Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2025 12:01 Yahia Omar er lykilmaður í afar sterku liði Egyptalands. Getty/Luka Stanzl Ísland á fyrir höndum afar erfiðan leik gegn Egyptalandi á HM í handbolta í kvöld. Egyptar hafa síðustu ár verið með langsterkasta liðið utan Evrópu og átt fast sæti í hópi átta efstu á HM, og þangað stefna þeir líkt og Íslendingar. Eftir frábæran sigur Egypta gegn Króötum væri auðvelt að benda á markvörðinn Mohamed Aly, liðsfélaga Stivens Valencia hjá Benfica í Portúgal, sem leikmann sem gæti reynst strákunum okkar erfiður ljár í þúfu. Aly varði 14 skot gegn strákunum hans Dags Sigurðssonar, eða 38%, sem er afskaplega gert þó að sú frammistaða hafi svo fallið í skuggann af draumaleik Viktors Gísla Hallgrímssonar gegn Slóvenum. Án stjörnu sem Aron leysti af hólmi En Egyptar eru með marga aðra leikmenn sem vert er að nefna. Það hjálpar reyndar Íslandi að vinstri skyttan Ahmed Hesham, gjarnan kallaður Dodo, meiddist í leiknum gegn Króatíu, og áður hafði Yehia El-Deraa slitið krossband í hné í haust sem leiddi einmitt til þess að félag hans, Veszprém, sótti Aron Pálmarsson í Kaplakrika. Snorri Steinn Guðjónsson hefur reyndar sínar efasemdir um að Dodo sé mikið meiddur. Örvhenta skyttan Yahia Omar er næstmarkahæsti leikmaður PSG í Frakklandi í vetur, og var valinn besti maður mótsins í annað sinn í röð þegar Egyptaland varð Afríkumeistari fyrir ári síðan, þriðja skiptið í röð. Á meðan Ísland þarf að spjara sig án síns Ómars þá er Yahia Omar í fantaformi og hann varð markahæstur Egypta gegn Króötum með sex mörk, en þurfti reyndar til þess þrettán skot. „Þannig var það ekki hjá Egyptalandi áður“ Omar, sem er 27 ára, er á sínu fjórða heimsmeistaramóti og segir Egypta núna alltaf mæta á HM með það í huga að vinna mótið. „Þannig var það ekki hjá Egyptalandi áður. Við horfðum bara á riðlakeppnina. Núna stefnum við alltaf á sigur og hvort sem það tekst eða ekki þá er það okkar markmið,“ sagði Omar við heimasíðu IHF. Annar lykilmaður sem íslenska vörnin þarf að finna leiðir til að stoppa, eða að minnsta kosti að halda í skefjum, er stór og þungur línumaður að nafni Ahmed Adel sem er vanur að skora mikið fyrir Egypta. Hann spilar með Al Ahli í heimalandinu eins og stór hópur leikmanna landsliðsins. Egyptar hafa endað á meðal átta efstu liða á síðustu þremur heimsmeistaramótum í röð, á meðan að Íslendingar hafa ekki náð svo langt síðan 2011. Spánverjar þurftu framlengingu til að slá Egypta út í 8-liða úrslitum á Ólympíuleikunum í ágúst, og Egyptaland hefur orðið Afríkumeistari þrjú síðustu skipti í röð. Það er því alveg ljóst að allt þarf að ganga upp hjá strákunum okkar í kvöld, og að sigurliðið kemur sér í algjört dauðafæri á að fara í 8-liða úrslit mótsins. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Það er einhver ára yfir liðinu“ Aron Pálmarsson missti af fyrsta leik Íslands á HM vegna meiðsla og í fyrstu átti hann ekkert að spila fyrr en í milliriðlinum. Sem betur fer náði hann heilsu fyrr og hefur verið frábær. 22. janúar 2025 08:00 „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Gísli Þorgeir Kristjánsson kveðst ekki vita hvað fór á milli móður hans Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, og Hassan Moustafa, forseta Alþjóðahandknattleikssambandsins, á leik Íslands og Slóveníu í gær. Gísli gat þó notið dagsins með fjölskyldunni í Zagreb. 21. janúar 2025 20:32 Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Egyptar urðu fyrir blóðtöku fyrir komandi milliriðil með strákunum okkar. Mikilvægur leikmaður liðsins meiddist í góðum sigri gærkvöldsins. 20. janúar 2025 15:21 Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Íslenskur virkisveggur var reistur í Zagreb í kvöld sem stóðst allar árásir Slóvena. Svo sterkar voru stoðirnar að byggingin dró úr þeim allan mátt. 20. janúar 2025 23:00 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira
Eftir frábæran sigur Egypta gegn Króötum væri auðvelt að benda á markvörðinn Mohamed Aly, liðsfélaga Stivens Valencia hjá Benfica í Portúgal, sem leikmann sem gæti reynst strákunum okkar erfiður ljár í þúfu. Aly varði 14 skot gegn strákunum hans Dags Sigurðssonar, eða 38%, sem er afskaplega gert þó að sú frammistaða hafi svo fallið í skuggann af draumaleik Viktors Gísla Hallgrímssonar gegn Slóvenum. Án stjörnu sem Aron leysti af hólmi En Egyptar eru með marga aðra leikmenn sem vert er að nefna. Það hjálpar reyndar Íslandi að vinstri skyttan Ahmed Hesham, gjarnan kallaður Dodo, meiddist í leiknum gegn Króatíu, og áður hafði Yehia El-Deraa slitið krossband í hné í haust sem leiddi einmitt til þess að félag hans, Veszprém, sótti Aron Pálmarsson í Kaplakrika. Snorri Steinn Guðjónsson hefur reyndar sínar efasemdir um að Dodo sé mikið meiddur. Örvhenta skyttan Yahia Omar er næstmarkahæsti leikmaður PSG í Frakklandi í vetur, og var valinn besti maður mótsins í annað sinn í röð þegar Egyptaland varð Afríkumeistari fyrir ári síðan, þriðja skiptið í röð. Á meðan Ísland þarf að spjara sig án síns Ómars þá er Yahia Omar í fantaformi og hann varð markahæstur Egypta gegn Króötum með sex mörk, en þurfti reyndar til þess þrettán skot. „Þannig var það ekki hjá Egyptalandi áður“ Omar, sem er 27 ára, er á sínu fjórða heimsmeistaramóti og segir Egypta núna alltaf mæta á HM með það í huga að vinna mótið. „Þannig var það ekki hjá Egyptalandi áður. Við horfðum bara á riðlakeppnina. Núna stefnum við alltaf á sigur og hvort sem það tekst eða ekki þá er það okkar markmið,“ sagði Omar við heimasíðu IHF. Annar lykilmaður sem íslenska vörnin þarf að finna leiðir til að stoppa, eða að minnsta kosti að halda í skefjum, er stór og þungur línumaður að nafni Ahmed Adel sem er vanur að skora mikið fyrir Egypta. Hann spilar með Al Ahli í heimalandinu eins og stór hópur leikmanna landsliðsins. Egyptar hafa endað á meðal átta efstu liða á síðustu þremur heimsmeistaramótum í röð, á meðan að Íslendingar hafa ekki náð svo langt síðan 2011. Spánverjar þurftu framlengingu til að slá Egypta út í 8-liða úrslitum á Ólympíuleikunum í ágúst, og Egyptaland hefur orðið Afríkumeistari þrjú síðustu skipti í röð. Það er því alveg ljóst að allt þarf að ganga upp hjá strákunum okkar í kvöld, og að sigurliðið kemur sér í algjört dauðafæri á að fara í 8-liða úrslit mótsins.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Það er einhver ára yfir liðinu“ Aron Pálmarsson missti af fyrsta leik Íslands á HM vegna meiðsla og í fyrstu átti hann ekkert að spila fyrr en í milliriðlinum. Sem betur fer náði hann heilsu fyrr og hefur verið frábær. 22. janúar 2025 08:00 „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Gísli Þorgeir Kristjánsson kveðst ekki vita hvað fór á milli móður hans Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, og Hassan Moustafa, forseta Alþjóðahandknattleikssambandsins, á leik Íslands og Slóveníu í gær. Gísli gat þó notið dagsins með fjölskyldunni í Zagreb. 21. janúar 2025 20:32 Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Egyptar urðu fyrir blóðtöku fyrir komandi milliriðil með strákunum okkar. Mikilvægur leikmaður liðsins meiddist í góðum sigri gærkvöldsins. 20. janúar 2025 15:21 Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Íslenskur virkisveggur var reistur í Zagreb í kvöld sem stóðst allar árásir Slóvena. Svo sterkar voru stoðirnar að byggingin dró úr þeim allan mátt. 20. janúar 2025 23:00 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira
„Það er einhver ára yfir liðinu“ Aron Pálmarsson missti af fyrsta leik Íslands á HM vegna meiðsla og í fyrstu átti hann ekkert að spila fyrr en í milliriðlinum. Sem betur fer náði hann heilsu fyrr og hefur verið frábær. 22. janúar 2025 08:00
„Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Gísli Þorgeir Kristjánsson kveðst ekki vita hvað fór á milli móður hans Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, og Hassan Moustafa, forseta Alþjóðahandknattleikssambandsins, á leik Íslands og Slóveníu í gær. Gísli gat þó notið dagsins með fjölskyldunni í Zagreb. 21. janúar 2025 20:32
Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Egyptar urðu fyrir blóðtöku fyrir komandi milliriðil með strákunum okkar. Mikilvægur leikmaður liðsins meiddist í góðum sigri gærkvöldsins. 20. janúar 2025 15:21
Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Íslenskur virkisveggur var reistur í Zagreb í kvöld sem stóðst allar árásir Slóvena. Svo sterkar voru stoðirnar að byggingin dró úr þeim allan mátt. 20. janúar 2025 23:00