Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Jón Þór Stefánsson skrifar 3. febrúar 2025 19:41 Guðlaugur Þór Þórðarsson hefur gengt nokkrum ráðherraembættum. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, ætlar ekki að sækjast eftir því að verða formaður Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi. Þetta kom fram í Kastljósi rétt í þessu. „Ég lít svo á, og það er mín niðurstaða, að við sem höfum verið að taka þátt í ákveðnum núningi lengi sem hefur sett mark sinn á flokkinn, að við höldum okkur til hlés. Ég ætla þess vegna að sýna það í verki, þó svo mig virkilega langi að taka þátt í þessari baráttu og treysti mér vel í það, þá ætla ég ekki að bjóða mig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á þessum landsfundi,“ sagði Guðlaugur í Kastljósi. Guðlaugur tók fram að hann væri ekki að stíga til hliðar. Hann væri nýkjörinn á þing og ætlaði að sinna því verkefni. Hins vegar sagðist hann, aðspurður um hvort hann hygðist fara í framboð í varaformann Sjálfstæðisflokksins, einungis vera búinn að velta fyrir sér formannssætinu. Átök innan flokksins Hann ræddi um átök innan Sjálfstæðisflokksins og fullyrti að það væri enginn vafi á því að þau hefðu skaðað flokkinn. „Við getum talað um það eins og það er. Mér finnst mikilvægt að við stígum skref og sýnum þjóðinni og okkur sjálfum að við viljum gera allt til að ná fyrri styrk, því það er svo sannarlega nauðsynlegt.“ Á meðal átaka innan Sjálfstæðisflokksins mætti nefna oddvitaslag Guðlaugs og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttir, sem hefur nú þegar tilkynnt um að hún sækist eftir formannssætinu, í Reykjavík árið 2021. Gerir ráð fyrir fleiri framboðum Í Kastljósi var Guðlaugur spurður hvort það væri ekki langlíklegast að Áslaug Arna yrði næsti formaður Sjálfstæðisflokksins. „Það verður bara að koma í ljós. Það er furðu langt í landsfund, og ég geri ráð fyrir því, án þess að vita það, að það verði fleiri framboð örugglega í öll embætti, og svo getur ýmislegt gerst á fundinum.“ Línurnar að skýrast? Guðlaugur er á meðal þeirra sem hefur verið sterklega orðaður við formannsframboð undanfarnar vikur eftir að Bjarni Benediktsson greindi frá því að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Um þarsíðustu helgi tilkynnti Áslaug Arna að hún mynd sækjast eftir formannssætinu á komandi landsfundi sem mun fara fram um mánaðarmótin milli febrúar og mars. Fleiri hafa verið orðaðir við framboð, en þar má helst nefna Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem er líka fyrrverandi ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur sagst vera að íhuga formannsframboð. Guðlaugur Þór hefur verið þingmaður frá árinu 2003 og hefur gengt ýmsum ráðherraembættum meðfram þingsetunni. Hann hefur verið heilbrigðisráðherra, utanríkisráðherra og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Guðlaugur fór í formannsslag við Bjarna á síðasta landsfundi, árið 2022. Þá hlaut hann um fjörutíu prósent atkvæða, en Bjarni var með tæp sextíu prósent. Fréttin hefur verið uppfærð. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sjá meira
Þetta kom fram í Kastljósi rétt í þessu. „Ég lít svo á, og það er mín niðurstaða, að við sem höfum verið að taka þátt í ákveðnum núningi lengi sem hefur sett mark sinn á flokkinn, að við höldum okkur til hlés. Ég ætla þess vegna að sýna það í verki, þó svo mig virkilega langi að taka þátt í þessari baráttu og treysti mér vel í það, þá ætla ég ekki að bjóða mig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á þessum landsfundi,“ sagði Guðlaugur í Kastljósi. Guðlaugur tók fram að hann væri ekki að stíga til hliðar. Hann væri nýkjörinn á þing og ætlaði að sinna því verkefni. Hins vegar sagðist hann, aðspurður um hvort hann hygðist fara í framboð í varaformann Sjálfstæðisflokksins, einungis vera búinn að velta fyrir sér formannssætinu. Átök innan flokksins Hann ræddi um átök innan Sjálfstæðisflokksins og fullyrti að það væri enginn vafi á því að þau hefðu skaðað flokkinn. „Við getum talað um það eins og það er. Mér finnst mikilvægt að við stígum skref og sýnum þjóðinni og okkur sjálfum að við viljum gera allt til að ná fyrri styrk, því það er svo sannarlega nauðsynlegt.“ Á meðal átaka innan Sjálfstæðisflokksins mætti nefna oddvitaslag Guðlaugs og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttir, sem hefur nú þegar tilkynnt um að hún sækist eftir formannssætinu, í Reykjavík árið 2021. Gerir ráð fyrir fleiri framboðum Í Kastljósi var Guðlaugur spurður hvort það væri ekki langlíklegast að Áslaug Arna yrði næsti formaður Sjálfstæðisflokksins. „Það verður bara að koma í ljós. Það er furðu langt í landsfund, og ég geri ráð fyrir því, án þess að vita það, að það verði fleiri framboð örugglega í öll embætti, og svo getur ýmislegt gerst á fundinum.“ Línurnar að skýrast? Guðlaugur er á meðal þeirra sem hefur verið sterklega orðaður við formannsframboð undanfarnar vikur eftir að Bjarni Benediktsson greindi frá því að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Um þarsíðustu helgi tilkynnti Áslaug Arna að hún mynd sækjast eftir formannssætinu á komandi landsfundi sem mun fara fram um mánaðarmótin milli febrúar og mars. Fleiri hafa verið orðaðir við framboð, en þar má helst nefna Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem er líka fyrrverandi ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur sagst vera að íhuga formannsframboð. Guðlaugur Þór hefur verið þingmaður frá árinu 2003 og hefur gengt ýmsum ráðherraembættum meðfram þingsetunni. Hann hefur verið heilbrigðisráðherra, utanríkisráðherra og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Guðlaugur fór í formannsslag við Bjarna á síðasta landsfundi, árið 2022. Þá hlaut hann um fjörutíu prósent atkvæða, en Bjarni var með tæp sextíu prósent. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sjá meira