Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar 23. janúar 2025 13:02 „Þetta [var] leiðinleg messa og veitti manni ekki innblástur. Hún og kirkjan hennar skulda almenningi afsökunarbeiðni.” Leiðindi og skemmtun Leiðindi þykja sjaldnast af hinu góða. Nútíminn þekkir fátt verra en einmitt það þegar við finnum hvernig andartökin líða, sekúndur verða eins og mínútur. Svo við gröfum aðeins niður í orðin þá er skyldleiki á milli nafnorðsins „leiðindi“ og sagnarinnar „að líða”. Andstæðan er skemmtunin, þá er eins og allt taki skemmri tíma. Sennilega hefur krafan aldrei verið sterkari en nú að stytta okkur stundirnar með þessu hætti. Upp úr þeim jarðvegi kemur yfirlýsingin um messuna leiðinlegu sem sótt er í örskilaboð nýkjörins forseta Bandaríkjanna. Sumir fréttaskýrendur tengja kjör hans við það einkenni á samtíma okkar, að við erum hætt að gefa okkur tíma til að skoða, meta og skilja. Nei, skilningarvitin svo kölluðu, eru útsett fyrir áreiti svo raunveruleg ígrundun mætir afgangi. Þar kemur einmitt tíminn við sögu. Andartökin sem við gefum okkur til að rýna og greina verða alltaf færri og færri, sekúndurnar sem við festum athygli á hlutunum. Allt þarf að vera skemmtilegt. Tímar sleggjudóma Þetta kann að vera ein ástæða þess að nú virðist skrumið tröllríða allri umræðu. Heimsmyndin verður svört, hvít. Dregnar eru upp línur sem eru svo einfaldar að veruleikinn í öllum sínum blæbrigðum fangar hana ekki. Okkur hefur verið gefin næm skynjun, við eigum að geta greint litbrigði og skuggaskil. En á þessum „skemmtilegu“ tímum okkar er næðið naumt skammtað og þá vaða uppi hleypidómar og sleggjudómar og kaffæra allri vitræna umræðu. Skólastjórinn Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir finnst mér tala á sömu nótum í pistli sem hún sendi frá sér í liðinni viku. Hún talar um að erfitt sé að halda uppi aga í grunnskólum landsins. „Þarf samfélagið ekki að fara í smá naflaskoðun?“ spyr hún. Hún heldur því fram að vandinn sé dýpri en svo að skólarnir einir geti leyst hann. Þetta sé nokkuð sem við þurfum öll að skoða. Meinið snúi að menningunni og lausnin felist ekki í fleiri stöðugildum, við þurfum öll að líta í eigin barm. Og þá kemur aftur upp í hugann setninginn sem nýkjörinn forsetinn hafði uppi um þessa leiðinlegu messu sem hefur verið mörgum hugleikin undanfarna daga. Tilefnið var jú að biskupinn í Washington, Mariann Edgar Budde, bar upp þá einlægu ósk í predikun við Donald Trump, að hann virti réttindi allra borgara þessa stóra og fjölbreytilega lands. Hún lýsti því hversu óttaslegið fólk væri, einkum þeir sem tilheyrðu minnihlutahópum við hótanir hans um að takmarka réttindi þeirra. Innflytjendur og hinsegin fólk væru upp til hópa löghlýðnir borgarar og nú væri fólk uggandi um hag sinn og framtíð. Þetta voru nú leiðindin sem forsetinn kvartaði undan. „Þið voruð sjálfir aðkomumenn“ Þráin eftir því að tilheyra, vera samþykkt er sammannleg og skiptir þá engu hvar við erum stödd í heiminum. Læknavísindin flytja okkur þær fregnir að einsemdin sé álíka skaðleg og reykingar. Bretar hafa meira að segja sérstakt ráðuneyti helgað því að vinna gegn einmanaleika. Þetta er líka eitt einkenni frásagnanna af Jesú þar sem sjónarhornið er jafnan á þeim sömu og biskupinn í Washington talaði um. Það eru þau sem standa höllum fæti af einhverjum ástæðum. Sá boðskapur birtist okkur reyndar víða í Biblíunni: „Hann rekur réttar munaðarleysingjast og ekkjunnar og sýnir aðkomumaninum kærleika og gefur honum fæði og klæði. Þið skulið því sjálfir elska aðkomumanninn því að þið voruð sjálfir aðkomumenn í Egyptalandi.“ (5Mós. 10.18) Takið eftir orðalagi hins ævaforna texta. Hlutskipti aðkomufólks er ekki öfundsvert en það er eitt að reyna að skilja hvernig öðrum kann að líða, hitt er annað að greina hvernig okkur sjálfum hugnast það að vera sett til hliðar. Með þeim hætti má skilja niðurlag þessara orða. Sjálfur gaf Jesús ekki aðeins hinum fátæku og veiku athygli sína og gaum. Hann fann líka til með herforingjanum sem gat með bendingu sent undirsáta sína á milli staða. (Matt. 8.3–13) Hér vakna hugrenningartengsl við messuna leiðinlegu í höfuðborginni Vestanhafs. Hvað vildi biskupinn segja? Jú, hún flutti engan reiðilestur yfir valdhafanum, nei hún bað þeim griða sem eru nú þjökuð af áhyggjum yfir óvissri framtíð. Hún rétti út sáttarhönd í auðmýkt og hvatti forsetann til að hugsa málin betur, já íhuga hvernig öðrum kann að líða. Til varnar leiðindum Til þess þurfum við íhugun. Við þurfum að gefa okkur tóm, andrúm til að skynja, hugsa, já lifa í hverju andartak. Þetta er erindi trúarinnar til mennskunnar, að fá okkur til að horfa á heiminn með öðrum hætti en tíðkast í asa hversdagsins. Í þeim skilningi er allt í lagi að vera leiðinlegur. Við megum alveg skynja það hvernig tíminn okkar líður því hann er vettvangur ævistarfs okkar og verka frá því okkur skolar í heiminn með legvatninu og til þess er ljósið slokknar í lífi okkar. Fram að því á birtan að skína í lífi okkar. Hún á að minna okkur á skyldur okkar hvert gagnvart öðru, í heimi sem þarf svo mjög á hugsjónum okkar og kröftum að halda. Þetta ljós er umhyggjan fyrir náunganum einkum þeim sem þarf að þola órétt og ranglæti af hálfu þeirra sem með völdin fara. Höfundur er prestur í Neskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli S. Ólafsson Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
„Þetta [var] leiðinleg messa og veitti manni ekki innblástur. Hún og kirkjan hennar skulda almenningi afsökunarbeiðni.” Leiðindi og skemmtun Leiðindi þykja sjaldnast af hinu góða. Nútíminn þekkir fátt verra en einmitt það þegar við finnum hvernig andartökin líða, sekúndur verða eins og mínútur. Svo við gröfum aðeins niður í orðin þá er skyldleiki á milli nafnorðsins „leiðindi“ og sagnarinnar „að líða”. Andstæðan er skemmtunin, þá er eins og allt taki skemmri tíma. Sennilega hefur krafan aldrei verið sterkari en nú að stytta okkur stundirnar með þessu hætti. Upp úr þeim jarðvegi kemur yfirlýsingin um messuna leiðinlegu sem sótt er í örskilaboð nýkjörins forseta Bandaríkjanna. Sumir fréttaskýrendur tengja kjör hans við það einkenni á samtíma okkar, að við erum hætt að gefa okkur tíma til að skoða, meta og skilja. Nei, skilningarvitin svo kölluðu, eru útsett fyrir áreiti svo raunveruleg ígrundun mætir afgangi. Þar kemur einmitt tíminn við sögu. Andartökin sem við gefum okkur til að rýna og greina verða alltaf færri og færri, sekúndurnar sem við festum athygli á hlutunum. Allt þarf að vera skemmtilegt. Tímar sleggjudóma Þetta kann að vera ein ástæða þess að nú virðist skrumið tröllríða allri umræðu. Heimsmyndin verður svört, hvít. Dregnar eru upp línur sem eru svo einfaldar að veruleikinn í öllum sínum blæbrigðum fangar hana ekki. Okkur hefur verið gefin næm skynjun, við eigum að geta greint litbrigði og skuggaskil. En á þessum „skemmtilegu“ tímum okkar er næðið naumt skammtað og þá vaða uppi hleypidómar og sleggjudómar og kaffæra allri vitræna umræðu. Skólastjórinn Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir finnst mér tala á sömu nótum í pistli sem hún sendi frá sér í liðinni viku. Hún talar um að erfitt sé að halda uppi aga í grunnskólum landsins. „Þarf samfélagið ekki að fara í smá naflaskoðun?“ spyr hún. Hún heldur því fram að vandinn sé dýpri en svo að skólarnir einir geti leyst hann. Þetta sé nokkuð sem við þurfum öll að skoða. Meinið snúi að menningunni og lausnin felist ekki í fleiri stöðugildum, við þurfum öll að líta í eigin barm. Og þá kemur aftur upp í hugann setninginn sem nýkjörinn forsetinn hafði uppi um þessa leiðinlegu messu sem hefur verið mörgum hugleikin undanfarna daga. Tilefnið var jú að biskupinn í Washington, Mariann Edgar Budde, bar upp þá einlægu ósk í predikun við Donald Trump, að hann virti réttindi allra borgara þessa stóra og fjölbreytilega lands. Hún lýsti því hversu óttaslegið fólk væri, einkum þeir sem tilheyrðu minnihlutahópum við hótanir hans um að takmarka réttindi þeirra. Innflytjendur og hinsegin fólk væru upp til hópa löghlýðnir borgarar og nú væri fólk uggandi um hag sinn og framtíð. Þetta voru nú leiðindin sem forsetinn kvartaði undan. „Þið voruð sjálfir aðkomumenn“ Þráin eftir því að tilheyra, vera samþykkt er sammannleg og skiptir þá engu hvar við erum stödd í heiminum. Læknavísindin flytja okkur þær fregnir að einsemdin sé álíka skaðleg og reykingar. Bretar hafa meira að segja sérstakt ráðuneyti helgað því að vinna gegn einmanaleika. Þetta er líka eitt einkenni frásagnanna af Jesú þar sem sjónarhornið er jafnan á þeim sömu og biskupinn í Washington talaði um. Það eru þau sem standa höllum fæti af einhverjum ástæðum. Sá boðskapur birtist okkur reyndar víða í Biblíunni: „Hann rekur réttar munaðarleysingjast og ekkjunnar og sýnir aðkomumaninum kærleika og gefur honum fæði og klæði. Þið skulið því sjálfir elska aðkomumanninn því að þið voruð sjálfir aðkomumenn í Egyptalandi.“ (5Mós. 10.18) Takið eftir orðalagi hins ævaforna texta. Hlutskipti aðkomufólks er ekki öfundsvert en það er eitt að reyna að skilja hvernig öðrum kann að líða, hitt er annað að greina hvernig okkur sjálfum hugnast það að vera sett til hliðar. Með þeim hætti má skilja niðurlag þessara orða. Sjálfur gaf Jesús ekki aðeins hinum fátæku og veiku athygli sína og gaum. Hann fann líka til með herforingjanum sem gat með bendingu sent undirsáta sína á milli staða. (Matt. 8.3–13) Hér vakna hugrenningartengsl við messuna leiðinlegu í höfuðborginni Vestanhafs. Hvað vildi biskupinn segja? Jú, hún flutti engan reiðilestur yfir valdhafanum, nei hún bað þeim griða sem eru nú þjökuð af áhyggjum yfir óvissri framtíð. Hún rétti út sáttarhönd í auðmýkt og hvatti forsetann til að hugsa málin betur, já íhuga hvernig öðrum kann að líða. Til varnar leiðindum Til þess þurfum við íhugun. Við þurfum að gefa okkur tóm, andrúm til að skynja, hugsa, já lifa í hverju andartak. Þetta er erindi trúarinnar til mennskunnar, að fá okkur til að horfa á heiminn með öðrum hætti en tíðkast í asa hversdagsins. Í þeim skilningi er allt í lagi að vera leiðinlegur. Við megum alveg skynja það hvernig tíminn okkar líður því hann er vettvangur ævistarfs okkar og verka frá því okkur skolar í heiminn með legvatninu og til þess er ljósið slokknar í lífi okkar. Fram að því á birtan að skína í lífi okkar. Hún á að minna okkur á skyldur okkar hvert gagnvart öðru, í heimi sem þarf svo mjög á hugsjónum okkar og kröftum að halda. Þetta ljós er umhyggjan fyrir náunganum einkum þeim sem þarf að þola órétt og ranglæti af hálfu þeirra sem með völdin fara. Höfundur er prestur í Neskirkju.
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar