Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifa 18. janúar 2025 16:01 Það er sannarlega ástæða til að fagna löngu tímabæru samkomulagi um vopnahlé á Gaza sem nú hefur náðst og það gerum við vonandi öll. Fórnarkostnaðurinn við stríðsátökin á Gaza, sem hafa nú staðið yfir í 19 langa mánuði, er gríðarlegur. Saklausir borgarar eru fórnarlömbin og þá sérstaklega börn, konur og fólk í viðkvæmri stöðu. Gíslum verður nú sleppt og þau geta loks sameinast fjölskyldum sínum sem hafa beðið milli vonar og ótta eftir því hvort þau snúi heim lífs eða liðin. Íbúar Gaza fá nú vonandi langþráð ráðrúm og næði án þess að óttast stöðugt sprengjuregn til að grafa ættingja og vini. Nauðsynleg læknisaðstoð og mannúðaraðstoð mun líka vonandi berast án tafar inn á svæðið en það hefur verið hindrað af Ísraelsher þrátt fyrir að það hafi sárlega vantað og valdið fólki óbærilegum þjáningum. Biðin eftir vopnahléi hefur verið löng, enda hefur stríðið á Gaza verið með því allra skelfilegasta sem heimsbyggðin hefur orðið vitni að eins og dómsmál fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag og fyrir Alþjóðlega Sakamáladómstólnum sýna okkur. Það er mikilvægt fyrir alþjóðalög og alþjóðlega sáttmála að þau dómsmál verði leitt til lykta og viðeigandi aðilar axli ábyrgð á glæpum sínum. Stríðið á Gaza er ein umfangsmesta mannúðarkrísa samtímans að mati Sameinuðu þjóðanna sem telja að 1,9 milljón manna hafi þurft að flýja heimili sín og talið er að um 47 þúsund manns, þar af rúmlega 17 þúsund börn hafi verið drepin í stríðinu. Að ótöldum þeim tugþúsundum sem hafa særst, örkumlast eða týnst. Vopnahléið núna verður að vera fyrsta skref að raunverulegum og varanlegum friði. Uppbyggingin verður að hefjast strax og ríki heims verða að leggja sín lóð á vogarskálarnar til að veita íbúum á Gaza allan þann stuðning sem þarf til að byggja upp gjöreyðilagt samfélag. Heimili, skólar, heilbrigðisstofnanir, vegir og aðrir innviðir verði byggðir upp eftir algjöra eyðileggingu. Þessi uppbygging mun taka langan tíma sem alþjóðasamfélagið verður að axla ábyrgð á. Íslensk yfirvöld þurfa að leggja myndarlega af mörkum í þátttöku sinni í aðstoð og uppbyggingu. Nú sem fyrr. En mest um vert er að Ísland eins og önnur ríki heims leggi sig fram um að svona stríð endurtaki sig ekki og vinni einarðlega að því að varanlegum friði verði komið á milli Ísraels og Palestínu. Það er mikilvægara en nokkru sinni að tveggja ríkja lausnin verði fastákveðin. Að aðskilnaðarstefnunni gagnvart Palestínubúum verði hætt. Að ólöglegri yfirtöku á hernumdu svæðunum verði stöðvuð og ofbeldi gagnvart íbúum Vesturbakkans linni án tafar. Allt til að tryggja sjálfstæði Palestínu og varanlegan frið á svæðinu. Stríðshrjáðum íbúum og framtíðarkynslóðum Palestínu til heilla en líka fyrir öryggi íbúa Ísraelsríkis og á svæðinu öllu. Friður er grundvöllur farsællar framtíðar fyrir íbúa þessara svæða eins og okkur öll sem byggjum þessa jörð. Höfundar eru formaður og varaformaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Átök í Ísrael og Palestínu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Sjá meira
Það er sannarlega ástæða til að fagna löngu tímabæru samkomulagi um vopnahlé á Gaza sem nú hefur náðst og það gerum við vonandi öll. Fórnarkostnaðurinn við stríðsátökin á Gaza, sem hafa nú staðið yfir í 19 langa mánuði, er gríðarlegur. Saklausir borgarar eru fórnarlömbin og þá sérstaklega börn, konur og fólk í viðkvæmri stöðu. Gíslum verður nú sleppt og þau geta loks sameinast fjölskyldum sínum sem hafa beðið milli vonar og ótta eftir því hvort þau snúi heim lífs eða liðin. Íbúar Gaza fá nú vonandi langþráð ráðrúm og næði án þess að óttast stöðugt sprengjuregn til að grafa ættingja og vini. Nauðsynleg læknisaðstoð og mannúðaraðstoð mun líka vonandi berast án tafar inn á svæðið en það hefur verið hindrað af Ísraelsher þrátt fyrir að það hafi sárlega vantað og valdið fólki óbærilegum þjáningum. Biðin eftir vopnahléi hefur verið löng, enda hefur stríðið á Gaza verið með því allra skelfilegasta sem heimsbyggðin hefur orðið vitni að eins og dómsmál fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag og fyrir Alþjóðlega Sakamáladómstólnum sýna okkur. Það er mikilvægt fyrir alþjóðalög og alþjóðlega sáttmála að þau dómsmál verði leitt til lykta og viðeigandi aðilar axli ábyrgð á glæpum sínum. Stríðið á Gaza er ein umfangsmesta mannúðarkrísa samtímans að mati Sameinuðu þjóðanna sem telja að 1,9 milljón manna hafi þurft að flýja heimili sín og talið er að um 47 þúsund manns, þar af rúmlega 17 þúsund börn hafi verið drepin í stríðinu. Að ótöldum þeim tugþúsundum sem hafa særst, örkumlast eða týnst. Vopnahléið núna verður að vera fyrsta skref að raunverulegum og varanlegum friði. Uppbyggingin verður að hefjast strax og ríki heims verða að leggja sín lóð á vogarskálarnar til að veita íbúum á Gaza allan þann stuðning sem þarf til að byggja upp gjöreyðilagt samfélag. Heimili, skólar, heilbrigðisstofnanir, vegir og aðrir innviðir verði byggðir upp eftir algjöra eyðileggingu. Þessi uppbygging mun taka langan tíma sem alþjóðasamfélagið verður að axla ábyrgð á. Íslensk yfirvöld þurfa að leggja myndarlega af mörkum í þátttöku sinni í aðstoð og uppbyggingu. Nú sem fyrr. En mest um vert er að Ísland eins og önnur ríki heims leggi sig fram um að svona stríð endurtaki sig ekki og vinni einarðlega að því að varanlegum friði verði komið á milli Ísraels og Palestínu. Það er mikilvægara en nokkru sinni að tveggja ríkja lausnin verði fastákveðin. Að aðskilnaðarstefnunni gagnvart Palestínubúum verði hætt. Að ólöglegri yfirtöku á hernumdu svæðunum verði stöðvuð og ofbeldi gagnvart íbúum Vesturbakkans linni án tafar. Allt til að tryggja sjálfstæði Palestínu og varanlegan frið á svæðinu. Stríðshrjáðum íbúum og framtíðarkynslóðum Palestínu til heilla en líka fyrir öryggi íbúa Ísraelsríkis og á svæðinu öllu. Friður er grundvöllur farsællar framtíðar fyrir íbúa þessara svæða eins og okkur öll sem byggjum þessa jörð. Höfundar eru formaður og varaformaður VG.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun