá 11 þús. ökutækjum í 25 þús. ökutæki á ári. Helst spilar þar inn í umsvif í ferðaþjónustu og stöðu efnahagsmála hverju sinni. Skýrasta þróunin er fækkun á nýskráningum ökutækja sem ganga eingöngu fyrir jarðefnaeldsneyti. Næst er það aukningin í nýskráningum raf- og tengiltvinnbíla á kostnað þeirra fyrrnefndu. Ökutækjaleigur hafa verið stórtækar á þessum markaði til að uppfylla eftirspurn ferðamanna. Ökutækjaleigur kaupa um 30-50% nýskráðra fólksbíla á ári hverju sem er jafnvel einsdæmi í heiminum. Á árinu 2024 keyptu ökutækjaleigur um 45% allra nýskráðra fólksbíla. Sama ár voru 65% af nýskráðum bensín og dísilfólksbílum keyptir af ökutækjaleigum. Huga verður sérstaklega að því að flýta orkuskiptum í þessum geira. Hvaða bílum er að fækka? Ef við reynum þá að svara spurningunni hvort sala á rafbílum hafi hrunið má segja að hún hafi vissulega dregist saman árið 2024 en það gerði líka sala á fólksbílum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Því má segja að eitt helsta verkefnið sem er að takmarka fjölda ökutækja sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti gangi ágætlega. Nýskráningar þeirra voru færri árið 2024 en árið á undan sem var metár í sölu rafbíla. Heimili og fyrirtæki hafa almennt staðið sig vel þegar kemur að rafvæðingunni en betur má ef duga skal. Stór hluti fólksbíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti eru nýskráðir af ökutækjaleigum. Snúa þarf þeirri þróun hratt og örugglega með vel útfærðum hvötum og samhliða byggja upp traust ferðamanna á að innviðir séu til staðar og hið eina rétta sé að aka um Ísland á eins umhverfisvænan máta og hægt er. Olíunotkun í vegsamgöngum dregst saman Umhverfis- og orkustofnun birtir bráðabirgðagögn um mánaðarlega sölu eldsneytis í helstu notkunarflokkum, sjá hlekk hér að neðan. Í þeim gögnum sést að það stefnir í minni notkun jarðefnaeldsneytis í vegasamgöngum árið 2024 en árið á undan. Það er jákvæð þróun sem var ekki sjálfgefin í ljósi aukinna umsvifa eftir heimsfaraldurinn. Hana má að mestu rekja til fækkunar á bensín og dísilbílum í flota landsmanna. Hlekkur á mánaðargögn: https://orkustofnun.is/orkuskipti/eldsneytisnotkun/eldsneytistolur/vegasamgongur Höfundur er teymisstjóri orkuskipta og orkunýtni hjá Umhverfis- og orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vistvænir bílar Bílar Bensín og olía Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Jaa, við skulum skoða það. Um áramótin 2023/2024 voru nokkrar breytingar gerðar á ívilnana- og gjaldakerfi sem snéru að nýskráningu og notkun rafbíla. Ívilnanir færðust úr því að rafbílar voru undanþegnir virðisaukaskatti upp á allt að 1.360 þús. kr. í fastan 900 þús. kr. styrk á hvern rafbíl óháð verði. Rafbílar yfir 10 m.kr. voru og eru þó ekki styrkhæfir. Að auki bættust við 5% vörugjöld á rafbíla og kílómetragjald á sama tíma. Umræða hefur farið af stað um meint áhrif þessara breytinga og hrun í sölu rafbíla. Hvert er markmiðið? Eitt meginmarkmiða með því að styrkja kaup á rafbílum er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en stjórnvöld hafa sett sér háleit markmið í þeim efnum. Það má þó segja að besta leiðin til að draga úr losun í vegasamgöngum er að fækka eknum kílómetrum knúnum jarðefnaeldsneyti. Ódýrasta leiðin til þess er auðvitað breyttar ferðavenjur eins og hjólreiðar, ganga og almenningssamgöngur þ.e. að fækka hreinlega eknum kílómetrum. Ásamt því þarf að fækka jafnt og þétt ökutækjum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Mikilvægast er að draga úr nýskráningum glænýrra bensín- og dísilbíla sem verða á vegum landsins í 10–20 ár frá nýskráningu. Því mætti telja að eitt helsta verkefnið sé að fækka slíkum ökutækjum frekar en að fjölga rafbílum, þó það sé vissulega samhengi þarna á milli að einhverju leiti. Hverjir kaupa bensín og dísilbíla? Ef við lítum á nýskráningar allra fólksbíla frá árinu 2015 hafa þær verið nokkuð sveiflukenndar. Allt frá 11 þús. ökutækjum í 25 þús. ökutæki á ári. Helst spilar þar inn í umsvif í ferðaþjónustu og stöðu efnahagsmála hverju sinni. Skýrasta þróunin er fækkun á nýskráningum ökutækja sem ganga eingöngu fyrir jarðefnaeldsneyti. Næst er það aukningin í nýskráningum raf- og tengiltvinnbíla á kostnað þeirra fyrrnefndu. Ökutækjaleigur hafa verið stórtækar á þessum markaði til að uppfylla eftirspurn ferðamanna. Ökutækjaleigur kaupa um 30-50% nýskráðra fólksbíla á ári hverju sem er jafnvel einsdæmi í heiminum. Á árinu 2024 keyptu ökutækjaleigur um 45% allra nýskráðra fólksbíla. Sama ár voru 65% af nýskráðum bensín og dísilfólksbílum keyptir af ökutækjaleigum. Huga verður sérstaklega að því að flýta orkuskiptum í þessum geira. Hvaða bílum er að fækka? Ef við reynum þá að svara spurningunni hvort sala á rafbílum hafi hrunið má segja að hún hafi vissulega dregist saman árið 2024 en það gerði líka sala á fólksbílum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Því má segja að eitt helsta verkefnið sem er að takmarka fjölda ökutækja sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti gangi ágætlega. Nýskráningar þeirra voru færri árið 2024 en árið á undan sem var metár í sölu rafbíla. Heimili og fyrirtæki hafa almennt staðið sig vel þegar kemur að rafvæðingunni en betur má ef duga skal. Stór hluti fólksbíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti eru nýskráðir af ökutækjaleigum. Snúa þarf þeirri þróun hratt og örugglega með vel útfærðum hvötum og samhliða byggja upp traust ferðamanna á að innviðir séu til staðar og hið eina rétta sé að aka um Ísland á eins umhverfisvænan máta og hægt er. Olíunotkun í vegsamgöngum dregst saman Umhverfis- og orkustofnun birtir bráðabirgðagögn um mánaðarlega sölu eldsneytis í helstu notkunarflokkum, sjá hlekk hér að neðan. Í þeim gögnum sést að það stefnir í minni notkun jarðefnaeldsneytis í vegasamgöngum árið 2024 en árið á undan. Það er jákvæð þróun sem var ekki sjálfgefin í ljósi aukinna umsvifa eftir heimsfaraldurinn. Hana má að mestu rekja til fækkunar á bensín og dísilbílum í flota landsmanna. Hlekkur á mánaðargögn: https://orkustofnun.is/orkuskipti/eldsneytisnotkun/eldsneytistolur/vegasamgongur Höfundur er teymisstjóri orkuskipta og orkunýtni hjá Umhverfis- og orkustofnun.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun