Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Sindri Sverrisson skrifar 15. janúar 2025 12:00 Ísland og Svíþjóð mættust í tveimur hörkuvináttulandsleikjum fyrir HM en mætast ekki á mótinu nema þau leiki um verðlaun. Jim Gottfridsson er lítt hrifinn af fyrirkomulagi mótsins. EPA-EFE/Johan Nilsson Svíar telja nýtt fyrirkomulag HM karla í handbolta afar ósanngjarnt. Jim Gottfridsson segir Svíþjóð eiga fyrir höndum mun erfiðara verk við að komast í úrslit mótsins, í samanburði við lið á borð við Frakkland og Ísland. Eins og fjallað var um á Vísi í morgun liggur leið Íslands að úrslitaleik HM þannig að liðið mun ekki geta mætt Danmörku, Svíþjóð, Þýskalandi, Spáni eða Noregi fyrr en í besta falli í leik um verðlaun. „Ég er á móti þessu fyrirkomulagi,“ segir Gottfridsson, ein helsta stjarna Svía. Ráðamenn hjá alþjóða handknattleikssambandinu ákváðu nefnilega að gera breytingar á HM, eftir mótið sem fram fór fyrir tveimur árum í Svíþjóð og Póllandi. Þar gerðist það til að mynda að Danir þurftu á rúmum fjórum sólarhringum að spila í 8-liða úrslitum í Stokkhólmi, í undanúrslitum í Gdansk og svo úrslitaleik í Stokkhólmi, gegn Frökkum sem fengu að vera í Stokkhólmi í undanúrslitunum. Núna má segja að liðunum 32 í keppninni sé skipt í tvo helminga, alveg fram að leikjunum um gull og brons. Það er sem sagt ekki þannig að þessir tveir helmingar „krossist“ í undanúrslitaleikjunum, og þar geta því mæst lið sem höfðu verið í sama milliriðli. Svíar eru þeirrar skoðunar, og fyrir henni má færa góð rök, að þeirra helmingur sé mun erfiðari. Í honum eru þrjú af fjórum efstu liðunum frá síðasta HM (Danmörk, Spánn og Svíþjóð), þrjú af fjórum efstu á EM fyrir ári (Danmörk, Svíþjóð og Þýskaland), og þrjú efstu liðin frá Ólympíuleikunum síðasta sumar (Danmörk, Þýskaland og Spánn). Kristján segir Íslendinga prísa sig sæla Í helmingi Íslands eru Frakkland, Króatía, Ungverjaland, Slóvenía, Egyptaland og auðvitað Ísland sterkustu liðin. Frakkland er eina liðið í þessum hluta sem náð hefur í verðlaun á síðustu stórmótum, eða frá því að Króatar náðu í silfur á EM 2020. „Okkar helmingur er mikið erfiðari en sá sem hinir fá,“ segir Gottfridsson við Aftonbladet. Þar er einnig vitnað í Kristján Andrésson, fyrrverandi landsliðsþjálfara Svíþjóðar og nú sérfræðing Viaplay, sem ræddi um málið í hlaðvarpsþætti. Hann tók undir með félaga sínum Martin Frändesjö um að þó að praktískar ástæður væru fyrir fyrirkomulaginu þá bitnaði það á íþróttalegu hliðinni. „Ég deili þeirri skoðun að þetta sé ekki gott hvað íþróttalegu hliðina snertir. Íslendingar eru til dæmis býsna sáttir og telja sig aldrei hafa haft eins góða möguleika á að komast í undanúrslit eins og núna,“ sagði Kristján. Svíar eru í F-riðli með Spáni, Japan og Chile, og fara svo í milliriðil með þremur liðum úr E-riðli (Noregur, Portúgal, Brasilía, Bandaríkin). Í 8-liða úrslitunum gætu þeir svo mætt til dæmis Danmörku eða Þýskalandi, og einnig í undanúrslitunum. Fyrsti leikur Svía á HM er við Japan annað kvöld. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira
Eins og fjallað var um á Vísi í morgun liggur leið Íslands að úrslitaleik HM þannig að liðið mun ekki geta mætt Danmörku, Svíþjóð, Þýskalandi, Spáni eða Noregi fyrr en í besta falli í leik um verðlaun. „Ég er á móti þessu fyrirkomulagi,“ segir Gottfridsson, ein helsta stjarna Svía. Ráðamenn hjá alþjóða handknattleikssambandinu ákváðu nefnilega að gera breytingar á HM, eftir mótið sem fram fór fyrir tveimur árum í Svíþjóð og Póllandi. Þar gerðist það til að mynda að Danir þurftu á rúmum fjórum sólarhringum að spila í 8-liða úrslitum í Stokkhólmi, í undanúrslitum í Gdansk og svo úrslitaleik í Stokkhólmi, gegn Frökkum sem fengu að vera í Stokkhólmi í undanúrslitunum. Núna má segja að liðunum 32 í keppninni sé skipt í tvo helminga, alveg fram að leikjunum um gull og brons. Það er sem sagt ekki þannig að þessir tveir helmingar „krossist“ í undanúrslitaleikjunum, og þar geta því mæst lið sem höfðu verið í sama milliriðli. Svíar eru þeirrar skoðunar, og fyrir henni má færa góð rök, að þeirra helmingur sé mun erfiðari. Í honum eru þrjú af fjórum efstu liðunum frá síðasta HM (Danmörk, Spánn og Svíþjóð), þrjú af fjórum efstu á EM fyrir ári (Danmörk, Svíþjóð og Þýskaland), og þrjú efstu liðin frá Ólympíuleikunum síðasta sumar (Danmörk, Þýskaland og Spánn). Kristján segir Íslendinga prísa sig sæla Í helmingi Íslands eru Frakkland, Króatía, Ungverjaland, Slóvenía, Egyptaland og auðvitað Ísland sterkustu liðin. Frakkland er eina liðið í þessum hluta sem náð hefur í verðlaun á síðustu stórmótum, eða frá því að Króatar náðu í silfur á EM 2020. „Okkar helmingur er mikið erfiðari en sá sem hinir fá,“ segir Gottfridsson við Aftonbladet. Þar er einnig vitnað í Kristján Andrésson, fyrrverandi landsliðsþjálfara Svíþjóðar og nú sérfræðing Viaplay, sem ræddi um málið í hlaðvarpsþætti. Hann tók undir með félaga sínum Martin Frändesjö um að þó að praktískar ástæður væru fyrir fyrirkomulaginu þá bitnaði það á íþróttalegu hliðinni. „Ég deili þeirri skoðun að þetta sé ekki gott hvað íþróttalegu hliðina snertir. Íslendingar eru til dæmis býsna sáttir og telja sig aldrei hafa haft eins góða möguleika á að komast í undanúrslit eins og núna,“ sagði Kristján. Svíar eru í F-riðli með Spáni, Japan og Chile, og fara svo í milliriðil með þremur liðum úr E-riðli (Noregur, Portúgal, Brasilía, Bandaríkin). Í 8-liða úrslitunum gætu þeir svo mætt til dæmis Danmörku eða Þýskalandi, og einnig í undanúrslitunum. Fyrsti leikur Svía á HM er við Japan annað kvöld.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira