Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Atli Ísleifsson skrifar 15. janúar 2025 07:52 Vel gekk að bjarga fólkinu af seinni bílnum og upp úr hálf sex í morgun voru allir þrír komnir í sjúkrabíl til aðhlynningar. Landsbjörg Björgunarsveitir í Borgarfirði voru kallaðar út vegna tilkynningar frá ferðamönnum í vandræðum við Kattarhryggi, á leið upp á Holtavörðuheiði, á fimmta tímanum í nótt. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að þar hafði ræsi undir veginn stíflast svo flæddi yfir hann á stórum kafla. Ferðafólk á tveimur bílum hafði lent í vatninu og komst það út úr bílunum og upp á þak þeirra, en þeir voru nánast á kafi í vatninu þegar björgunarsveitir komu á vettvang. Landsbjörg Þorsteinn Þorsteinsson formaður Björgunarsveitarinnar Heiðars á Varmalandi segir að þegar þá bar að garði hafi þeir séð bíl sem var um tuttugu til þrjátíu metra fyrir utan veginn. Þar voru tveir menn uppi á þaki en bíllinn var við það að fara í kaf. Þriðja farþeganum hafði tekist að komast á þurrt af sjálfsdáðum að sögn Þorsteins og sömu sögu er að segja af öðrum bíl sem einnig lenti í vatnselgnum. Mennirnir tveir sem voru á þakinu komust hinsvegar hvergi. „Þá förum við bara í það að fara í línu og ég skellti mér til sunds. Þetta var það djúpt að ég botnaði aldrei á leiðinni út í bílinn,“ segir Þorsteinn í samtali við fréttastofu og bætir við að hann sé 190 sentimetrar á hæð. Hann kom svo böndum á mennina tvo sem voru dregnir í land. Landsbjörg Þorsteinn segir að aðgerðin hafi öll heppnast vel og upp úr hálf sex í morgun voru allir 3 komnir í sjúkrabíl til aðhlynningar en að sögn Þorsteins voru mennirnir tveir á toppnum orðnir mjög stressaðir og kaldir þegar komið var að þeim. Björgunarfólk hafði þá jafnframt lýst vel upp nágrennið til að tryggja að engir aðrir væru þar ásamt því að veiða upp hluti sem flotið höfðu úr bílunum. Í kjölfarið var Holtavörðuheiði lokað vegna vatnavaxta,“ segir í tilkynningunni. Landsbjörg Holtavörðuheiði 15/1/2025 tveir bílar út í vatni bjargað tveim af öðrum þeirra.Landsbjörg Landsbjörg Björgunarsveitir Borgarbyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að þar hafði ræsi undir veginn stíflast svo flæddi yfir hann á stórum kafla. Ferðafólk á tveimur bílum hafði lent í vatninu og komst það út úr bílunum og upp á þak þeirra, en þeir voru nánast á kafi í vatninu þegar björgunarsveitir komu á vettvang. Landsbjörg Þorsteinn Þorsteinsson formaður Björgunarsveitarinnar Heiðars á Varmalandi segir að þegar þá bar að garði hafi þeir séð bíl sem var um tuttugu til þrjátíu metra fyrir utan veginn. Þar voru tveir menn uppi á þaki en bíllinn var við það að fara í kaf. Þriðja farþeganum hafði tekist að komast á þurrt af sjálfsdáðum að sögn Þorsteins og sömu sögu er að segja af öðrum bíl sem einnig lenti í vatnselgnum. Mennirnir tveir sem voru á þakinu komust hinsvegar hvergi. „Þá förum við bara í það að fara í línu og ég skellti mér til sunds. Þetta var það djúpt að ég botnaði aldrei á leiðinni út í bílinn,“ segir Þorsteinn í samtali við fréttastofu og bætir við að hann sé 190 sentimetrar á hæð. Hann kom svo böndum á mennina tvo sem voru dregnir í land. Landsbjörg Þorsteinn segir að aðgerðin hafi öll heppnast vel og upp úr hálf sex í morgun voru allir 3 komnir í sjúkrabíl til aðhlynningar en að sögn Þorsteins voru mennirnir tveir á toppnum orðnir mjög stressaðir og kaldir þegar komið var að þeim. Björgunarfólk hafði þá jafnframt lýst vel upp nágrennið til að tryggja að engir aðrir væru þar ásamt því að veiða upp hluti sem flotið höfðu úr bílunum. Í kjölfarið var Holtavörðuheiði lokað vegna vatnavaxta,“ segir í tilkynningunni. Landsbjörg Holtavörðuheiði 15/1/2025 tveir bílar út í vatni bjargað tveim af öðrum þeirra.Landsbjörg Landsbjörg
Björgunarsveitir Borgarbyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira