„Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2025 08:32 Elliði Snær Viðarsson var léttur eftir sigurinn á Egyptalandi í gær. Fjórir sigrar í fjórum fyrstu leikjunum á HM. Hann var líka í miklu stuði í fótboltanum á æfingu liðsins. Vísir/Vilhelm Það er ekki aðeins gaman hjá íslensku strákunum í leikjum því fjörið er líka mikið á æfingum liðsins þar sem keppnisskapið er stundum ekkert minna. Flestir sem fylgjast eitthvað með íslenska handboltalandsliðinu hafa heyrt eitthvað um fótboltaleik strákanna í upphafi sumra æfinga. Handknattleikssambandið leyfði fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum að kynnast aðeins betur því sem þar gengur á. Elliði Snær Viðarsson, varafyrirliði íslenska liðsins, var með hljóðnema á sér í fótboltanum á einni æfingunni út á HM í Króatíu og það mátti sjá hann í fullu fjöri með liðsfélögum sínum. Það er auðvitað ekkert gefið eftir í þessum fótboltaleik handboltastrákanna okkar. Mennirnir sem spila handbolta alla daga elska fátt meira en að hita upp í fótbolta. Elliði er líka keppnismaður af allra bestu gerð og Eyjamaðurinn var óhræddur við henda í nokkrar skemmtilegar setningar og skot fyrir hljóð og mynd. Afraksturinn má nú sjá á samfélagsmiðlum HSÍ eða hér fyrir neðan. „Úúaaa. Ég er eins og Van Dijk hérna í vörninni,“ heyrðist í Eyjamanninum þegar hann skallaði boltann einu frá sínu marki. „Þetta er alveg dautt sko,“ sagði línumaðurinn var ekki nógu ánægður með sitt lið. Hann dreif sig í sóknina og var næstu því búinn að skora. Svo reyndi hann að nota brellubrögð til að koma í veg fyrir mark en það mátti heyra kallað hendi úr öllum áttum. „Já, já. Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ heyrðist á móti í Elliða eins og má sjá hér fyrir neðan. Þetta er svo sannarlega skemmtileg sýn inn í heim strákanna okkar þegar þeir fá að spila fótbolta á æfingum. View this post on Instagram A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Flestir sem fylgjast eitthvað með íslenska handboltalandsliðinu hafa heyrt eitthvað um fótboltaleik strákanna í upphafi sumra æfinga. Handknattleikssambandið leyfði fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum að kynnast aðeins betur því sem þar gengur á. Elliði Snær Viðarsson, varafyrirliði íslenska liðsins, var með hljóðnema á sér í fótboltanum á einni æfingunni út á HM í Króatíu og það mátti sjá hann í fullu fjöri með liðsfélögum sínum. Það er auðvitað ekkert gefið eftir í þessum fótboltaleik handboltastrákanna okkar. Mennirnir sem spila handbolta alla daga elska fátt meira en að hita upp í fótbolta. Elliði er líka keppnismaður af allra bestu gerð og Eyjamaðurinn var óhræddur við henda í nokkrar skemmtilegar setningar og skot fyrir hljóð og mynd. Afraksturinn má nú sjá á samfélagsmiðlum HSÍ eða hér fyrir neðan. „Úúaaa. Ég er eins og Van Dijk hérna í vörninni,“ heyrðist í Eyjamanninum þegar hann skallaði boltann einu frá sínu marki. „Þetta er alveg dautt sko,“ sagði línumaðurinn var ekki nógu ánægður með sitt lið. Hann dreif sig í sóknina og var næstu því búinn að skora. Svo reyndi hann að nota brellubrögð til að koma í veg fyrir mark en það mátti heyra kallað hendi úr öllum áttum. „Já, já. Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ heyrðist á móti í Elliða eins og má sjá hér fyrir neðan. Þetta er svo sannarlega skemmtileg sýn inn í heim strákanna okkar þegar þeir fá að spila fótbolta á æfingum. View this post on Instagram A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland)
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira