Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Aron Guðmundsson skrifar 15. janúar 2025 09:31 Freyr Alexandersson með fjölskyldu sinni. Freyr tók nýverið við þjálfun Brann í Noregi og mun fyrst um sinn starfa fjarri fjölskyldu sinni í Bergen. Aðsend mynd Freyr Alexandersson, nýráðinn þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins Brann, er yfir sig stoltur af eiginkonu sinni og börnum og því hvernig þau hafa tæklað bröltið sem hefur ríkjandi vegna ferils Freys sem þjálfari í atvinnumennskunni í fótboltanum. Frá árinu 2020 hefur Freyr tekið að sér ýmis störf víðs vegar um heiminn. Hann var aðstoðarþjálfari Heimis Hallgrímssonar hjá Al-Arabi í Katar. Þaðan lá leið hans til Lyngby í Danmörku og í fyrra var hann fenginn til þess að stýra liði KV Kortrijk í Belgíu. Nú liggur leið hans til Bergen þar sem að Freyr hefur skrifað undir samning við norska stórliðið Brann. Það hefur verið allur gangur á því hvort að fjölskyldan fylgi Frey með til nýrra landa þar sem að hann starfar í Bergen mun Freyr búa einn um sinn en það leynir sér ekki hversu stoltur hann er af eiginkonu sinni og börnum og því hvernig þau tækla þetta líf sem þau hafa skapað sér saman. „Ég er einn í Bergen og verð einn fram á sumar. Svo sjáum við til hvað við gerum. Þau eru ótrúleg öll. Börnin mín og eiginkona mín. Börnin eru að gera hrikalega vel í skóla í Frakkland og við viljum ekki slíta þau úr því. Þannig að konan, enn og aftur, tekur pakkann og ber þetta á herðum sér. Fyrir það er ég endalaust þakklátur.“ Freyr og fjölskylda á góðri stundu í DanmörkuAðsend mynd „Það er líka bara mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem að við höfum valið. Ég er mjög stoltur af þeim, hvernig þau hafa mótast í þessu og hvers konar manneskjur og karakterar, sérstaklega unglingstelpurnar mínar, eru orðnar. Ég á svo ungan dreng líka og hvað konan mín er sterk og gerir þetta vel maður. Það er geggjað. Svo sjáum við til hvað setur. Tíminn leiðir það í ljós en markmiðið er svo að þau verði með mér frá og með haustinu.ׅ“ Íslendingar erlendis Fótbolti Norski boltinn Tengdar fréttir Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Freyr Alexandersson, nýráðinn þjálfari Brann, gaf forráðamönnum KSÍ 48 klukkustundir eftir fund þeirra í síðustu viku til þess að gera upp við sig hvort þeir vildu bjóða honum starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins. Á sama tíma biðu forráðamenn Brann þolinmóðir og á endanum ákvað Freyr að halda til Noregs. 14. janúar 2025 14:53 Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Ólafur Örn Bjarnason, fyrrverandi leikmaður norska úrvalsdeildarfélagsins Brann er spenntur fyrir ráðningu félagsins á Frey Alexanderssyni í stöðu þjálfara. Hann segir Frey með því taka við einu stærsta félagi Norðurlandanna þar sem að fylgst er gaumgæfilega með öllu því sem gengur þar á. Krafan er sett á að vinna titil fyrir hvert tímabil hjá Brann. 14. janúar 2025 09:26 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Frá árinu 2020 hefur Freyr tekið að sér ýmis störf víðs vegar um heiminn. Hann var aðstoðarþjálfari Heimis Hallgrímssonar hjá Al-Arabi í Katar. Þaðan lá leið hans til Lyngby í Danmörku og í fyrra var hann fenginn til þess að stýra liði KV Kortrijk í Belgíu. Nú liggur leið hans til Bergen þar sem að Freyr hefur skrifað undir samning við norska stórliðið Brann. Það hefur verið allur gangur á því hvort að fjölskyldan fylgi Frey með til nýrra landa þar sem að hann starfar í Bergen mun Freyr búa einn um sinn en það leynir sér ekki hversu stoltur hann er af eiginkonu sinni og börnum og því hvernig þau tækla þetta líf sem þau hafa skapað sér saman. „Ég er einn í Bergen og verð einn fram á sumar. Svo sjáum við til hvað við gerum. Þau eru ótrúleg öll. Börnin mín og eiginkona mín. Börnin eru að gera hrikalega vel í skóla í Frakkland og við viljum ekki slíta þau úr því. Þannig að konan, enn og aftur, tekur pakkann og ber þetta á herðum sér. Fyrir það er ég endalaust þakklátur.“ Freyr og fjölskylda á góðri stundu í DanmörkuAðsend mynd „Það er líka bara mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem að við höfum valið. Ég er mjög stoltur af þeim, hvernig þau hafa mótast í þessu og hvers konar manneskjur og karakterar, sérstaklega unglingstelpurnar mínar, eru orðnar. Ég á svo ungan dreng líka og hvað konan mín er sterk og gerir þetta vel maður. Það er geggjað. Svo sjáum við til hvað setur. Tíminn leiðir það í ljós en markmiðið er svo að þau verði með mér frá og með haustinu.ׅ“
Íslendingar erlendis Fótbolti Norski boltinn Tengdar fréttir Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Freyr Alexandersson, nýráðinn þjálfari Brann, gaf forráðamönnum KSÍ 48 klukkustundir eftir fund þeirra í síðustu viku til þess að gera upp við sig hvort þeir vildu bjóða honum starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins. Á sama tíma biðu forráðamenn Brann þolinmóðir og á endanum ákvað Freyr að halda til Noregs. 14. janúar 2025 14:53 Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Ólafur Örn Bjarnason, fyrrverandi leikmaður norska úrvalsdeildarfélagsins Brann er spenntur fyrir ráðningu félagsins á Frey Alexanderssyni í stöðu þjálfara. Hann segir Frey með því taka við einu stærsta félagi Norðurlandanna þar sem að fylgst er gaumgæfilega með öllu því sem gengur þar á. Krafan er sett á að vinna titil fyrir hvert tímabil hjá Brann. 14. janúar 2025 09:26 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Freyr Alexandersson, nýráðinn þjálfari Brann, gaf forráðamönnum KSÍ 48 klukkustundir eftir fund þeirra í síðustu viku til þess að gera upp við sig hvort þeir vildu bjóða honum starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins. Á sama tíma biðu forráðamenn Brann þolinmóðir og á endanum ákvað Freyr að halda til Noregs. 14. janúar 2025 14:53
Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Ólafur Örn Bjarnason, fyrrverandi leikmaður norska úrvalsdeildarfélagsins Brann er spenntur fyrir ráðningu félagsins á Frey Alexanderssyni í stöðu þjálfara. Hann segir Frey með því taka við einu stærsta félagi Norðurlandanna þar sem að fylgst er gaumgæfilega með öllu því sem gengur þar á. Krafan er sett á að vinna titil fyrir hvert tímabil hjá Brann. 14. janúar 2025 09:26