Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Bjarki Sigurðsson skrifar 20. janúar 2025 19:22 Frá Seyðisfirði. Lögreglan á Austurlandi Hættustig vegna snjóflóða er enn í gildi á Austfjörðum. Lögreglustjórinn segir rýmingu hafa gengið vel, þó hún sé alltaf viðkvæmt mál. Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár í dag. Þrjú snjóflóð féllu fyrir ofan varnargarðana í Neskaupstað í nótt en ekkert þeirra nógu kraftmikið til að ná að görðunum sjálfum. Verulega dró úr úrkomu á Austfjörðum í morgun en í kvöld er spáð talsverðri úrkomu sem á að vara frameftir. Hundrað og sjötíu manns þurftu að rýma heimili sín í Neskaupstað og Seyðisfirði í gær og bættust íbúar fjögurra fjölbýlishúsa á Seyðisfirði við þann hóp í dag. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um afléttingu rýminga. Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri á Austurlandi, segir rýmingu hafa gengið vel. „Íbúar hafa staðið sig alveg ótrúlega vel og það hefur allt gengið vel. Svo hefur samstarf við alla viðbragðsaðila líka gengið vel. Við erum mjög þakklát fyrir það því þetta er mjög viðkvæmt og erfitt í framkvæmd,“ segir Margrét. Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri á Austurlandi.Vísir/Sigurjón Guðrún Ólafsdóttir þurfti ásamt eiginmanni sínum að rýma heimili sitt í Neskaupstað. Í stað þess að gista hjá dóttur sinni ákváðu þau að eyða nóttinni í hesthúsinu. „Töldum það vera öruggast að vera hér í hesthúsinu yfir nóttina. Það er á öruggu svæði. Þá gátum við gefið hestunum og svona,“ segir Guðrún. Þetta er í annað sinn á tveimur árum sem hjónin þurfa að rýma. „Maður verður náttúrulega að hlíta því þegar það eru viðvaranir og rýming. Það er bara öryggi í þessu,“ segir Guðrún. Guðrún Ólafsdóttir og eiginmaður hennar, Erlingur Bótólfsson. Eldur kviknaði í bíl á Seyðisfirði í nótt. Fyrstur á staðinn var varðstjóri sem býr rétt hjá, vopnaður slökkvitæki. „Mögulega hefur bíllinn bara ofhitnað, ég svosem kann engar skýringar á því. Það er að nást upp eldur þegar ég er að koma að honum. Á örskammri stundu verður hann alelda. Félagar mínir í slökkviliðinu fara niður á slökkvistöð og ná í slökkvibílinn. Sem betur fer er hann nægilega stór og öflugur til að fara í gegnum þessa ófærð hérna. Það gekk ótrúlega vel að ná í bílinn miðað við ófærðina í bænum. Reyndar þurfti einn slökkviliðsmaður að fara á gönguskíðum að heiman til að ná niður á stöð,“ segir Elvar. Eftir að liðsauki barst tókst að ná tökum á eldinum á skömmum tíma. Veðrið var með viðbragðsaðilum í liði, en hlutir hefðu getað endað verr. „Í morgun var tilkynnt um barnshafandi konu sem var komin að fæðingu. Heiðin ekki opin, þetta eru bara grafalvarlegar aðstæður sem við þurfum að búa við,“ segir Elvar. Heimildin greinir frá því að þetta hafi verið fyrsta barnið til að fæðast á Seyðisfirði í yfir þrjátíu ár. Múlaþing Fjallabyggð Snjóflóð á Íslandi Veður Björgunarsveitir Slökkvilið Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Þrjú snjóflóð féllu fyrir ofan varnargarðana í Neskaupstað í nótt en ekkert þeirra nógu kraftmikið til að ná að görðunum sjálfum. Verulega dró úr úrkomu á Austfjörðum í morgun en í kvöld er spáð talsverðri úrkomu sem á að vara frameftir. Hundrað og sjötíu manns þurftu að rýma heimili sín í Neskaupstað og Seyðisfirði í gær og bættust íbúar fjögurra fjölbýlishúsa á Seyðisfirði við þann hóp í dag. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um afléttingu rýminga. Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri á Austurlandi, segir rýmingu hafa gengið vel. „Íbúar hafa staðið sig alveg ótrúlega vel og það hefur allt gengið vel. Svo hefur samstarf við alla viðbragðsaðila líka gengið vel. Við erum mjög þakklát fyrir það því þetta er mjög viðkvæmt og erfitt í framkvæmd,“ segir Margrét. Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri á Austurlandi.Vísir/Sigurjón Guðrún Ólafsdóttir þurfti ásamt eiginmanni sínum að rýma heimili sitt í Neskaupstað. Í stað þess að gista hjá dóttur sinni ákváðu þau að eyða nóttinni í hesthúsinu. „Töldum það vera öruggast að vera hér í hesthúsinu yfir nóttina. Það er á öruggu svæði. Þá gátum við gefið hestunum og svona,“ segir Guðrún. Þetta er í annað sinn á tveimur árum sem hjónin þurfa að rýma. „Maður verður náttúrulega að hlíta því þegar það eru viðvaranir og rýming. Það er bara öryggi í þessu,“ segir Guðrún. Guðrún Ólafsdóttir og eiginmaður hennar, Erlingur Bótólfsson. Eldur kviknaði í bíl á Seyðisfirði í nótt. Fyrstur á staðinn var varðstjóri sem býr rétt hjá, vopnaður slökkvitæki. „Mögulega hefur bíllinn bara ofhitnað, ég svosem kann engar skýringar á því. Það er að nást upp eldur þegar ég er að koma að honum. Á örskammri stundu verður hann alelda. Félagar mínir í slökkviliðinu fara niður á slökkvistöð og ná í slökkvibílinn. Sem betur fer er hann nægilega stór og öflugur til að fara í gegnum þessa ófærð hérna. Það gekk ótrúlega vel að ná í bílinn miðað við ófærðina í bænum. Reyndar þurfti einn slökkviliðsmaður að fara á gönguskíðum að heiman til að ná niður á stöð,“ segir Elvar. Eftir að liðsauki barst tókst að ná tökum á eldinum á skömmum tíma. Veðrið var með viðbragðsaðilum í liði, en hlutir hefðu getað endað verr. „Í morgun var tilkynnt um barnshafandi konu sem var komin að fæðingu. Heiðin ekki opin, þetta eru bara grafalvarlegar aðstæður sem við þurfum að búa við,“ segir Elvar. Heimildin greinir frá því að þetta hafi verið fyrsta barnið til að fæðast á Seyðisfirði í yfir þrjátíu ár.
Múlaþing Fjallabyggð Snjóflóð á Íslandi Veður Björgunarsveitir Slökkvilið Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira