Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. janúar 2025 20:04 Eins og sést á þessari mynd, sem Einar Sindri tók er flóðið mjög stórt og nær yfir einhverja þúsundir hektara þegar allt er tiltekið. Einar Sindri Ólafsson Þúsundir hektara lands eru á floti eftir flóð í Ölfusá í Arnarbælishverfinu svonefnda í Ölfusi í dag. Nokkrir íbúar á sveitabæjum þar eru innlyksa í húsum sínum vegna flóðsins. Það er eins og yfir hafsjó að líta þegar horft er yfir svæðið og jarðirnar í Arnarbælishverfinu, það er vatn út um allt. Bændur hafa fylgst vel með ástandinu í dag. „Já, við höfum eiginlega ekki séð svona vatnsmagn síðan 1983 en þá var það töluvert meira og meiri jakaburður og ís, sem kom með því flóði,” segir Kristbjörg Eyvindsdóttir, bóndi á bænum Grænhóli í Ölfusi og bætir við. „Mér skilst að það sé farið að leka hérna inn í hús í Ósgerði í skemmu, sem er þar en ég veit ekki stöðuna á Arnarbælistorfunni, það er bara ekki fært þangað.” Og það hefur vaxið rosalega mikið í þessu í dag eða hvað ? „Já, þetta gerðist ótrúlega hratt. Rétt upp úr klukkan 11 var alveg akstursfært hérna út eftir en tæpum klukkutíma seinna var þetta alveg orðið kolófært, meira að segja á dráttarvél.” Kristbjörg, sem segir að flóðið hafi vaxtið ótrúlega hratt í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kristbjörg segist vita um eitthvað af íbúum, sem eru innlyksa á heimilum sínum vegna flóðsins. Einar Sindri, starfsmaður Eflu myndaði flóði með dróna í dag og þar sést mjög vel hvað umfangið er rosalega mikið. „Það er bara vatn hérna alveg upp með öllu og niður með öllu. Þetta er bara eins og sjór yfir að líta,” segir Einar Sindri. Einar Sindri segir að þetta séu örugglega einhverjir þúsundir hektara, sem eru undir vatni. Hvert heldur þú að framhaldið verði, hverju spáir þú? „Það hlýtur að sjatna,” segir Kristbjörg hlægjandi. Einar Sindri, ásamt pabba sínum og Kristbjörgu að skoða drónamyndir, sem hann tók í dag af flóðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Veður Landbúnaður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Sjá meira
Það er eins og yfir hafsjó að líta þegar horft er yfir svæðið og jarðirnar í Arnarbælishverfinu, það er vatn út um allt. Bændur hafa fylgst vel með ástandinu í dag. „Já, við höfum eiginlega ekki séð svona vatnsmagn síðan 1983 en þá var það töluvert meira og meiri jakaburður og ís, sem kom með því flóði,” segir Kristbjörg Eyvindsdóttir, bóndi á bænum Grænhóli í Ölfusi og bætir við. „Mér skilst að það sé farið að leka hérna inn í hús í Ósgerði í skemmu, sem er þar en ég veit ekki stöðuna á Arnarbælistorfunni, það er bara ekki fært þangað.” Og það hefur vaxið rosalega mikið í þessu í dag eða hvað ? „Já, þetta gerðist ótrúlega hratt. Rétt upp úr klukkan 11 var alveg akstursfært hérna út eftir en tæpum klukkutíma seinna var þetta alveg orðið kolófært, meira að segja á dráttarvél.” Kristbjörg, sem segir að flóðið hafi vaxtið ótrúlega hratt í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kristbjörg segist vita um eitthvað af íbúum, sem eru innlyksa á heimilum sínum vegna flóðsins. Einar Sindri, starfsmaður Eflu myndaði flóði með dróna í dag og þar sést mjög vel hvað umfangið er rosalega mikið. „Það er bara vatn hérna alveg upp með öllu og niður með öllu. Þetta er bara eins og sjór yfir að líta,” segir Einar Sindri. Einar Sindri segir að þetta séu örugglega einhverjir þúsundir hektara, sem eru undir vatni. Hvert heldur þú að framhaldið verði, hverju spáir þú? „Það hlýtur að sjatna,” segir Kristbjörg hlægjandi. Einar Sindri, ásamt pabba sínum og Kristbjörgu að skoða drónamyndir, sem hann tók í dag af flóðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Veður Landbúnaður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Sjá meira