Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Lillý Valgerður Pétursdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 14. janúar 2025 20:04 Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins ræddi kjaradeiluna í Kvöldfréttum. Vísir/Einar Samninganefndir kennara og sveitarfélaga funda í Karphúsinu á morgun eftir stutt hlé á samningaviðræðunum. Formaður Kennarasambandsins segir miður að vera aftur að lenda á þeim stað að þurfa að lyfta hnefanum til þess að láta hlusta á kennara. Samninganefnd sveitarfélaganna, sem er með grunn-, leik- og tónlistarskóla á sínu forræði, mun sitja fundinn með kennurum. Samninganefnd ríkisins, sem er með framhaldsskóla á sínu forræði, verður ekki viðstödd. Ef samningar nást ekki fyrir mánaðamót hefjast verkfallsaðgerðir kennara á ný. Að sögn Magnúsar Þórs Jónssonar formanns Kennarasambandsins hefjast verkföll í tuttugu og einum skóla, fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum, þann 1. febrúar ef ekki næst að semja. „Við höfum ekki ennþá fundað með samninganefnd ríkisins og því miður er ég á því að þau séu kannski lengra frá samkomulagi eða alvöru samningsvilja þeim megin heldur en sambandsmegin,“ segir Magnús og á þar við Samband sveitarfélaga. Kröfur kennara séu skýrar en þeir vilji að laun verði jöfnuð á milli markaða en samkomulag þessa efnis var gert árið 2016 sem ríkið er aðli að. Fulltrúar í nýrri ríkisstjórn hafi gefið það upp að þeir teldu tímabært að samkomulagið væri fullnustað. Í samkomulaginu felist að laun kennara, ráðgjafa og stjórnenda í grunn-, leik-, tónlistar- og framhaldsskólum séu jafnsett við laun á almennum og opinberum markaði. Formaður samninganefndar sveitarfélaga sagði fréttastofu í vikunni að viðræðurnar hefðu helst strandað á launakröfum Kennarasambandsins. Aðspurður hvort launakröfur þeirra væru óraunhæfar segir Magnús þær sanngjarnar í ljósi áðurnefnds samkomulags. „Við höfum alveg verið skýr með það frá upphafi að það merki markaðarins sem hefur svolítið verið talað um myndi ekki duga til þess að gera KÍ samning. Og núna þurfum við bara að einbeita okkur að því verkefni, að finna leið til þetta markmið okkar verði sett í þann farveg sem þetta samkomulag á að gefa okkur.“ Hann bendir á aukið hlutfall ófaglærðra kennara í stofnunum sambandsins. „Við verðum að stoppa þessa blæðingu sem er út úr kerfunum. Það verður ekkert gert nema ef þeir sem standa ábyrgir gagnvart kerfunum verði með okkur í þessari vegferð, sem við teljum okkur eiga mikinn hljómgrunn meðal fólks. En við erum því miður aftur að lenda á þeim stað að þurfa að lyfta hnefanum til þess að láta hlusta á okkur. Við getum ekki horft upp á það að fólkinu sé sama um hvernig kerfin okkar virka.“ Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Enn er langt á milli aðila í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög hjá ríkissáttasemjara og var tekið ótímabundið hlé í viðræðunum í gær. Verkföll hefjast 1. febrúar náist ekki að semja fyrir það. 11. janúar 2025 08:46 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Samninganefnd sveitarfélaganna, sem er með grunn-, leik- og tónlistarskóla á sínu forræði, mun sitja fundinn með kennurum. Samninganefnd ríkisins, sem er með framhaldsskóla á sínu forræði, verður ekki viðstödd. Ef samningar nást ekki fyrir mánaðamót hefjast verkfallsaðgerðir kennara á ný. Að sögn Magnúsar Þórs Jónssonar formanns Kennarasambandsins hefjast verkföll í tuttugu og einum skóla, fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum, þann 1. febrúar ef ekki næst að semja. „Við höfum ekki ennþá fundað með samninganefnd ríkisins og því miður er ég á því að þau séu kannski lengra frá samkomulagi eða alvöru samningsvilja þeim megin heldur en sambandsmegin,“ segir Magnús og á þar við Samband sveitarfélaga. Kröfur kennara séu skýrar en þeir vilji að laun verði jöfnuð á milli markaða en samkomulag þessa efnis var gert árið 2016 sem ríkið er aðli að. Fulltrúar í nýrri ríkisstjórn hafi gefið það upp að þeir teldu tímabært að samkomulagið væri fullnustað. Í samkomulaginu felist að laun kennara, ráðgjafa og stjórnenda í grunn-, leik-, tónlistar- og framhaldsskólum séu jafnsett við laun á almennum og opinberum markaði. Formaður samninganefndar sveitarfélaga sagði fréttastofu í vikunni að viðræðurnar hefðu helst strandað á launakröfum Kennarasambandsins. Aðspurður hvort launakröfur þeirra væru óraunhæfar segir Magnús þær sanngjarnar í ljósi áðurnefnds samkomulags. „Við höfum alveg verið skýr með það frá upphafi að það merki markaðarins sem hefur svolítið verið talað um myndi ekki duga til þess að gera KÍ samning. Og núna þurfum við bara að einbeita okkur að því verkefni, að finna leið til þetta markmið okkar verði sett í þann farveg sem þetta samkomulag á að gefa okkur.“ Hann bendir á aukið hlutfall ófaglærðra kennara í stofnunum sambandsins. „Við verðum að stoppa þessa blæðingu sem er út úr kerfunum. Það verður ekkert gert nema ef þeir sem standa ábyrgir gagnvart kerfunum verði með okkur í þessari vegferð, sem við teljum okkur eiga mikinn hljómgrunn meðal fólks. En við erum því miður aftur að lenda á þeim stað að þurfa að lyfta hnefanum til þess að láta hlusta á okkur. Við getum ekki horft upp á það að fólkinu sé sama um hvernig kerfin okkar virka.“
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Enn er langt á milli aðila í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög hjá ríkissáttasemjara og var tekið ótímabundið hlé í viðræðunum í gær. Verkföll hefjast 1. febrúar náist ekki að semja fyrir það. 11. janúar 2025 08:46 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Enn er langt á milli aðila í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög hjá ríkissáttasemjara og var tekið ótímabundið hlé í viðræðunum í gær. Verkföll hefjast 1. febrúar náist ekki að semja fyrir það. 11. janúar 2025 08:46