Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. janúar 2025 13:32 Karl Kristjánsson endurhæfingarlæknir á Reykjalundi og lektor í endurhæfingarlækningum segir rannsóknir sýna að með því að bæta aðeins þúsund skrefum við sig daglega sé hægt að lækka dánartíðni um 15 prósent. Vísir/Hjalti Þúsund skref aukalega á dag lækka dánartíðni fólks um fimmtán prósent. Þetta kemur fram í rannsókn þar sem tvö hundruð og tuttugu þúsund manns var fylgt eftir um árabil. Endurhæfingarlæknir segir að öll viðbótarhreyfing bæti lífslíkur fólks, sérstaklega eldri hópa. Rannsóknin sem um ræðir fór fram í sex löndum yfir sjö ára tímabil. Þar var kannað tengsl hreyfingar við sjúkdóma og dánartíðni. Hún birtist í Europian Journal of Preventive Cardiology. „Ef ganga væri lyf myndum við mæla með því að allir tækju það“ Karl Kristjánsson endurhæfingarlæknir á Reykjalundi og lektor í endurhæfingarlækningum kynnti niðurstöður rannsóknarinnar á Læknadögum sem nú standa yfir. Hann segir hana staðfesta enn frekar hvað dagleg hreyfing er verndandi gegn sjúkdómum. „Niðurstöður rannsóknarinnar er að ef fólk bætir aðeins við sig þúsund skrefum á dag þ.e. ofan á það sem það gengur venjulega þá lækkar dánartíðni um fimmtán prósent. Þá hafi komið í ljós að dánartíðni í hópi þeirra sem þjást af hjartasjúkdómum lækkaði um sjö prósent þegar fólk bætti við sig aðeins fimm hundruð skrefum á dag. Ef ganga væri lyf myndum við mæla með því að allir tækju það. Fimm þúsund skref á dag í minnsta lagi Hann segir að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin ráðleggi fólki að ganga að minnsta kosti fimm þúsund skref á dag. Flestir nái því en þó sé stór hluti í meiri kyrrsetu. „Það er um þriðjungur fólks í ríkari löndum sem nær ekki fimm þúsund skrefum og meiri hreyfing felur mesta ávinning í för með sér fyrir þann hóp,“ segir Karl. Hann segir að niðurstöðurnar gilda líka um þá sem þegar hafa náð fimm þúsund skrefum. Meiri hreyfing en það hafi enn betri áhrif. „Þessar rannsóknir sýna ávinning með meiri hreyfingu upp að allt að tuttugu þúsundum skrefa á dag,“ segir hann. Aðspurður um hvort álag í göngu skipti máli svarar Karl: „Það þarf ekki að sprengja sig til að ná þessum jákvæðu heilsuáhrifum. En þeir sem ráða við að skokka eða hlaupa ná betri heilsu á styttri tíma.“ Önnur þjálfun líka mikilvæg Karl segir einnig mikilvægt fyrir heilsuna að vera í styrktarþjálfun. Það er mælt með ,sérstaklega fyrir þá sem eru aðeins eldri, að stunda styrktarþjálfun og einhverja leikfimi með göngunum,“ segir hann. Hann segir afar mikilvægt að fólk með áhættu á að fá hjartasjúkdóma vegna t.d, sykursýki eða hás blóðþrýstings eða eru með slíka sjúkdóma fari að þessum ráðum. Þá sé mikilvægt að fylgja þeim með hækkandi aldri. „Þetta er sérlega mikilvægt fyrir fólk í þeirri stöðu,“ segir Karl. Ferðamennska á Íslandi Heilsa Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Rannsóknin sem um ræðir fór fram í sex löndum yfir sjö ára tímabil. Þar var kannað tengsl hreyfingar við sjúkdóma og dánartíðni. Hún birtist í Europian Journal of Preventive Cardiology. „Ef ganga væri lyf myndum við mæla með því að allir tækju það“ Karl Kristjánsson endurhæfingarlæknir á Reykjalundi og lektor í endurhæfingarlækningum kynnti niðurstöður rannsóknarinnar á Læknadögum sem nú standa yfir. Hann segir hana staðfesta enn frekar hvað dagleg hreyfing er verndandi gegn sjúkdómum. „Niðurstöður rannsóknarinnar er að ef fólk bætir aðeins við sig þúsund skrefum á dag þ.e. ofan á það sem það gengur venjulega þá lækkar dánartíðni um fimmtán prósent. Þá hafi komið í ljós að dánartíðni í hópi þeirra sem þjást af hjartasjúkdómum lækkaði um sjö prósent þegar fólk bætti við sig aðeins fimm hundruð skrefum á dag. Ef ganga væri lyf myndum við mæla með því að allir tækju það. Fimm þúsund skref á dag í minnsta lagi Hann segir að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin ráðleggi fólki að ganga að minnsta kosti fimm þúsund skref á dag. Flestir nái því en þó sé stór hluti í meiri kyrrsetu. „Það er um þriðjungur fólks í ríkari löndum sem nær ekki fimm þúsund skrefum og meiri hreyfing felur mesta ávinning í för með sér fyrir þann hóp,“ segir Karl. Hann segir að niðurstöðurnar gilda líka um þá sem þegar hafa náð fimm þúsund skrefum. Meiri hreyfing en það hafi enn betri áhrif. „Þessar rannsóknir sýna ávinning með meiri hreyfingu upp að allt að tuttugu þúsundum skrefa á dag,“ segir hann. Aðspurður um hvort álag í göngu skipti máli svarar Karl: „Það þarf ekki að sprengja sig til að ná þessum jákvæðu heilsuáhrifum. En þeir sem ráða við að skokka eða hlaupa ná betri heilsu á styttri tíma.“ Önnur þjálfun líka mikilvæg Karl segir einnig mikilvægt fyrir heilsuna að vera í styrktarþjálfun. Það er mælt með ,sérstaklega fyrir þá sem eru aðeins eldri, að stunda styrktarþjálfun og einhverja leikfimi með göngunum,“ segir hann. Hann segir afar mikilvægt að fólk með áhættu á að fá hjartasjúkdóma vegna t.d, sykursýki eða hás blóðþrýstings eða eru með slíka sjúkdóma fari að þessum ráðum. Þá sé mikilvægt að fylgja þeim með hækkandi aldri. „Þetta er sérlega mikilvægt fyrir fólk í þeirri stöðu,“ segir Karl.
Ferðamennska á Íslandi Heilsa Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira