Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar 24. janúar 2025 14:00 Ýmsir aðilar sjá nú ofsjónum yfir frekjunni í kennarastéttinni. Að þær (við erum jú í miklu meiri hluta konur) skuli voga sér! Sumir virðast alls ekki geta skilið um hvað þessi deila snýst. Umræðan á netinu ber vott um slíka vanþekkingu að maður verður alveg orðlaus. Af hverju orði drýpur fyrirlitningin og djúpstætt hatur fólks á kennarastéttinni. Það er jú þjóðaríþrótt Íslendinga að tala niður kennara og skólastarf og nú er veisla! En í tilraun til að setja þessa stöðu í samhengi sem fólk getur hugsanlega skilið skulum við taka dæmi sem er mörgum nærtækt. Fasteignakaup. Gefum okkur að ég (kennarastéttin) búi í 80 fm blokkaríbúð. Þetta er ágæt íbúð, hér er búið að dytta að ýmsu gegnum árin, skipta um parket, setja nýja eldhúsinnréttingu og mála herbergin. Mér hefur oftast liðið vel hérna, þó stundum hafi kyndingin bilað, eða komið upp leki. Mig langar samt alltaf til að kaupa mér einbýlishús. Ég skoða fasteignaauglýsingar og finn hús sem mér líst vel á. Húsið er kannski heldur dýrara en ég hefði viljað en ég vil gjarnan eignast húsið svo ég felst á að greiða uppsett verð. Ég skrifa undir kaupsamning og greiði eiganda hússins (sveitarfélögunum) uppsett verð upp í topp. Við semjum um að ég fái húsið afhent 1. febrúar. En nú er janúarmánuður óðum að klárast og eigandinn sýnir ekkert fararsnið á sér. Hann er ekki einu sinni farinn að pakka! Ég er svolítið farin að ókyrrast svo ég banka upp á hjá honum og spyr, “stendur ekki örugglega til að fái húsið afhent 1. febrúar eins og um var samið?” Í stað þess að fullvissa mig um heiðarleika sinn og lofa að staðið verði við allt saman, bregst eigandinn hinn versti við. Hann sakar mig um frekju og óraunhæfar kröfur. Hver held ég eiginlega að ég sé? Er ég of góð til að búa í blokk? Hvað með alla hina sem búa líka í blokkum? Er mér alveg sama um þau? Það sér það hver heilvita maður að þessi viðbrögð eru óréttlát og algjörlega úr samhengi við “kröfurnar” . Kennarar eru ekki að ætlast til þess að nýr kjarasamningur gefi þeim tugi prósenta í launahækkun. Hér þarf fyrst að standa við gefin loforð, svo er hægt að fara að ræða um nýjan kjarasamning. Samkomulagið um jöfnun launa og lífeyrisréttinda milli markaða var undirritað árið 2016. Það er óumdeilt. Kennarastéttin greiddi sinn hlut, lífeyrisréttindin sín, á rúmu ári. Sveitarfélögin hafa hins vegar ekki staðið við neitt af sínum hluta samkomulagsins og tíminn er að renna út. Við viljum einfaldlega fá húsið okkar afhent á umsömdum tíma. Mér finnst það ekki ósanngjörn krafa. Höfundur er leikskólastjóri og tveggja barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Ýmsir aðilar sjá nú ofsjónum yfir frekjunni í kennarastéttinni. Að þær (við erum jú í miklu meiri hluta konur) skuli voga sér! Sumir virðast alls ekki geta skilið um hvað þessi deila snýst. Umræðan á netinu ber vott um slíka vanþekkingu að maður verður alveg orðlaus. Af hverju orði drýpur fyrirlitningin og djúpstætt hatur fólks á kennarastéttinni. Það er jú þjóðaríþrótt Íslendinga að tala niður kennara og skólastarf og nú er veisla! En í tilraun til að setja þessa stöðu í samhengi sem fólk getur hugsanlega skilið skulum við taka dæmi sem er mörgum nærtækt. Fasteignakaup. Gefum okkur að ég (kennarastéttin) búi í 80 fm blokkaríbúð. Þetta er ágæt íbúð, hér er búið að dytta að ýmsu gegnum árin, skipta um parket, setja nýja eldhúsinnréttingu og mála herbergin. Mér hefur oftast liðið vel hérna, þó stundum hafi kyndingin bilað, eða komið upp leki. Mig langar samt alltaf til að kaupa mér einbýlishús. Ég skoða fasteignaauglýsingar og finn hús sem mér líst vel á. Húsið er kannski heldur dýrara en ég hefði viljað en ég vil gjarnan eignast húsið svo ég felst á að greiða uppsett verð. Ég skrifa undir kaupsamning og greiði eiganda hússins (sveitarfélögunum) uppsett verð upp í topp. Við semjum um að ég fái húsið afhent 1. febrúar. En nú er janúarmánuður óðum að klárast og eigandinn sýnir ekkert fararsnið á sér. Hann er ekki einu sinni farinn að pakka! Ég er svolítið farin að ókyrrast svo ég banka upp á hjá honum og spyr, “stendur ekki örugglega til að fái húsið afhent 1. febrúar eins og um var samið?” Í stað þess að fullvissa mig um heiðarleika sinn og lofa að staðið verði við allt saman, bregst eigandinn hinn versti við. Hann sakar mig um frekju og óraunhæfar kröfur. Hver held ég eiginlega að ég sé? Er ég of góð til að búa í blokk? Hvað með alla hina sem búa líka í blokkum? Er mér alveg sama um þau? Það sér það hver heilvita maður að þessi viðbrögð eru óréttlát og algjörlega úr samhengi við “kröfurnar” . Kennarar eru ekki að ætlast til þess að nýr kjarasamningur gefi þeim tugi prósenta í launahækkun. Hér þarf fyrst að standa við gefin loforð, svo er hægt að fara að ræða um nýjan kjarasamning. Samkomulagið um jöfnun launa og lífeyrisréttinda milli markaða var undirritað árið 2016. Það er óumdeilt. Kennarastéttin greiddi sinn hlut, lífeyrisréttindin sín, á rúmu ári. Sveitarfélögin hafa hins vegar ekki staðið við neitt af sínum hluta samkomulagsins og tíminn er að renna út. Við viljum einfaldlega fá húsið okkar afhent á umsömdum tíma. Mér finnst það ekki ósanngjörn krafa. Höfundur er leikskólastjóri og tveggja barna móðir.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun