Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2025 10:47 Joaquín Navarro Cañada með nokkrum uppreisnarmönnum FLA. FLA Spænskum manni sem rænt var í Alsír var frelsaður af uppreisnarmönnum í Malí, skömmu áður en selja átti hann til vígamanna Íslamska ríkisins. Hann var svo fluttur aftur til Alsír í gær og færður yfirvöldum þar. Joaquín Navarro Cañada, er rúmlega sextugur fornleifafræðingur en honum var rænt í Alsír, nærri landamærum Malí þann 14. janúar. Þá var hann þar í fríi og var honum rænt af glæpamönnum sem ætluðu sér að selja hann til vígamanna Íslamska ríkisins á Sahel-svæðinu. El Mundo segir að Canada hafi verið flogið til höfuðborgar Alsír og þar hafi hann verið færður í hendur Spánverja. Spænski miðillinn El País segir Túarega hafa bjargað fornleifafræðingnum í samvinnu við CNI, Leyniþjónustu Spánar. Um leið og Cañada var rænt munu starfsmenn CNI hafa haft samband við uppreisnarhóp Túarega í Malí sem kallast Azawad Liberation Front (FLA). Sá hópur hefur um árabil barist fyrir eigin ríki í norðurhluta Malí og á það ríki að kallast Azawad. Einn talsmanna FLA sagði frá því að glæpamennirnir sem rændu Cañada hafi flutt hann til Azawad á leið þeirra til móts við ISIS-liða. Hann hafi verið frelsaður af FLA-liðum á mánudagskvöldið. L’ex-otage de nationalité espagnole ici sous bonne escorte des forces du #FLA a été à l’instant transféré aux autorités algériennes dans les conditions adéquates et en bonne santé pic.twitter.com/e7GxQiCxAe— Attaye Ag Mohamed (@attaye_ag) January 21, 2025 Í frétt France24 kemur fram að leiðtogar Íslamska ríkisins á Sahel-svæðinu hafi nýverið gefið út ákall eftir vestrænum gíslum. Blaðamaður miðilsins sem starfar á svæðinu segir ISIS bjóða umtalsverða fjármuni fyrir hvern gísl sem þeir fá afhentan. Hann segir mannræningjana hafa verið sjö talsins frá Malí og Alsír og allir kringum tvítugt. Þeir munu hafa skilið Cañada eftir á tilteknum stað sem FLA-liðar bentu þeim á, í skiptum fyrir það að vera ekki eltir uppi af uppreisnarmönnunum. Ræningjunum var einnig gert að afhenda Cañada aftur vegabréf hans, síma og aðrar eigur. Moment de transfert de l’otage Espagnol aux autorités algériennes il y a quelques instants pic.twitter.com/9cqmSHTSlW— Wassim Nasr (@SimNasr) January 21, 2025 Austurrísk kona sem rænt var í Níger, nærri landamærum Alsír, þann 12. janúar var ekki jafn heppin og Cañada. Mannræningjar hennar eru sagðir hafa náð að flytja hana til yfirráðasvæðis ISIS á Sahel-svæðinu. Mikil óreiða á Sahel-svæðinu Túaregar eru þjóðflokkur sem heldur til í eyðimörkinni milli Alsír og Malí og hafa þeir lengi barist fyrir eigin ríki. Mikil óreiða ríkir á Sahel-svæðinu um þessar mundir en þar hefur vígahópum vaxið mjög ásmegin á undanförnum árum. Tveir hópar eru umsvifamestir á svæðinu. Það eru hinn áðurnefndi Jama‘at Nusrat al-Islam wal-Muslimin eða JNIM, sem tengist al-Qaeda, og Íslamska ríkið í Sahel eða IS-S. Alsír Malí Spánn Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira
Joaquín Navarro Cañada, er rúmlega sextugur fornleifafræðingur en honum var rænt í Alsír, nærri landamærum Malí þann 14. janúar. Þá var hann þar í fríi og var honum rænt af glæpamönnum sem ætluðu sér að selja hann til vígamanna Íslamska ríkisins á Sahel-svæðinu. El Mundo segir að Canada hafi verið flogið til höfuðborgar Alsír og þar hafi hann verið færður í hendur Spánverja. Spænski miðillinn El País segir Túarega hafa bjargað fornleifafræðingnum í samvinnu við CNI, Leyniþjónustu Spánar. Um leið og Cañada var rænt munu starfsmenn CNI hafa haft samband við uppreisnarhóp Túarega í Malí sem kallast Azawad Liberation Front (FLA). Sá hópur hefur um árabil barist fyrir eigin ríki í norðurhluta Malí og á það ríki að kallast Azawad. Einn talsmanna FLA sagði frá því að glæpamennirnir sem rændu Cañada hafi flutt hann til Azawad á leið þeirra til móts við ISIS-liða. Hann hafi verið frelsaður af FLA-liðum á mánudagskvöldið. L’ex-otage de nationalité espagnole ici sous bonne escorte des forces du #FLA a été à l’instant transféré aux autorités algériennes dans les conditions adéquates et en bonne santé pic.twitter.com/e7GxQiCxAe— Attaye Ag Mohamed (@attaye_ag) January 21, 2025 Í frétt France24 kemur fram að leiðtogar Íslamska ríkisins á Sahel-svæðinu hafi nýverið gefið út ákall eftir vestrænum gíslum. Blaðamaður miðilsins sem starfar á svæðinu segir ISIS bjóða umtalsverða fjármuni fyrir hvern gísl sem þeir fá afhentan. Hann segir mannræningjana hafa verið sjö talsins frá Malí og Alsír og allir kringum tvítugt. Þeir munu hafa skilið Cañada eftir á tilteknum stað sem FLA-liðar bentu þeim á, í skiptum fyrir það að vera ekki eltir uppi af uppreisnarmönnunum. Ræningjunum var einnig gert að afhenda Cañada aftur vegabréf hans, síma og aðrar eigur. Moment de transfert de l’otage Espagnol aux autorités algériennes il y a quelques instants pic.twitter.com/9cqmSHTSlW— Wassim Nasr (@SimNasr) January 21, 2025 Austurrísk kona sem rænt var í Níger, nærri landamærum Alsír, þann 12. janúar var ekki jafn heppin og Cañada. Mannræningjar hennar eru sagðir hafa náð að flytja hana til yfirráðasvæðis ISIS á Sahel-svæðinu. Mikil óreiða á Sahel-svæðinu Túaregar eru þjóðflokkur sem heldur til í eyðimörkinni milli Alsír og Malí og hafa þeir lengi barist fyrir eigin ríki. Mikil óreiða ríkir á Sahel-svæðinu um þessar mundir en þar hefur vígahópum vaxið mjög ásmegin á undanförnum árum. Tveir hópar eru umsvifamestir á svæðinu. Það eru hinn áðurnefndi Jama‘at Nusrat al-Islam wal-Muslimin eða JNIM, sem tengist al-Qaeda, og Íslamska ríkið í Sahel eða IS-S.
Alsír Malí Spánn Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira