„Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. janúar 2025 14:49 Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, er glaður í hjartanu yfir viðtökum almennings sem birtast í fjölda tillagna til hagræðingar í samráðsgátt. Vísir/Vilhelm Það kemur fyllilega til greina að endurskoða innkaupareglur ríkisins á flugmiðum segir Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra. Ríkið hefur verið sakað um óeðlilega viðskiptahætti en ráðherra segir mikilvægt að finna hagstæðustu lausnina fyrir ríkið, hvort sem það varðar kostnað vegna vinnuferða eða annarra innkaupa hins opinbera. Daði kveðst himinlifandi með áhuga almennings á skilvirkni í ríkisrekstri. Fram kom í fréttum fyrr í vikunni að forsvarsmenn flugfélagsins Play hafi til skoðunar að leita réttar síns vegna viðskiptahátta ríkisins, sem stjórnarformaður félagsins segir óeðlilega. Flugfélagið hefur lagt það til við ríkisstjórnina, sem sankar nú að sér sparnaðarráðum frá almenningi, að ódýrasta flugfarið verði alltaf keypt þegar ríkisstarfsmenn halda út fyrir landsteinana starfa sinna vegna. Athygli var jafnframt vakin á því, að síðastliðin tvö ár hafi ríkið aðeins keypt um 1,4% allra keyptra flugmiða af Play sem er langt frá því að endurspegla markaðshlutdeild félagsins. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir vel koma til greina að endurskoða núverandi fyrirkomulag. „Það er fyllilega á borðinu að skoða þessi innkaup eins og öll önnur innkaup. Þessi tillaga hefur komið fram ítrekað í sögunni og þarna þurfum við bara að leita til markaðsaðila um tilboð og finna þar hagkvæmustu lausnina fyrir ríkið,“ segir Daði. Vilja vinna hratt úr tillögum Borist hafa ríflega 3200 tillögur í samráðsgátt þar sem almenningur hefur kost á að leggja fram tillögur að hagræðingu í rekstri hins opinbera. Þá hafa forstöðumenn hjá ríkinu verið beðnir um tillögur að hagræðingu, einföldun stjórnsýslu og sameiningu stofnana. Ljóst er að mikið verk er fyrir höndum að vinna úr öllum þeim tillögum sem berast. „Við erum að klára núna skipun á þriggja manna hópi sem mun stýra vinnunni og síðan munu starfsmenn ráðuneytis koma að því. Markmiðið er að vinna eins hratt úr þessu og kostur er að þetta klárist núna á vormánuðum. Það er sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta sem nýskipaðs fjármála- og efnahagsráðherra, hvað þjóðinni er umhugað um skilvirkan rekstur hins opinbera, það eru góðar fréttir,“ segir Daði. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Play Rekstur hins opinbera Viðreisn Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Fram kom í fréttum fyrr í vikunni að forsvarsmenn flugfélagsins Play hafi til skoðunar að leita réttar síns vegna viðskiptahátta ríkisins, sem stjórnarformaður félagsins segir óeðlilega. Flugfélagið hefur lagt það til við ríkisstjórnina, sem sankar nú að sér sparnaðarráðum frá almenningi, að ódýrasta flugfarið verði alltaf keypt þegar ríkisstarfsmenn halda út fyrir landsteinana starfa sinna vegna. Athygli var jafnframt vakin á því, að síðastliðin tvö ár hafi ríkið aðeins keypt um 1,4% allra keyptra flugmiða af Play sem er langt frá því að endurspegla markaðshlutdeild félagsins. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir vel koma til greina að endurskoða núverandi fyrirkomulag. „Það er fyllilega á borðinu að skoða þessi innkaup eins og öll önnur innkaup. Þessi tillaga hefur komið fram ítrekað í sögunni og þarna þurfum við bara að leita til markaðsaðila um tilboð og finna þar hagkvæmustu lausnina fyrir ríkið,“ segir Daði. Vilja vinna hratt úr tillögum Borist hafa ríflega 3200 tillögur í samráðsgátt þar sem almenningur hefur kost á að leggja fram tillögur að hagræðingu í rekstri hins opinbera. Þá hafa forstöðumenn hjá ríkinu verið beðnir um tillögur að hagræðingu, einföldun stjórnsýslu og sameiningu stofnana. Ljóst er að mikið verk er fyrir höndum að vinna úr öllum þeim tillögum sem berast. „Við erum að klára núna skipun á þriggja manna hópi sem mun stýra vinnunni og síðan munu starfsmenn ráðuneytis koma að því. Markmiðið er að vinna eins hratt úr þessu og kostur er að þetta klárist núna á vormánuðum. Það er sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta sem nýskipaðs fjármála- og efnahagsráðherra, hvað þjóðinni er umhugað um skilvirkan rekstur hins opinbera, það eru góðar fréttir,“ segir Daði.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Play Rekstur hins opinbera Viðreisn Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira