Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar 20. janúar 2025 12:02 Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar er kveðið á um að ekki seinna en árið 2027 fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort hefja skuli aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið. Þetta er stór ákvörðun sem mun hafa víðtæk áhrif á framtíð Íslands. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur bent á mikilvægi þess að taka umræðuna um aðildarviðræður út fyrir þingið og færa hana nær almenningi. Í ljósi þess er brýnt að finna leiðir til að efla upplýsta og sanngjarna umræðu áður en gengið er að kjörborðinu. Þátttaka hagsmunasamtaka í opinberri umræðu fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu er bæði eðlileg og þörf. Slík samtök leggja fram mikilvægt sjónarhorn og koma með vel ígrunduð og rökstudd sjónarmið. Hins vegar þarf að hafa í huga að þau tala út frá afmörkuðum hagsmunum og því skiptir máli að almenningur fái einnig tækifæri til að hlusta á mismunandi sjónarmið og mynda sér heildstæða skoðun. Með þetta í huga gætu stjórnvöld nýtt aðferðir rökræðu- og þátttökulýðræðis áður en atkvæðagreiðslan fer fram. Ein aðferð sem hefur verið notuð með góðum árangri víða um heim er borgaraþing – lýðræðislegur vettvangur þar sem hópur slembivalinna borgara ræðir stór mál út frá öllum hliðum. Hvað er borgaraþing? Borgaraþing er vettvangur þar sem slembivalinn hópur sem endurspeglar þjóðina lýðfræðilega (til dæmis með tilliti til aldurs, kyns og búsetu) kemur saman til að ígrunda og ræða ákveðið málefni. Þátttakendur fá aðgang að fjölbreyttum upplýsingum frá sérfræðingum, hagsmunaaðilum og öðrum sem hafa mismunandi sjónarmið á málið. Í lokin kjósa þátttakendur um ákveðin atriði og/eða gefa út skýrslu með niðurstöðum sínum og rökstuðningi. Skýrslan er oft nýtt af stjórnvöldum til að styðja við frekari ákvarðanatöku – stundum leiðir hún til tillagna sem eru samþykktar á þingi, stundum er ekkert gert með þær og stundum fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla í framhaldinu. Alþjóðleg fordæmi Írland hefur verið í fararbroddi í notkun borgaraþinga í opinberri stefnumótun. Þar er reglulega haldið borgaraþing til að ræða alls konar mál. Til að mynda var haldið borgaraþing árin 2016-217 með 100 þátttakendum sem ræddu breytingu á stjórnarskrárákvæði sem bannaði þungunarrof. Þingið kom saman fimm helgar yfir sex mánaða tímabil og niðurstöður þess lögðu grunn að þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2018, þar sem banninu var aflétt. Í Bandaríkjunum hefur Oregon-fylki innleitt aðferði sem kallast Citizens’ Initiative Review (CIR). Þar koma 18-24 borgarar saman í fimm daga til að ræða afmarkað málefni sem er á kjörseðli í beinni atkvæðagreiðslu í fylkinu. Í lok umræðunnar gefa þátttakendur út stutta yfirlýsingu sem greinir frá lykilatriðum og rökum fyrir og á móti málinu, sem er síðan dreift til kjósenda. Mögulega væri hægt að blanda þessum aðferðum saman hér á landi. Það mætti halda borgaraþing eins og á Írlandi, þar sem stór hópur slembivalinna borgara ræðir málefni yfir lengri tíma. Hins vegar gæti tilgangur slíks þings hér verið eingöngu að veita almenningi hlutlægar og áreiðanlegar upplýsingar – ekki að hafa áhrif á stefnumótun þingsins eins og gengur og gerist oftast með borgaraþing. Hvað getur Ísland lært? Stjórnvöld ættu að íhuga alvarlega hvort aðferðir rökræðulýðræðis gætu nýst hér á landi í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2027. Markmiðið er að tryggja að þjóðin hafi tækifæri til að taka upplýsta afstöðu byggða á traustum og heildstæðum upplýsingum. Með því mætti efla lýðræðislega umræðu og leggja sterkari grunn að farsælli ákvarðanatöku um framtíð Íslands. Höfundur er doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar er kveðið á um að ekki seinna en árið 2027 fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort hefja skuli aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið. Þetta er stór ákvörðun sem mun hafa víðtæk áhrif á framtíð Íslands. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur bent á mikilvægi þess að taka umræðuna um aðildarviðræður út fyrir þingið og færa hana nær almenningi. Í ljósi þess er brýnt að finna leiðir til að efla upplýsta og sanngjarna umræðu áður en gengið er að kjörborðinu. Þátttaka hagsmunasamtaka í opinberri umræðu fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu er bæði eðlileg og þörf. Slík samtök leggja fram mikilvægt sjónarhorn og koma með vel ígrunduð og rökstudd sjónarmið. Hins vegar þarf að hafa í huga að þau tala út frá afmörkuðum hagsmunum og því skiptir máli að almenningur fái einnig tækifæri til að hlusta á mismunandi sjónarmið og mynda sér heildstæða skoðun. Með þetta í huga gætu stjórnvöld nýtt aðferðir rökræðu- og þátttökulýðræðis áður en atkvæðagreiðslan fer fram. Ein aðferð sem hefur verið notuð með góðum árangri víða um heim er borgaraþing – lýðræðislegur vettvangur þar sem hópur slembivalinna borgara ræðir stór mál út frá öllum hliðum. Hvað er borgaraþing? Borgaraþing er vettvangur þar sem slembivalinn hópur sem endurspeglar þjóðina lýðfræðilega (til dæmis með tilliti til aldurs, kyns og búsetu) kemur saman til að ígrunda og ræða ákveðið málefni. Þátttakendur fá aðgang að fjölbreyttum upplýsingum frá sérfræðingum, hagsmunaaðilum og öðrum sem hafa mismunandi sjónarmið á málið. Í lokin kjósa þátttakendur um ákveðin atriði og/eða gefa út skýrslu með niðurstöðum sínum og rökstuðningi. Skýrslan er oft nýtt af stjórnvöldum til að styðja við frekari ákvarðanatöku – stundum leiðir hún til tillagna sem eru samþykktar á þingi, stundum er ekkert gert með þær og stundum fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla í framhaldinu. Alþjóðleg fordæmi Írland hefur verið í fararbroddi í notkun borgaraþinga í opinberri stefnumótun. Þar er reglulega haldið borgaraþing til að ræða alls konar mál. Til að mynda var haldið borgaraþing árin 2016-217 með 100 þátttakendum sem ræddu breytingu á stjórnarskrárákvæði sem bannaði þungunarrof. Þingið kom saman fimm helgar yfir sex mánaða tímabil og niðurstöður þess lögðu grunn að þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2018, þar sem banninu var aflétt. Í Bandaríkjunum hefur Oregon-fylki innleitt aðferði sem kallast Citizens’ Initiative Review (CIR). Þar koma 18-24 borgarar saman í fimm daga til að ræða afmarkað málefni sem er á kjörseðli í beinni atkvæðagreiðslu í fylkinu. Í lok umræðunnar gefa þátttakendur út stutta yfirlýsingu sem greinir frá lykilatriðum og rökum fyrir og á móti málinu, sem er síðan dreift til kjósenda. Mögulega væri hægt að blanda þessum aðferðum saman hér á landi. Það mætti halda borgaraþing eins og á Írlandi, þar sem stór hópur slembivalinna borgara ræðir málefni yfir lengri tíma. Hins vegar gæti tilgangur slíks þings hér verið eingöngu að veita almenningi hlutlægar og áreiðanlegar upplýsingar – ekki að hafa áhrif á stefnumótun þingsins eins og gengur og gerist oftast með borgaraþing. Hvað getur Ísland lært? Stjórnvöld ættu að íhuga alvarlega hvort aðferðir rökræðulýðræðis gætu nýst hér á landi í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2027. Markmiðið er að tryggja að þjóðin hafi tækifæri til að taka upplýsta afstöðu byggða á traustum og heildstæðum upplýsingum. Með því mætti efla lýðræðislega umræðu og leggja sterkari grunn að farsælli ákvarðanatöku um framtíð Íslands. Höfundur er doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun