Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Lillý Valgerður Pétursdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 27. janúar 2025 21:53 Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í Ölfusi. Vísir/Arnar Halldórsson Stjórnendur Carbfix vilja reisa kolefnisförgunarstöð í Ölfusi svipaða þeirri sem til stendur að byggja í Straumsvík. Íbúafundur vegna málsins fór fram í Ölfusi í kvöld. Bæjarfulltrúi segir efasemdir íbúa eiga við rök að styðjast. Fréttamaður var á staðnum í Kvöldfréttum meðan fundurinn stóð yfir. Í desember fór fram íbúakosning um hvort veita ætti fyrirtækinu Heidelberg Matarials starfsleyfi til að byggja mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn. Tillögunni var hafnað með afgerandi meiri hluta. Ása Berglind Hjálmarsdóttir fráfarandi bæjarfulltrúi og þingmaður Samfylkingarinnar segir íbúa skiljanlega efins yfir áformum Carbfix. Heidelberg-verkefnið hafi í fyrstu verið kynnt sem grænt verkefni, þvert á umsagnir stofnana og umhverfissamtaka. „Þannig að það er ekkert óeðlilegt að fólk sé með efasemdir, þegar það kemur annað svona grænt verkefni af þetta stórum skala.“ Íbúar hafi fylgst með umræðunni í Hafnarfirði, þar Carbfix vill byggja förgunarmiðstöð. Fyrir liggi að lausn á kolefnisáskoruninni feli bæði í sér bindingu og losun kolefnis. Carbfix-verkefnið hafi í þeim efnum lofað góðu. Áhrif starfseminnar á íbúa, nærumhverfi og aðra hagaðila komi til með að ráða afstöðu íbúa gagnvart áformunum. Hver þau áhrif verða eigi eftir að koma í ljós. Enn liggi ekki fyrir hvar förgunarstöðin yrði staðsett. „Þetta er á algjöru frumstigi og ég held að bæjarstjórnin hefði lært töluvert af Heidelberg verkefninu, þannig að það var lögð áhersla á að íbúar yrðu strax fengnir að borðinu og það yrði vel staðið að allri upplýsingagjöf,“ segir Ása. Hún segir sveitarstjórnina hafa undirritað viljayfirlýsingu þess efnis að sveitarfélagið muni standa að öflugri upplýsingagjöf, en ekki einungis fyrirtækið. Þá eigi íbúar rétt á að kalla fram kosningu um málefnið. Er fólk mikið að velta fyrir sér mengun? „Já, hér er mikið talað um að hér eigi að dæla niður einhverri mengun frá útlöndum. Þannig hefur það verið í umræðunni. Hér er verið að kynna fyrir okkur að þetta er 99 prósent hreinn koltvísýringur.“ Miðað við kynningar Carbfix á fundinum yrði mengun ekki vandamál. „En auðvitað viljum við fá að sjá betri gögn áður en við getum fyllilega myndað okkur skoðun á þessu.“ Ölfus Coda Terminal Tengdar fréttir Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Kolefnisbindingarfyrirtækið Carbfix hefur boðað til fundar með íbúum Ölfuss til þess að kynna áform þess um uppbyggingu og rekstur á kolefnisförgunarstöð í sveitarfélaginu. Talsmaður fyrirtækisins segir fundinn upphaf að samtali við íbúa um staðsetningu, áhrif og ávinning af stöðinni. 23. janúar 2025 15:46 Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Framkvæmdastjóri Carbfix segist undrandi á umfjöllun Heimildarinnar þar sem fyrirtækið er sakað um að blekkja Hafnfirðinga um starfsemi sína. Umfjöllunin sé uppfull af rangfærslum sem vegi að heiðri starfsfólks fyrirtækisins. 10. janúar 2025 14:50 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Sjá meira
Fréttamaður var á staðnum í Kvöldfréttum meðan fundurinn stóð yfir. Í desember fór fram íbúakosning um hvort veita ætti fyrirtækinu Heidelberg Matarials starfsleyfi til að byggja mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn. Tillögunni var hafnað með afgerandi meiri hluta. Ása Berglind Hjálmarsdóttir fráfarandi bæjarfulltrúi og þingmaður Samfylkingarinnar segir íbúa skiljanlega efins yfir áformum Carbfix. Heidelberg-verkefnið hafi í fyrstu verið kynnt sem grænt verkefni, þvert á umsagnir stofnana og umhverfissamtaka. „Þannig að það er ekkert óeðlilegt að fólk sé með efasemdir, þegar það kemur annað svona grænt verkefni af þetta stórum skala.“ Íbúar hafi fylgst með umræðunni í Hafnarfirði, þar Carbfix vill byggja förgunarmiðstöð. Fyrir liggi að lausn á kolefnisáskoruninni feli bæði í sér bindingu og losun kolefnis. Carbfix-verkefnið hafi í þeim efnum lofað góðu. Áhrif starfseminnar á íbúa, nærumhverfi og aðra hagaðila komi til með að ráða afstöðu íbúa gagnvart áformunum. Hver þau áhrif verða eigi eftir að koma í ljós. Enn liggi ekki fyrir hvar förgunarstöðin yrði staðsett. „Þetta er á algjöru frumstigi og ég held að bæjarstjórnin hefði lært töluvert af Heidelberg verkefninu, þannig að það var lögð áhersla á að íbúar yrðu strax fengnir að borðinu og það yrði vel staðið að allri upplýsingagjöf,“ segir Ása. Hún segir sveitarstjórnina hafa undirritað viljayfirlýsingu þess efnis að sveitarfélagið muni standa að öflugri upplýsingagjöf, en ekki einungis fyrirtækið. Þá eigi íbúar rétt á að kalla fram kosningu um málefnið. Er fólk mikið að velta fyrir sér mengun? „Já, hér er mikið talað um að hér eigi að dæla niður einhverri mengun frá útlöndum. Þannig hefur það verið í umræðunni. Hér er verið að kynna fyrir okkur að þetta er 99 prósent hreinn koltvísýringur.“ Miðað við kynningar Carbfix á fundinum yrði mengun ekki vandamál. „En auðvitað viljum við fá að sjá betri gögn áður en við getum fyllilega myndað okkur skoðun á þessu.“
Ölfus Coda Terminal Tengdar fréttir Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Kolefnisbindingarfyrirtækið Carbfix hefur boðað til fundar með íbúum Ölfuss til þess að kynna áform þess um uppbyggingu og rekstur á kolefnisförgunarstöð í sveitarfélaginu. Talsmaður fyrirtækisins segir fundinn upphaf að samtali við íbúa um staðsetningu, áhrif og ávinning af stöðinni. 23. janúar 2025 15:46 Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Framkvæmdastjóri Carbfix segist undrandi á umfjöllun Heimildarinnar þar sem fyrirtækið er sakað um að blekkja Hafnfirðinga um starfsemi sína. Umfjöllunin sé uppfull af rangfærslum sem vegi að heiðri starfsfólks fyrirtækisins. 10. janúar 2025 14:50 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Sjá meira
Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Kolefnisbindingarfyrirtækið Carbfix hefur boðað til fundar með íbúum Ölfuss til þess að kynna áform þess um uppbyggingu og rekstur á kolefnisförgunarstöð í sveitarfélaginu. Talsmaður fyrirtækisins segir fundinn upphaf að samtali við íbúa um staðsetningu, áhrif og ávinning af stöðinni. 23. janúar 2025 15:46
Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Framkvæmdastjóri Carbfix segist undrandi á umfjöllun Heimildarinnar þar sem fyrirtækið er sakað um að blekkja Hafnfirðinga um starfsemi sína. Umfjöllunin sé uppfull af rangfærslum sem vegi að heiðri starfsfólks fyrirtækisins. 10. janúar 2025 14:50