„Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Magnús Jochum Pálsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 26. janúar 2025 22:19 Gísli Örn Garðarsson líkti síðustu sýningu Frosts við ljúfsáran skilnað kærleiksríkra hjóna. Vísir/Stöð 2 Lokasýning söngleiksins Frost fór fram í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Þetta er ein vinsælasta sýningin í sögu leikhússins. Söngleikurinn var sýndur rúmlega hundrað sinnum og náði Bjarki Sigurðsson, fréttamaður Stöðvar 2, tali af þeim Gísla Erni Garðarssyni, leikstjóra söngleiksins, og Magnúsi Geir Þórðarsyni, Þjóðleikhússtjóra. Þetta eru ágætis viðtökur sem sýningin hefur fengið? „Þetta hefur verið vonum framar, búið að vera frábært hjá okkur hérna í Þjóðleikhúsinu með þessa sýningu. Búið að ganga það vel að þetta er eins og að kveðja kærleiksríkt hjónaband, þegar þú vilt ekki skilja en verður að skilja. Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag,“ sagði Gísli. Mér skilst að það hafi verið nánast uppselt á hverja einustu sýningu. Bjóstu við þessu þegar þú lagðir af stað í þetta? „Maður getur aldrei búist við neinu en maður getur svona vonað innst inni í hjartanu og sú ósk rættist núna,“ sagði Gísli. Nýr söngleikur frumsýndur á næstunni Síðasta sýningin af Frosti, Magnús. Hvað tekur við hérna í Þjóðleikhúsinu? „Hér er stútfullt hús af spennandi sýningum. Það er auðvitað mjög sérstakt að kveðja þessa dásamlegu sýningu sem hefur verið að troðfylla húsið hérna í heilt ár. Nú erum við í raun að rýma til fyrir næsta stóra söngleik sem heitir Stormur og verður frumsýndur eftir mánuð. Það er nýr söngleikur eftir Unu Torfa og Unni Ösp. Þannig það er svona næsta stóra en svo er fullt framundan sem kemur inn í vor og á næsta hausti,“ sagði Magnús Geir. Gæti Frost snúið aftur upp á svið? „Það er erfitt að koma því við því sýningin er einfaldlega svo stór að leikmyndin er fyrirferðarmikil og þetta er mjög mannmargt þannig það er erfitt að trekkja svona vél í gang aftur. Því miður er ég hræddur um að þessi sýning geti ekki snúið aftur en það er fullt af öðrum dásamlegum konfektmolum sem bíða,“ sagði Magnús. Leikhús Menning Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Sjá meira
Söngleikurinn var sýndur rúmlega hundrað sinnum og náði Bjarki Sigurðsson, fréttamaður Stöðvar 2, tali af þeim Gísla Erni Garðarssyni, leikstjóra söngleiksins, og Magnúsi Geir Þórðarsyni, Þjóðleikhússtjóra. Þetta eru ágætis viðtökur sem sýningin hefur fengið? „Þetta hefur verið vonum framar, búið að vera frábært hjá okkur hérna í Þjóðleikhúsinu með þessa sýningu. Búið að ganga það vel að þetta er eins og að kveðja kærleiksríkt hjónaband, þegar þú vilt ekki skilja en verður að skilja. Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag,“ sagði Gísli. Mér skilst að það hafi verið nánast uppselt á hverja einustu sýningu. Bjóstu við þessu þegar þú lagðir af stað í þetta? „Maður getur aldrei búist við neinu en maður getur svona vonað innst inni í hjartanu og sú ósk rættist núna,“ sagði Gísli. Nýr söngleikur frumsýndur á næstunni Síðasta sýningin af Frosti, Magnús. Hvað tekur við hérna í Þjóðleikhúsinu? „Hér er stútfullt hús af spennandi sýningum. Það er auðvitað mjög sérstakt að kveðja þessa dásamlegu sýningu sem hefur verið að troðfylla húsið hérna í heilt ár. Nú erum við í raun að rýma til fyrir næsta stóra söngleik sem heitir Stormur og verður frumsýndur eftir mánuð. Það er nýr söngleikur eftir Unu Torfa og Unni Ösp. Þannig það er svona næsta stóra en svo er fullt framundan sem kemur inn í vor og á næsta hausti,“ sagði Magnús Geir. Gæti Frost snúið aftur upp á svið? „Það er erfitt að koma því við því sýningin er einfaldlega svo stór að leikmyndin er fyrirferðarmikil og þetta er mjög mannmargt þannig það er erfitt að trekkja svona vél í gang aftur. Því miður er ég hræddur um að þessi sýning geti ekki snúið aftur en það er fullt af öðrum dásamlegum konfektmolum sem bíða,“ sagði Magnús.
Leikhús Menning Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Sjá meira