Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2025 15:50 Palestínumenn virða fyrir sér eftirmála loftárásar í Deir Al-Balah í morgun. AP/Abdel Kareem Hana Samningamenn Hamas-samtakanna eru sagðir hafa samþykkt drög að samkomulagi um vopnahlé á Gasaströndinni í skiptum fyrir það að fjölda gísla verði sleppt úr haldi samtakanna. Samkomulagið myndi koma á friði yfir nokkurra vikna tímabil. Viðræður hafa átt sér stað í Katar að undanförnu en þar hafa erindrekar frá Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar reynt að miðla milli Ísraela og Hamas. Utanríkisráðuneyti Katar lýsti því yfir í morgun að samkomulag hefði aldrei verið nærri en nú. Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa komið höndum yfir áðurnefnd drög en ísraelskur embættismaður segir viðræður enn yfirstandandi. Þá verður ísraelska þingið að samþykkja samkomulagið áður en það tekur gildi, verði það að endingu samþykkt af báðum sendinefndum. Þriggja áfanga friður Samkvæmt drögunum yrði friði komið á í þremur áföngum. Fyrst yrði 33 gíslum sleppt yfir sex vikna tímabil en þar yrði um að ræða konur, börn, særða borgara og eldra fólk. Fimm konur úr ísraelska hernum yrðu meðal þeirra. Ísraelar telja að um hundrað manns séu enn í haldi Hamas en að minnsta kosti þriðjungur þeirra sé látinn. Gert er ráð fyrir því að flestir þessara 33 gísla séu lifandi. Ísraelar myndu sleppa fimmtíu Palestínumönnum úr haldi í staðinn og þar á meðal þrjátíu vígamenn sem hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi. Á þessu sex vikna tímabili myndu ísraelskir hermenn hörfa frá byggðum Gasastrandarinnar svo fólk gæti snúið aftur til sinna heima, standi heimili þeirra enn. Ísraelar myndu þó enn stjórna landamærum Gasa og Egyptalands. Þá yrði flæði neyðaraðstoðar til Gasastrandinnar aukið til muna. Annar fasinn liggur enn ekki fyrir að fullu en viðræður um hann myndu halda áfram á meðan á þeim fyrsta stæði. Heimildarmaður AP frá Ísrael sagði að einhverjir ísraelskir hermenn yrðu áfram á Gasa og myndu ekki fara þaðan fyrr en síðasti gíslinn væri laus úr haldi. Á þessum öðrum fasa myndu Hamas-liðar sleppa öllum eftirlifandi gíslum í skiptum fyrir fleiri fanga í haldi Ísraela og það að ísraelskir hermenn færu alfarið frá Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas hafa sagt að síðustu gíslarnir verði ekki frelsaðir fyrr en árásum Ísraela verði hætt og hermenn farnir frá Gasa. Á þriðja fasa samkomulagsins yrðu síðustu gíslunum og líkum annarra skipt í skiptum fyrir þriggja til fimm ára enduruppbyggingu á Gasa, undir alþjóðlegu eftirliti. Þrýstingur frá Bandaríkjunum Erindrekar Hamas hafa kvartað yfir því að hafa nokkrum sinnum samþykkt sambærileg samkomulög áður. Þeim hafi svo verið hafnað af Ísraelum. Legið hefur fyrir frá því um helgina að mikill áfangi hafi náðst í viðræðunum og var meirihluti ráðherra í Ísrael sagður hlynntur því að semja. Þá hafa fregnir borist af því að sérstakur erindreki Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, hafi þrýst mjög á Netanjahú um helgina. Times of Israel sagði einnig frá því í morgun að Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump gagnvart Mið-Austurlöndum, hefði nýverið átt spennuþrunginn fund með Netanjahú. Þar hafi Witkoff þrýst mjög á ísraelska forsætisráðherrann að sætta sig við málamiðlanir og gera samkomulag við Hamas fyrir embættistöku Trumps þann 20. janúar. Þessi fundur var á laugardaginn og segja heimildarmenn TOI að þessi þrýstingur virðist hafa borið árangur. Mikill árangur hafi náðst í viðræðunum í Katar eftir fund Netanjahú og Witkoff. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt er af Hamas, segja að minnsta kosti 46 þúsund Palestínumenn liggja í valnum vegna árása Ísraela. Stórir hlutar Gasastrandarinnar eru í rúst og um níutíu prósent 2,3 milljóna íbúa svæðisins eru á vergangi. Þá standa þeir frammi fyrir mögulegri hungursneyð. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Katar Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Viðræður hafa átt sér stað í Katar að undanförnu en þar hafa erindrekar frá Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar reynt að miðla milli Ísraela og Hamas. Utanríkisráðuneyti Katar lýsti því yfir í morgun að samkomulag hefði aldrei verið nærri en nú. Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa komið höndum yfir áðurnefnd drög en ísraelskur embættismaður segir viðræður enn yfirstandandi. Þá verður ísraelska þingið að samþykkja samkomulagið áður en það tekur gildi, verði það að endingu samþykkt af báðum sendinefndum. Þriggja áfanga friður Samkvæmt drögunum yrði friði komið á í þremur áföngum. Fyrst yrði 33 gíslum sleppt yfir sex vikna tímabil en þar yrði um að ræða konur, börn, særða borgara og eldra fólk. Fimm konur úr ísraelska hernum yrðu meðal þeirra. Ísraelar telja að um hundrað manns séu enn í haldi Hamas en að minnsta kosti þriðjungur þeirra sé látinn. Gert er ráð fyrir því að flestir þessara 33 gísla séu lifandi. Ísraelar myndu sleppa fimmtíu Palestínumönnum úr haldi í staðinn og þar á meðal þrjátíu vígamenn sem hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi. Á þessu sex vikna tímabili myndu ísraelskir hermenn hörfa frá byggðum Gasastrandarinnar svo fólk gæti snúið aftur til sinna heima, standi heimili þeirra enn. Ísraelar myndu þó enn stjórna landamærum Gasa og Egyptalands. Þá yrði flæði neyðaraðstoðar til Gasastrandinnar aukið til muna. Annar fasinn liggur enn ekki fyrir að fullu en viðræður um hann myndu halda áfram á meðan á þeim fyrsta stæði. Heimildarmaður AP frá Ísrael sagði að einhverjir ísraelskir hermenn yrðu áfram á Gasa og myndu ekki fara þaðan fyrr en síðasti gíslinn væri laus úr haldi. Á þessum öðrum fasa myndu Hamas-liðar sleppa öllum eftirlifandi gíslum í skiptum fyrir fleiri fanga í haldi Ísraela og það að ísraelskir hermenn færu alfarið frá Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas hafa sagt að síðustu gíslarnir verði ekki frelsaðir fyrr en árásum Ísraela verði hætt og hermenn farnir frá Gasa. Á þriðja fasa samkomulagsins yrðu síðustu gíslunum og líkum annarra skipt í skiptum fyrir þriggja til fimm ára enduruppbyggingu á Gasa, undir alþjóðlegu eftirliti. Þrýstingur frá Bandaríkjunum Erindrekar Hamas hafa kvartað yfir því að hafa nokkrum sinnum samþykkt sambærileg samkomulög áður. Þeim hafi svo verið hafnað af Ísraelum. Legið hefur fyrir frá því um helgina að mikill áfangi hafi náðst í viðræðunum og var meirihluti ráðherra í Ísrael sagður hlynntur því að semja. Þá hafa fregnir borist af því að sérstakur erindreki Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, hafi þrýst mjög á Netanjahú um helgina. Times of Israel sagði einnig frá því í morgun að Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump gagnvart Mið-Austurlöndum, hefði nýverið átt spennuþrunginn fund með Netanjahú. Þar hafi Witkoff þrýst mjög á ísraelska forsætisráðherrann að sætta sig við málamiðlanir og gera samkomulag við Hamas fyrir embættistöku Trumps þann 20. janúar. Þessi fundur var á laugardaginn og segja heimildarmenn TOI að þessi þrýstingur virðist hafa borið árangur. Mikill árangur hafi náðst í viðræðunum í Katar eftir fund Netanjahú og Witkoff. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt er af Hamas, segja að minnsta kosti 46 þúsund Palestínumenn liggja í valnum vegna árása Ísraela. Stórir hlutar Gasastrandarinnar eru í rúst og um níutíu prósent 2,3 milljóna íbúa svæðisins eru á vergangi. Þá standa þeir frammi fyrir mögulegri hungursneyð.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Katar Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira