Mikil hálka þegar banaslysið varð Jón Þór Stefánsson skrifar 17. janúar 2025 11:01 Skýringarmynd úr skýrslunni sem sýnir staðsetningu ökutækjanna eftir áreksturinn. RNSA Helsta orsök banaslyss sem varð við Grindavíkurveg þann 5. janúar í fyrra var mikil hálka sem var á veginum. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Hálkuvörn á veginum var ábótavant vegna bilunar í saltbíl og þá var vörubíl, sem lenti í slysinu, ekið of hratt miðað við aðstæður, en hann fór ekki yfir hámarkshraða. Slysið varð þegar Toyota Hilux-bíl var ekið suður Grindavíkurveg, en á sama tíma var Mercedes Arocs-vörubíl ekið úr gagnstæðri átt um veginn. Ökumaður vörubílsins missti stjórn á sínum bíl í mjúkri vinstri beygju. Þá rann vörubíllinn yfir á gagnstæðan vegarhelminginn og út fyrir veginn. Bílstjóri Toyotunnar beygði til hægri og rákust bílarnir saman utan vegarins. Ökumaður og farþegi Toyotunnar, karl og kona á sjötugsaldri, létust á vettvangi. Þau voru bæði í öryggisbelti. Ökumaður vörubílsins slasaðist ekki alvarlega. Í skýrslu Rannsóknarnefndar segir að bæði Toyotan og vörubíllinn hafi verið tekin til skoðunar og ekkert hafi fundist við þá athugun sem gæti skýrt orsök slyssins. Ók of hratt þó hann hafi ekki verið yfir hámarkshraða Hámarkshraði á veginum var níutíu kílómetrar á klukkustund. Úr loftpúðatölvu Toyotunnar kemur fram að á fimm sekúndna tímabili í aðdraganda slyssins hafi hraði bílsins verið hæstur 81 kílómetra hraði, en við áreksturinn 63 kílómetra hraði. Samkvæmt ökurita vörubílsins var þeim bíl ekið á 89 til níutíu kílómetra hraða. Í skýrslu rannsóknarnefndar segir að hámarkshraði eigi við um góðar aðstæður, en að ökumenn eigi að aka hægar í slæmum aðstæðum. Ökumaður vörubílsins hafi því ekið of hratt miðað við aðstæður, en eins og áður segir var mikil hálka á veginum þennan dag. Glerhálka gat myndast vegna slydduéls „Líklegt er að yfirborð vegarins hafi verið frosið upp á hæðinni en hitastigið, samkvæmt veðurmælingu sunnarlega á Grindavíkurvegi hafði verið við frostmark snemma morguns en var þegar slysið átti sér stað 1,0°C. Veghiti var þó enn undir frostmarki og því gat glerhálka myndast vegna t.d. slydduéls,“ segir í skýrslunni. Meginorsök slyssins, að mati nefndarinnar, var þessi mikla hálka sem varð til þess að ökumaður vörubílsins missti stjórn á bílnum. Aðrar orsakir slysins sem nefndar eru í skýrslunni eru til að mynda þær að vegurinn var hálkuvarinn morguninn sem slysið varð, en einungis önnur akgreinin. Seinni hálkuvörnin tafðist vegna bilunar í saltbíl. Þá er einnig minnst á að ökumaður vörubílsins hafi ekið of hratt miðað við aðstæður. Samgönguslys Umferðaröryggi Grindavík Veður Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Slysið varð þegar Toyota Hilux-bíl var ekið suður Grindavíkurveg, en á sama tíma var Mercedes Arocs-vörubíl ekið úr gagnstæðri átt um veginn. Ökumaður vörubílsins missti stjórn á sínum bíl í mjúkri vinstri beygju. Þá rann vörubíllinn yfir á gagnstæðan vegarhelminginn og út fyrir veginn. Bílstjóri Toyotunnar beygði til hægri og rákust bílarnir saman utan vegarins. Ökumaður og farþegi Toyotunnar, karl og kona á sjötugsaldri, létust á vettvangi. Þau voru bæði í öryggisbelti. Ökumaður vörubílsins slasaðist ekki alvarlega. Í skýrslu Rannsóknarnefndar segir að bæði Toyotan og vörubíllinn hafi verið tekin til skoðunar og ekkert hafi fundist við þá athugun sem gæti skýrt orsök slyssins. Ók of hratt þó hann hafi ekki verið yfir hámarkshraða Hámarkshraði á veginum var níutíu kílómetrar á klukkustund. Úr loftpúðatölvu Toyotunnar kemur fram að á fimm sekúndna tímabili í aðdraganda slyssins hafi hraði bílsins verið hæstur 81 kílómetra hraði, en við áreksturinn 63 kílómetra hraði. Samkvæmt ökurita vörubílsins var þeim bíl ekið á 89 til níutíu kílómetra hraða. Í skýrslu rannsóknarnefndar segir að hámarkshraði eigi við um góðar aðstæður, en að ökumenn eigi að aka hægar í slæmum aðstæðum. Ökumaður vörubílsins hafi því ekið of hratt miðað við aðstæður, en eins og áður segir var mikil hálka á veginum þennan dag. Glerhálka gat myndast vegna slydduéls „Líklegt er að yfirborð vegarins hafi verið frosið upp á hæðinni en hitastigið, samkvæmt veðurmælingu sunnarlega á Grindavíkurvegi hafði verið við frostmark snemma morguns en var þegar slysið átti sér stað 1,0°C. Veghiti var þó enn undir frostmarki og því gat glerhálka myndast vegna t.d. slydduéls,“ segir í skýrslunni. Meginorsök slyssins, að mati nefndarinnar, var þessi mikla hálka sem varð til þess að ökumaður vörubílsins missti stjórn á bílnum. Aðrar orsakir slysins sem nefndar eru í skýrslunni eru til að mynda þær að vegurinn var hálkuvarinn morguninn sem slysið varð, en einungis önnur akgreinin. Seinni hálkuvörnin tafðist vegna bilunar í saltbíl. Þá er einnig minnst á að ökumaður vörubílsins hafi ekið of hratt miðað við aðstæður.
Samgönguslys Umferðaröryggi Grindavík Veður Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira