„Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. janúar 2025 23:19 Björn Ingi Hrafnsson greindi stöðuna í ljósi framboðs Áslaugar Örnu til formanns Sjálfstæðisflokksins. Stjórnmálaskýrandi telur ekki hægt að lesa í það að þingflokkur Sjálfstæðisflokks hafi verið fjarverandi á framboðsfundi Áslaugar Örnu. Hann telur miklar breytingar myndu fylgja Áslaugu sem yrði yngsti formaður í sögu flokksins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir bauð sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á fjölmennum fundi í Sjálfstæðissalnum í Nasa í dag. Menn hafa reynt að rýna í ýmislegt sem viðkemur fundinum, nýtt lógó sem Áslaug notaði og dræma mætingu þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Björn Ingi Hrafnsson, blaðamaður á Viljanum og stjórnmálaskýrandi, var fenginn til að rýna í fundinn og stöðuna. Horfa má á samtal Margrétar Helgu fréttaþuls við Björn eftir 2:40 í myndbandinu hér að neðan. Framtíðin sé núna Það voru ekki sitjandi þingmenn flokksins á fundinum. Er eitthvað hægt að lesa í það? „Nei, ég held að þeir vilji bara ekki blanda sér inn í þetta að svo stöddu. Það eru ýmsir þingmenn sem styðja Áslaugu Örnu og þetta framboð hennar kemur ekki á óvart. Þetta var hins vegar mjög vel gert og fagmannlegt og bendir til þess að undirbúningurinn hafi staðið yfir lengi,“ segir Björn Ingi. Greinilegt sé að Áslaug ætli sér stóra hluti. „Áslaug Arna yrði yngsti formaður í sögu Sjálfstæðisflokksins og mér finnst skemmtilegt að hugsa til þess að Kristrún er nýorðin yngsti forsætisráðherra þjóðarinnar. Það er að verða mikil breyting og kynslóðaskipti. Bjarni og Þórdís bæði að fara úr forystusveitinni og þarna býður hún sig fram og segir að það sé ekki skynsamlegt að bíða eftir framtíðinni heldur sé framtíðin núna,“ segir hann. Heilmiklar breytingar myndu fylgja formennsku Áslaugar En talandi um Bjarna Benediktsson. Þau eru búin að vera afar nánir samstarfsmenn þannig maður veltir fyrir sér hvernig Sjálfstæðisflokkurinn myndi líta út undir hennar forystu. Yrði hann mikið öðruvísi? „Ég held að það myndu heilmiklar breytingar fylgja formennsku Áslaugar Örnu. Hún er búin að lýsa því yfir að það sé margt í starfi flokksins og á flokksskrifstofunni sem þurfi að breyta. Hún talar um að það þurfi að uppfæra stýrikerfið,“ segir Björn Ingi. Hann segir forvitnilegt að velta fyrir sér hvað gerist næst. „Þá er spurning hvað gerist í baklandi Guðlaugs Þórs og Guðrúnar Hafsteinsdóttur. Sérstaklega baklandi Guðlaugs Þórs, það hafa verið stríðandi fylkingar í borginni milli Áslaugar og Guðlaugs um langa hríð. Mjög mikil átök og ég hugsa að það hafi farið mjög margt í gang í dag þegar þetta kemur fram og Guðlaugur getur í raun ekki dregið það lengi að segja hvað hann ætlar að gera í framhaldinu,“ segir hann. Sennilega enginn óvæntur á leið í formanninn Einhverjir fleiri kandídatar sem þér finnst líklegir? „Ekki kannski í formennskuna. Það er stundum talað um að Diljá Mist gæti hugsað sér að fara í þetta ef Guðlaugur gerir það ekki. Ef Guðrún Hafsteinsdóttir myndi bjóða sig fram til varaformennsku held ég að hún fengi það embætti. Og ég vona líka að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki bara með einn í framboði. Það er miklu meiri stemming og spenna þegar það er kosning. Og meira í anda flokksins. „Algjörlega. Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum, þetta heldur áfram. Ef hún væri að gagnrýna ríkisstjórnina, ung forystukona, ríkisstjórn leidda af þremur konum. Það er forvitnilegt að sjá hvort það hafi meiri áhrif en þegar karl gerir það.“ Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir bauð sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á fjölmennum fundi í Sjálfstæðissalnum í Nasa í dag. Menn hafa reynt að rýna í ýmislegt sem viðkemur fundinum, nýtt lógó sem Áslaug notaði og dræma mætingu þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Björn Ingi Hrafnsson, blaðamaður á Viljanum og stjórnmálaskýrandi, var fenginn til að rýna í fundinn og stöðuna. Horfa má á samtal Margrétar Helgu fréttaþuls við Björn eftir 2:40 í myndbandinu hér að neðan. Framtíðin sé núna Það voru ekki sitjandi þingmenn flokksins á fundinum. Er eitthvað hægt að lesa í það? „Nei, ég held að þeir vilji bara ekki blanda sér inn í þetta að svo stöddu. Það eru ýmsir þingmenn sem styðja Áslaugu Örnu og þetta framboð hennar kemur ekki á óvart. Þetta var hins vegar mjög vel gert og fagmannlegt og bendir til þess að undirbúningurinn hafi staðið yfir lengi,“ segir Björn Ingi. Greinilegt sé að Áslaug ætli sér stóra hluti. „Áslaug Arna yrði yngsti formaður í sögu Sjálfstæðisflokksins og mér finnst skemmtilegt að hugsa til þess að Kristrún er nýorðin yngsti forsætisráðherra þjóðarinnar. Það er að verða mikil breyting og kynslóðaskipti. Bjarni og Þórdís bæði að fara úr forystusveitinni og þarna býður hún sig fram og segir að það sé ekki skynsamlegt að bíða eftir framtíðinni heldur sé framtíðin núna,“ segir hann. Heilmiklar breytingar myndu fylgja formennsku Áslaugar En talandi um Bjarna Benediktsson. Þau eru búin að vera afar nánir samstarfsmenn þannig maður veltir fyrir sér hvernig Sjálfstæðisflokkurinn myndi líta út undir hennar forystu. Yrði hann mikið öðruvísi? „Ég held að það myndu heilmiklar breytingar fylgja formennsku Áslaugar Örnu. Hún er búin að lýsa því yfir að það sé margt í starfi flokksins og á flokksskrifstofunni sem þurfi að breyta. Hún talar um að það þurfi að uppfæra stýrikerfið,“ segir Björn Ingi. Hann segir forvitnilegt að velta fyrir sér hvað gerist næst. „Þá er spurning hvað gerist í baklandi Guðlaugs Þórs og Guðrúnar Hafsteinsdóttur. Sérstaklega baklandi Guðlaugs Þórs, það hafa verið stríðandi fylkingar í borginni milli Áslaugar og Guðlaugs um langa hríð. Mjög mikil átök og ég hugsa að það hafi farið mjög margt í gang í dag þegar þetta kemur fram og Guðlaugur getur í raun ekki dregið það lengi að segja hvað hann ætlar að gera í framhaldinu,“ segir hann. Sennilega enginn óvæntur á leið í formanninn Einhverjir fleiri kandídatar sem þér finnst líklegir? „Ekki kannski í formennskuna. Það er stundum talað um að Diljá Mist gæti hugsað sér að fara í þetta ef Guðlaugur gerir það ekki. Ef Guðrún Hafsteinsdóttir myndi bjóða sig fram til varaformennsku held ég að hún fengi það embætti. Og ég vona líka að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki bara með einn í framboði. Það er miklu meiri stemming og spenna þegar það er kosning. Og meira í anda flokksins. „Algjörlega. Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum, þetta heldur áfram. Ef hún væri að gagnrýna ríkisstjórnina, ung forystukona, ríkisstjórn leidda af þremur konum. Það er forvitnilegt að sjá hvort það hafi meiri áhrif en þegar karl gerir það.“
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira