Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. janúar 2025 11:09 Björgunarsveitarmenn ganga í hús í Neskaupstað. LANDSBJÖRG Rýma þarf svæði í Neskaupstað og á Seyðisfirði vegna mikillar snjóflóðahættu. Veðurstofa Íslands telur mikla hættu á snjóflóðum á svæðinu næstu daga. Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi. „Lögreglan er að vinna í því að hafa samband við fólk, bæði íbúðahús og atvinnureitir,“ segir Minney Sigurðardóttir, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Mikill snjór er í Neskaupstað.Hlynur Sveinsson Í tilkynningu á frá ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands hefst rýming klukkan 18 í kvöld. Búið er að lýsa yfir óvissustigi sem tók gildi klukkan tólf á hádegi. Í Neskaupstað verða þrír reitir rýmdir. Reitur NE01 við Norðfjarðaveg og NE02 við Norðfjarðarvge og Nausthvamm en þar er atvinnuhúsnæði. Einnig veðrur reitur NE18 rýmdur en þar er íbúasvæði með 37 heimilum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. Rýmingarsvæðið í Neskaupstað er merkt með gulu.Lögreglan á Austurlandi. Á Seyðisfirði verða fjórir reitir rýmdir, allt atvinnusvæði. Það eru reitir SE01 OG SE02 við Strandaveg og SE24 og SE26. Rýmingarsvæðið á Seyðisfirði er merkt með gulu.Lögreglan á Austurlandi Fjöldahjálparstöð verður opnuð í Herðubreið á Seyðisfirði klukkan eitt í dag. Í Neskaupstað verður fjöldahjálparstöðin í Egilsbúð. Björgunarsveitarmenn ganga í hús á rýmingarsvæðunum og leiðbeina íbúum. Leiðbeina íbúum Björgunarsveitin Gerpir í Neskaupstað birti punkta fyrir þá sem þurfa að rýma. Muna þarf að ganga tryggilega frá helstu verðmætum eða hafa það með ásamt lyfjum, fatnaði, mat fyrir gæludýr, nauðsynjar ungabarna og öðrum nauðsynlegum hjálpartækjum. Ekki má gleyma hleðslutækjum eða -bönkum til að hlaða raftækin. Þegar húsnæðið er yfirgefið skal passa að allir gluggar og hurðar séu lokaðar, að hiti sé á húsinu og skilja skal eftir ljós í forstofu og við útidyr. Einnig skal tryggja að öll matvæli liggi ekki undir skemmdum. Þá skal skilja eftir rýmingarspjald í glugga eða á áberandi stað. Gera má ráð fyrir því að snjó geti bæst við til fjalla. Nokkur snjóflóð féllu á Austfjörðum í gær. Líklegt er að snjóflóðahætta eykst þegar líður á veðrið. Veðrið á að ganga niður aðfaranótt þriðjudags. Upp úr hádegi er spáð norðaustan þrettán til tuttugu metrar á sekúndu og mikilli snjókomu í dag og á morgun. Gular og appelsínugular viðvaranir verða í gildi í dag og á morgun.Veðurstofa Íslands Fréttin hefur verið uppfærð. Fyrst stóð að svæði SE25 yrði rýmt en því hefur verið breytt í svæði SE26. Snjóflóð á Íslandi Veður Fjarðabyggð Múlaþing Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
„Lögreglan er að vinna í því að hafa samband við fólk, bæði íbúðahús og atvinnureitir,“ segir Minney Sigurðardóttir, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Mikill snjór er í Neskaupstað.Hlynur Sveinsson Í tilkynningu á frá ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands hefst rýming klukkan 18 í kvöld. Búið er að lýsa yfir óvissustigi sem tók gildi klukkan tólf á hádegi. Í Neskaupstað verða þrír reitir rýmdir. Reitur NE01 við Norðfjarðaveg og NE02 við Norðfjarðarvge og Nausthvamm en þar er atvinnuhúsnæði. Einnig veðrur reitur NE18 rýmdur en þar er íbúasvæði með 37 heimilum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. Rýmingarsvæðið í Neskaupstað er merkt með gulu.Lögreglan á Austurlandi. Á Seyðisfirði verða fjórir reitir rýmdir, allt atvinnusvæði. Það eru reitir SE01 OG SE02 við Strandaveg og SE24 og SE26. Rýmingarsvæðið á Seyðisfirði er merkt með gulu.Lögreglan á Austurlandi Fjöldahjálparstöð verður opnuð í Herðubreið á Seyðisfirði klukkan eitt í dag. Í Neskaupstað verður fjöldahjálparstöðin í Egilsbúð. Björgunarsveitarmenn ganga í hús á rýmingarsvæðunum og leiðbeina íbúum. Leiðbeina íbúum Björgunarsveitin Gerpir í Neskaupstað birti punkta fyrir þá sem þurfa að rýma. Muna þarf að ganga tryggilega frá helstu verðmætum eða hafa það með ásamt lyfjum, fatnaði, mat fyrir gæludýr, nauðsynjar ungabarna og öðrum nauðsynlegum hjálpartækjum. Ekki má gleyma hleðslutækjum eða -bönkum til að hlaða raftækin. Þegar húsnæðið er yfirgefið skal passa að allir gluggar og hurðar séu lokaðar, að hiti sé á húsinu og skilja skal eftir ljós í forstofu og við útidyr. Einnig skal tryggja að öll matvæli liggi ekki undir skemmdum. Þá skal skilja eftir rýmingarspjald í glugga eða á áberandi stað. Gera má ráð fyrir því að snjó geti bæst við til fjalla. Nokkur snjóflóð féllu á Austfjörðum í gær. Líklegt er að snjóflóðahætta eykst þegar líður á veðrið. Veðrið á að ganga niður aðfaranótt þriðjudags. Upp úr hádegi er spáð norðaustan þrettán til tuttugu metrar á sekúndu og mikilli snjókomu í dag og á morgun. Gular og appelsínugular viðvaranir verða í gildi í dag og á morgun.Veðurstofa Íslands Fréttin hefur verið uppfærð. Fyrst stóð að svæði SE25 yrði rýmt en því hefur verið breytt í svæði SE26.
Snjóflóð á Íslandi Veður Fjarðabyggð Múlaþing Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira