„Við getum bara verið fúlir“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2025 11:32 Janus Daði Smárason og félagar náðu sóknarleiknum ekki á flug á mótinu og þar þarf að taka til. Vísir/Vilhelm Íslenska landsliðið í handbolta hafnaði í níunda sæti á heimsmeistaramótinu. Átta stig í milliriðli dugðu liðinu ekki til þess að komast í átta liða úrslitin. Fyrrverandi landsliðsmaður segir liðið þó vera á réttri leið. „Það er klárt mál að liðið ætlaði sér meira, miðað við hvernig þetta var að spilast og hvernig spilamennskan var. Þá held ég að við getum bara verið fúlir að vera ekki ofar,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson í samtali við Stefán Árna Pálsson. Átta stig í milliriðli hefðu undir eðlilegum kringumstæðum átt að duga liðinu inn í átta liða úrslitin. „Við sjáum það bara á Ungverjum sem ná bara sjö stigum en fara áfram. Þetta er bara blanda af því hvernig þetta spilaðist. Þetta var mjög erfiður leikur á móti Króatíu sem voru búnir að tapa fyrir Egyptunum sem var eftiráaðhyggja ekki sérstaklega gott fyrir okkur,“ sagði Ásgeir. „Svona er þetta bara. Það er nóg að tapa bara einum leik og þá ertu farinn heim,“ sagði Ásgeir. Fannst honum þetta mót gefa til kynna að íslenska landsliðið gæti tekið næsta skref og að framtíðin sé björt? „Já mér fannst það. Ekki nokkur spurning um það. Mér fannst þetta vera nokkrir af flottustu landsleikjum síðustu ára sem við spiluðum á móti Slóvenum og Egyptum ,“ sagði Ásgeir. „Varnarleikurinn var eitthvað sem við höfum ekki séð í mörg, mörg ár. Við erum með Viktor Gísla [Hallgrímsson] í oddinum á því en síðan er frábær varnarleikur fyrir framan hann,“ sagði Ásgeir. „Það er klárlega eitthvað til að byggja ofan á. Verkefnið fram undan er að finna út hvernig við ætlum að skora fleiri mörk til að koma sóknarleiknum af stað,“ sagði Ásgeir en það má sjá alla fréttina hér fyrir neðan. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
„Það er klárt mál að liðið ætlaði sér meira, miðað við hvernig þetta var að spilast og hvernig spilamennskan var. Þá held ég að við getum bara verið fúlir að vera ekki ofar,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson í samtali við Stefán Árna Pálsson. Átta stig í milliriðli hefðu undir eðlilegum kringumstæðum átt að duga liðinu inn í átta liða úrslitin. „Við sjáum það bara á Ungverjum sem ná bara sjö stigum en fara áfram. Þetta er bara blanda af því hvernig þetta spilaðist. Þetta var mjög erfiður leikur á móti Króatíu sem voru búnir að tapa fyrir Egyptunum sem var eftiráaðhyggja ekki sérstaklega gott fyrir okkur,“ sagði Ásgeir. „Svona er þetta bara. Það er nóg að tapa bara einum leik og þá ertu farinn heim,“ sagði Ásgeir. Fannst honum þetta mót gefa til kynna að íslenska landsliðið gæti tekið næsta skref og að framtíðin sé björt? „Já mér fannst það. Ekki nokkur spurning um það. Mér fannst þetta vera nokkrir af flottustu landsleikjum síðustu ára sem við spiluðum á móti Slóvenum og Egyptum ,“ sagði Ásgeir. „Varnarleikurinn var eitthvað sem við höfum ekki séð í mörg, mörg ár. Við erum með Viktor Gísla [Hallgrímsson] í oddinum á því en síðan er frábær varnarleikur fyrir framan hann,“ sagði Ásgeir. „Það er klárlega eitthvað til að byggja ofan á. Verkefnið fram undan er að finna út hvernig við ætlum að skora fleiri mörk til að koma sóknarleiknum af stað,“ sagði Ásgeir en það má sjá alla fréttina hér fyrir neðan.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita