Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Aron Guðmundsson skrifar 25. janúar 2025 13:32 Þeir Bjarni Fritzson og Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsmenn Íslands í handbolta gerðu upp svekkjandi sex marka tap Íslands gegn Króatíu á HM í handbolta í hlaðvarpssætinu Besta sætið. Þar veltu þeir vöngum yfir því hvað betur hefði mátt fara í leik íslenska liðsins. Von íslenska karlalandsliðsins í handbolta á að komast í átta liða úrslit á HM er ansi veik eftir þetta slæma tap. Ísland mætir Argentínu á sunnudaginn og þarf að byrja á að vinna þann leik. Svo þarf að bíða og vonast eftir greiða frá annað hvort Slóveníu eða Grænhöfðaeyjum, að þau taki stig af Króatíu eða Egyptalandi. Aðspurðir hvað hefði verið hægt að gera betur í leiknum hefði Bjarni viljað sjá Viktor Gísla koma inn í markið aftur í fyrri hálfleik í stað Björgvin Páls Gústavssonar. „Hann spilar í tólf mínútur, er ekki með varið skot. Ég er 100% sammála skiptingunni en Björgvin Páll kemur inn og er að fá bolta í gegnum sig sem Viktor Gísli hefur ekki verið að hleypa inn. Mjög löng skot utan af velli. Björgvin er ekki kominn í takt á þessu móti, hefur spilað mjög lítið. Það er eitt.“ „Annað er náttúrulega að breyta vörninni. Þetta var bara ekki að ganga. Við hefðum mátt gera það miklu fyrr og ég er ekkert viss um að við höfum gert það því þegar Einar Þorsteinn kemur inn erum við eiginlega enn í 6-0 vörn. Hann kemur upp jú en ég var ekki einu sinni viss hvort hann væri að koma upp í 5-1 vörn. –“ Ásgeir Örn beindi sjónum sínum einnig að varnarleik liðsins og mögulegum breytingum þar. „Þú færð á þig tuttugu mörk í einum hálfleik, ert búinn að fá á þig tólf eftir fimmtán mínútum. Þú veist að vörnin þín míglekur. Hefðirðu þá ekki mögulega átt að breyta einhverju til að geta sparkað þessu í gang því þú hafðir engu að tapa þá.“ Eftir skýringar séu hins vegar auðveldar í þessum efnum. „Ég skil strákana 100% samt og það hvernig þeir gerðu þetta,“ bætir Ásgeir við. „Það bara gekk andskotinn ekkert upp. Þeir voru alveg að reyna eitthvað. Það sem hefur gengið upp hingað til bara gekk alls ekki gegn Króötunum.“ HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Handbolti Besta sætið Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Von íslenska karlalandsliðsins í handbolta á að komast í átta liða úrslit á HM er ansi veik eftir þetta slæma tap. Ísland mætir Argentínu á sunnudaginn og þarf að byrja á að vinna þann leik. Svo þarf að bíða og vonast eftir greiða frá annað hvort Slóveníu eða Grænhöfðaeyjum, að þau taki stig af Króatíu eða Egyptalandi. Aðspurðir hvað hefði verið hægt að gera betur í leiknum hefði Bjarni viljað sjá Viktor Gísla koma inn í markið aftur í fyrri hálfleik í stað Björgvin Páls Gústavssonar. „Hann spilar í tólf mínútur, er ekki með varið skot. Ég er 100% sammála skiptingunni en Björgvin Páll kemur inn og er að fá bolta í gegnum sig sem Viktor Gísli hefur ekki verið að hleypa inn. Mjög löng skot utan af velli. Björgvin er ekki kominn í takt á þessu móti, hefur spilað mjög lítið. Það er eitt.“ „Annað er náttúrulega að breyta vörninni. Þetta var bara ekki að ganga. Við hefðum mátt gera það miklu fyrr og ég er ekkert viss um að við höfum gert það því þegar Einar Þorsteinn kemur inn erum við eiginlega enn í 6-0 vörn. Hann kemur upp jú en ég var ekki einu sinni viss hvort hann væri að koma upp í 5-1 vörn. –“ Ásgeir Örn beindi sjónum sínum einnig að varnarleik liðsins og mögulegum breytingum þar. „Þú færð á þig tuttugu mörk í einum hálfleik, ert búinn að fá á þig tólf eftir fimmtán mínútum. Þú veist að vörnin þín míglekur. Hefðirðu þá ekki mögulega átt að breyta einhverju til að geta sparkað þessu í gang því þú hafðir engu að tapa þá.“ Eftir skýringar séu hins vegar auðveldar í þessum efnum. „Ég skil strákana 100% samt og það hvernig þeir gerðu þetta,“ bætir Ásgeir við. „Það bara gekk andskotinn ekkert upp. Þeir voru alveg að reyna eitthvað. Það sem hefur gengið upp hingað til bara gekk alls ekki gegn Króötunum.“
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Handbolti Besta sætið Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita