Geta íþróttir bjargað mannslífum? Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar 29. janúar 2025 10:02 Þann 9. og 10. apríl fara fram hér á landi tveir landsliðsleikir Íslands og Ísraels í handbolta. Þegar þetta er skrifað er fátt sem bendir til þess að íslensku landsliðskonurnar íhugi að sniðganga leikinn til að mótmæla yfirstandandi þjóðarmorði Ísraels á Palestínufólki. Fyrir því get ég helst ímyndað mér tvær grundvallarástæður: 1) Stelpurnar okkar tilheyra hópi fólks sem hlæja með ísraelskum hermönnum í myndböndum þar sem þeir herma til dæmis eftir gráti palestínsk drengs sem hefur misst móður sína í sprengjuárás.Ég hef séð hluti undanfarið ár sem ég bjóst ekki við að upplifa á minni lífsleið svo ég get ekki útilokað þetta. En mér finnst það samt í hæsta máta ólíklegt. 2) Hin ástæðan sem mér dettur í hug er ótti.Það er ástæða sem ég skil fullkomlega. Það er aldrei auðvelt að vera fyrstur til að grípa inn í ofbeldi. Af hverju, geta landsliðskonurnar okkar fyllilega spurt sig, þurfum við að taka skref sem ekkert alþjóðlegt íþróttasamband, ekkert ríki, enginn stjórnmálaleiðtogi, hefur þorað að taka? Sem karlalandsliðið í fótbolta þorði ekki að taka í fyrra? Þegar slík ákvörðun myndi gera okkur að skotspóni stærstu og öflugustu áróðursmaskínu í heimi? Því við skulum ekkert fara í grafgötur með það að afleiðingin af því að sniðganga leikinn yrði stormur af kalíberi sem Íslendingar þekkja ekki. En á móti skulum við leiða hugann að því hvað andóf við Ísraelsríki hefur í för með sér fyrir Palestínufólk. Það getur verið svipt lífinu, horft upp á börnin sín svipt lífinu, heimili sitt lagt í rúst, verið handtekið án dóms og laga og haldið árum saman, auk pyntinga, illrar meðferðar og kynferðisofbeldis.Fyrir Ísraela sem synda á móti straumnum í heimalandi sínu geta afleiðingarnar verið lögregluofbeldi, fangelsun, sektir, atvinnumissir og félagsleg útskúfun. Afleiðingarnar fyrir íslenskar handboltakonur yrðu vissulega stormur en hann myndi ganga yfir. Hvað er hún að tjá sig, spyrjið þið kannski, hún sem þarf ekki að taka þessum afleiðingum? Og það er auðvitað rétt. En ég myndi standa við bakið á ykkur allan tímann. Ég og yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga. Við erum fólkið ykkar og við yfirgefum ykkur ekki þegar þið takið erfiðar ákvarðanir. Er þetta sanngjarnt fyrir okkur, sem höfum lagt hart að okkur og náð árangri á heimsmælikvarða, spyrjið þið. Strákarnir fengu að spila sína handboltaleiki í friði þó Ísrael sé alveg jafn mikill aðili að karlamótinu. Þeir bara drógu Ísrael ekki sem andstæðing. Af hverju þarf tilviljun að ráða öllu fyrir okkur?Og það er líka hárrétt. Þetta er ákvörðun sem skipuleggjendur mótsins hefðu átt að taka en ekki þið.En þið fenguð þennan bolta. Og þetta yrði ekki í fyrsta sinn sem samtakamáttur íslenskra kvenna myndi áorka því sem enginn hélt að væri hægt. Eftir 25 ár munu afar fáir muna í hvaða sæti þið lentuð í þessari keppni. Ekki frekar en fólk mun muna hvað Íslendingar almennt, frá ráðherrum til rafvirkja, var að gera árið 2025. En þetta myndi ekki gleymast. Hvað getum við gert? Það fer auðvitað enginn beint úr kyrrstöðu í 100 kílómetra á klukkustund. Hér eru því nokkur smærri skref sem íslenskar landsliðskonur geta tekið, en líka við hin: 1) Að tala saman um Palestínu. Við hinar leikmennina, við handboltasambandið, við hin landsliðin sem taka þátt í keppninni. Við getum gert mjög lítið ein en við erum ekki ein.2) Kynna sér rannsókn Washington Post á morðinu á Hind Rajab (birt 16. apríl 2024), rannsókn CNN á Hveitifjöldamorðinu (birt 9. apríl 2024) og rannsókn BBC á sprengjuarásum Ísraelshers á svæðið sem hann þvingaði óbreytta borgara á (birt 15. janúar 2025). Það ætti enginn að leggja nafn sitt við opinber samskipti við Ísrael án þess að hafa kynnt sér þetta, að lágmarki.3) Til viðbótar er hægt að kynna sér ýmsar skýrslur frá leiðandi stofnunum í mannréttindum og eftirliti með stríðsglæpum en ég vil nefna tvennt: a) Skýrslu ísraelsku mannúðarsamtakanna B´Tselem á meðferð pólitískra fanga í ísraelskum fangelsum, birt í ágúst 2024. Skýrslan heitir Welcome to Hell og er aðgengileg á vefsíðu þeirra. b) Vitnisburði breska læknisins Nizam Mamode um starf hans á Gaza sem hann veitti fyrir breska þinginu í nóvember 2024.Þetta tvennt ætti hins vegar ekki að skoða nema hafa stað og stund til að gráta.4) Skrifa undir áskorun Íslandsdeildar Amnesty til íslenskra stjórnvalda um að beita sér gegn þjóðarmorðinu með öllum mögulegum ráðum á amnesty.is5) Sýna stuðning með því að fylgja Flóttamannahjálp Palestínu, UNRWA, og Francescu Albanese, fulltrúa Sameinuðu þjóðanna í málefnum Palestínu, á samfélagsmiðlum6) Kynna sér hugmyndafræði sniðgönguhreyfingarinnar á snidganga.is og bdsmovement.net7) Ganga í Félagið Ísland-Palestína8) Þrýsta á okkar fagsamfélag að beita sér gegn þjóðarmorði og aðskilnaðarstefnu í sínu alþjóðlega starfi. Hvort sem það er HSÍ eða annað félag, þá eiga félögin okkar að standa með okkur í baráttu um grundvallar siðferði. En umfram allt, jafnvel þó Ísland beygi sig og mæti Ísraelsríki í þessari keppni, að leita allra mögulegra leiða til að Ísrael verði stöðugt minnt á að það stendur í miðju þjóðarmorði. Að það er ríki sem byggir á aðskilnaðarstefnu. Að þessi keppni verði ekki frí þar sem ríkið fær að láta eins og gjörðir þess séu eðlilegar. Af því að framtíð þar sem við samþykkjum myndirnar sem við sjáum frá Gaza, Vesturbakkanum og A-Jerúsalem er framtíð sem er hættuleg fyrir okkur öll. Ef við gerum þetta saman, þá kannski, vonandi, geta íþróttir bjargað mannslífum á heimsmeistaramótinu í handbolta. Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landslið kvenna í handbolta HSÍ Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Þann 9. og 10. apríl fara fram hér á landi tveir landsliðsleikir Íslands og Ísraels í handbolta. Þegar þetta er skrifað er fátt sem bendir til þess að íslensku landsliðskonurnar íhugi að sniðganga leikinn til að mótmæla yfirstandandi þjóðarmorði Ísraels á Palestínufólki. Fyrir því get ég helst ímyndað mér tvær grundvallarástæður: 1) Stelpurnar okkar tilheyra hópi fólks sem hlæja með ísraelskum hermönnum í myndböndum þar sem þeir herma til dæmis eftir gráti palestínsk drengs sem hefur misst móður sína í sprengjuárás.Ég hef séð hluti undanfarið ár sem ég bjóst ekki við að upplifa á minni lífsleið svo ég get ekki útilokað þetta. En mér finnst það samt í hæsta máta ólíklegt. 2) Hin ástæðan sem mér dettur í hug er ótti.Það er ástæða sem ég skil fullkomlega. Það er aldrei auðvelt að vera fyrstur til að grípa inn í ofbeldi. Af hverju, geta landsliðskonurnar okkar fyllilega spurt sig, þurfum við að taka skref sem ekkert alþjóðlegt íþróttasamband, ekkert ríki, enginn stjórnmálaleiðtogi, hefur þorað að taka? Sem karlalandsliðið í fótbolta þorði ekki að taka í fyrra? Þegar slík ákvörðun myndi gera okkur að skotspóni stærstu og öflugustu áróðursmaskínu í heimi? Því við skulum ekkert fara í grafgötur með það að afleiðingin af því að sniðganga leikinn yrði stormur af kalíberi sem Íslendingar þekkja ekki. En á móti skulum við leiða hugann að því hvað andóf við Ísraelsríki hefur í för með sér fyrir Palestínufólk. Það getur verið svipt lífinu, horft upp á börnin sín svipt lífinu, heimili sitt lagt í rúst, verið handtekið án dóms og laga og haldið árum saman, auk pyntinga, illrar meðferðar og kynferðisofbeldis.Fyrir Ísraela sem synda á móti straumnum í heimalandi sínu geta afleiðingarnar verið lögregluofbeldi, fangelsun, sektir, atvinnumissir og félagsleg útskúfun. Afleiðingarnar fyrir íslenskar handboltakonur yrðu vissulega stormur en hann myndi ganga yfir. Hvað er hún að tjá sig, spyrjið þið kannski, hún sem þarf ekki að taka þessum afleiðingum? Og það er auðvitað rétt. En ég myndi standa við bakið á ykkur allan tímann. Ég og yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga. Við erum fólkið ykkar og við yfirgefum ykkur ekki þegar þið takið erfiðar ákvarðanir. Er þetta sanngjarnt fyrir okkur, sem höfum lagt hart að okkur og náð árangri á heimsmælikvarða, spyrjið þið. Strákarnir fengu að spila sína handboltaleiki í friði þó Ísrael sé alveg jafn mikill aðili að karlamótinu. Þeir bara drógu Ísrael ekki sem andstæðing. Af hverju þarf tilviljun að ráða öllu fyrir okkur?Og það er líka hárrétt. Þetta er ákvörðun sem skipuleggjendur mótsins hefðu átt að taka en ekki þið.En þið fenguð þennan bolta. Og þetta yrði ekki í fyrsta sinn sem samtakamáttur íslenskra kvenna myndi áorka því sem enginn hélt að væri hægt. Eftir 25 ár munu afar fáir muna í hvaða sæti þið lentuð í þessari keppni. Ekki frekar en fólk mun muna hvað Íslendingar almennt, frá ráðherrum til rafvirkja, var að gera árið 2025. En þetta myndi ekki gleymast. Hvað getum við gert? Það fer auðvitað enginn beint úr kyrrstöðu í 100 kílómetra á klukkustund. Hér eru því nokkur smærri skref sem íslenskar landsliðskonur geta tekið, en líka við hin: 1) Að tala saman um Palestínu. Við hinar leikmennina, við handboltasambandið, við hin landsliðin sem taka þátt í keppninni. Við getum gert mjög lítið ein en við erum ekki ein.2) Kynna sér rannsókn Washington Post á morðinu á Hind Rajab (birt 16. apríl 2024), rannsókn CNN á Hveitifjöldamorðinu (birt 9. apríl 2024) og rannsókn BBC á sprengjuarásum Ísraelshers á svæðið sem hann þvingaði óbreytta borgara á (birt 15. janúar 2025). Það ætti enginn að leggja nafn sitt við opinber samskipti við Ísrael án þess að hafa kynnt sér þetta, að lágmarki.3) Til viðbótar er hægt að kynna sér ýmsar skýrslur frá leiðandi stofnunum í mannréttindum og eftirliti með stríðsglæpum en ég vil nefna tvennt: a) Skýrslu ísraelsku mannúðarsamtakanna B´Tselem á meðferð pólitískra fanga í ísraelskum fangelsum, birt í ágúst 2024. Skýrslan heitir Welcome to Hell og er aðgengileg á vefsíðu þeirra. b) Vitnisburði breska læknisins Nizam Mamode um starf hans á Gaza sem hann veitti fyrir breska þinginu í nóvember 2024.Þetta tvennt ætti hins vegar ekki að skoða nema hafa stað og stund til að gráta.4) Skrifa undir áskorun Íslandsdeildar Amnesty til íslenskra stjórnvalda um að beita sér gegn þjóðarmorðinu með öllum mögulegum ráðum á amnesty.is5) Sýna stuðning með því að fylgja Flóttamannahjálp Palestínu, UNRWA, og Francescu Albanese, fulltrúa Sameinuðu þjóðanna í málefnum Palestínu, á samfélagsmiðlum6) Kynna sér hugmyndafræði sniðgönguhreyfingarinnar á snidganga.is og bdsmovement.net7) Ganga í Félagið Ísland-Palestína8) Þrýsta á okkar fagsamfélag að beita sér gegn þjóðarmorði og aðskilnaðarstefnu í sínu alþjóðlega starfi. Hvort sem það er HSÍ eða annað félag, þá eiga félögin okkar að standa með okkur í baráttu um grundvallar siðferði. En umfram allt, jafnvel þó Ísland beygi sig og mæti Ísraelsríki í þessari keppni, að leita allra mögulegra leiða til að Ísrael verði stöðugt minnt á að það stendur í miðju þjóðarmorði. Að það er ríki sem byggir á aðskilnaðarstefnu. Að þessi keppni verði ekki frí þar sem ríkið fær að láta eins og gjörðir þess séu eðlilegar. Af því að framtíð þar sem við samþykkjum myndirnar sem við sjáum frá Gaza, Vesturbakkanum og A-Jerúsalem er framtíð sem er hættuleg fyrir okkur öll. Ef við gerum þetta saman, þá kannski, vonandi, geta íþróttir bjargað mannslífum á heimsmeistaramótinu í handbolta. Höfundur er sagnfræðingur.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun