Styrkjamálið hefur engin áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Kjartan Kjartansson skrifar 29. janúar 2025 09:30 Gustað hefur um nýja ríkisstjórn Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar í upphafi árs. Vísir/Vilhelm Formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa nokkur áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið að fjármálaráðherra samstarfsflokksins þurfi að skera úr um hvort að endurgreiða þurfi ríkisstyrki. Hann segir að reynt sé að draga fram „tittlingaskít“ til að kasta rýrð á samstarfið. Flokkur fólksins er einn nokkurra stjórnmálaflokka sem komið hefur í ljós að fékk greidda styrki úr ríkissjóði þrátt fyrir að þeir uppfylltu ekki skilyrði laga til þess vegna þess að þeir voru ekki skráðir hjá ríkisskattstjóra sem stjórnmálasamtök. Flokkurinn er sá eini sem hefur enn ekki breytt skráningu sinni. Fjármálaráðuneytið fer nú yfir greiðslurnar, meðal annars hvort að flokkunum verði gert að endugreiða þá styrki sem þeir fengu þegar þeir uppfylltu ekki skilyrði laga. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, var spurð að því hvort að það setti ekki ríkisstjórnina í klemmu að fjármálaráðherra úr samstarfsflokknum Viðreisn hefði fjárhagslega framtíð Flokks fólksins þannig í hendi sér í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Inga gaf lítið fyrir það og sagðist virða þær reglur sem Alþingi hefði sett sem lögfræðingur. „Þetta mál hefur engin áhrif á okkur að einu eða neinu leyti,“ sagði Inga og fullyrti að samstaða ríkti innan stjórnarinnar. Fundur með Frederiksen hafi borið brátt að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins, er á meðal þeirra sem gagnrýna harðlega að Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, hefði verið eini norræni þjóðarleiðtoginn sem mætti ekki á fund leiðtoga Norðurlandanna um öryggismál sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hélt á mánudag. Þáttastjórnendur Bítisins spurðu Ingu hvort að Kristrún hefði ekki farið vegna þess að hún hefði verið upptekin vegna styrkjamálsins. Inga sagðist ekki hafa heyrt af málinu fyrr en í fréttum. Fundurinn hefði borið brátt að og Frederiksen hefði boðað til hans með skömmum fyrirvara. „Ég veit ekki með ykkur en stundum þarf maður kannski einhverja klukkutíma undirbúning að setja ofan í töskuna og koma sér út á flugvöll. Ég veit ekki hver fyrirvarinn var. Þetta er ekki mitt að tala um,“ sagð Inga um samráðherra sinn. Forsætisráðuneytið sagði að forsætisráðherra hefði verið látinn vita af fundi norrænu leiðtoganna sama dag og hann var haldinn og svo upplýstur um efni hans. Vill ekki ræða frekar um „gömul lík í lestinni“ Morgunblaðið hefur haldið úti stöðugri umfjöllun um málefni Flokks fólksins undanfarna daga og rifjaði í morgun upp væringar innan hans eftir Klaustursmálið svonefnda þar sem tveir þáverandi þingmenn flokksins komu fram í leynilegri upptöku sem var gerð af spjalli þingmanna Miðflokksins á öldurhúsi við hliðina á Alþingishúsinu árið 2017. Vísaði Morgunblaðið til þess að Karl Gauti Hjaltason, annar þáverandi þingmanna Flokks fólksins og núverandi þingmaður Miðflokksins, hefði gert athugasemdir við fjármál flokksins á þingflokksfundi, sérstaklega að Inga færi með prókúru. Inga sagðist ekki hafa neinn áhuga á að tala um „einhver gömul lík í lestinni“ sem dregin væru upp á yfirborðið til þess að reyna að klekkja á flokknum þegar honum gengi vel og væri kominn í ríkisstjórn. „Allur þessi tittlingaskítur sem er verið að draga upp til þess að reyna kasta rýrð á okkur og okkar góða samstarf í þessari samhentu, frábæru ríkisstjórn. Ég tek ekki lengur þátt í því,“ sagði félagsmálaráðherrann sem hét því að það yrðu sín síðustu orð um málið. „Hvað öðrum gengur til með því að halda áfram að grafa. Ég get ekki hjálpað því fólki og ég get ekki ráðið því. Það er málfrelsi hér og þau mega tala eins og þau vilja. Ég ætla hins vegar að reyna að vanda mig.“ Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjölmiðlar Styrkir til stjórnmálasamtaka Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Flokkur fólksins er einn nokkurra stjórnmálaflokka sem komið hefur í ljós að fékk greidda styrki úr ríkissjóði þrátt fyrir að þeir uppfylltu ekki skilyrði laga til þess vegna þess að þeir voru ekki skráðir hjá ríkisskattstjóra sem stjórnmálasamtök. Flokkurinn er sá eini sem hefur enn ekki breytt skráningu sinni. Fjármálaráðuneytið fer nú yfir greiðslurnar, meðal annars hvort að flokkunum verði gert að endugreiða þá styrki sem þeir fengu þegar þeir uppfylltu ekki skilyrði laga. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, var spurð að því hvort að það setti ekki ríkisstjórnina í klemmu að fjármálaráðherra úr samstarfsflokknum Viðreisn hefði fjárhagslega framtíð Flokks fólksins þannig í hendi sér í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Inga gaf lítið fyrir það og sagðist virða þær reglur sem Alþingi hefði sett sem lögfræðingur. „Þetta mál hefur engin áhrif á okkur að einu eða neinu leyti,“ sagði Inga og fullyrti að samstaða ríkti innan stjórnarinnar. Fundur með Frederiksen hafi borið brátt að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins, er á meðal þeirra sem gagnrýna harðlega að Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, hefði verið eini norræni þjóðarleiðtoginn sem mætti ekki á fund leiðtoga Norðurlandanna um öryggismál sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hélt á mánudag. Þáttastjórnendur Bítisins spurðu Ingu hvort að Kristrún hefði ekki farið vegna þess að hún hefði verið upptekin vegna styrkjamálsins. Inga sagðist ekki hafa heyrt af málinu fyrr en í fréttum. Fundurinn hefði borið brátt að og Frederiksen hefði boðað til hans með skömmum fyrirvara. „Ég veit ekki með ykkur en stundum þarf maður kannski einhverja klukkutíma undirbúning að setja ofan í töskuna og koma sér út á flugvöll. Ég veit ekki hver fyrirvarinn var. Þetta er ekki mitt að tala um,“ sagð Inga um samráðherra sinn. Forsætisráðuneytið sagði að forsætisráðherra hefði verið látinn vita af fundi norrænu leiðtoganna sama dag og hann var haldinn og svo upplýstur um efni hans. Vill ekki ræða frekar um „gömul lík í lestinni“ Morgunblaðið hefur haldið úti stöðugri umfjöllun um málefni Flokks fólksins undanfarna daga og rifjaði í morgun upp væringar innan hans eftir Klaustursmálið svonefnda þar sem tveir þáverandi þingmenn flokksins komu fram í leynilegri upptöku sem var gerð af spjalli þingmanna Miðflokksins á öldurhúsi við hliðina á Alþingishúsinu árið 2017. Vísaði Morgunblaðið til þess að Karl Gauti Hjaltason, annar þáverandi þingmanna Flokks fólksins og núverandi þingmaður Miðflokksins, hefði gert athugasemdir við fjármál flokksins á þingflokksfundi, sérstaklega að Inga færi með prókúru. Inga sagðist ekki hafa neinn áhuga á að tala um „einhver gömul lík í lestinni“ sem dregin væru upp á yfirborðið til þess að reyna að klekkja á flokknum þegar honum gengi vel og væri kominn í ríkisstjórn. „Allur þessi tittlingaskítur sem er verið að draga upp til þess að reyna kasta rýrð á okkur og okkar góða samstarf í þessari samhentu, frábæru ríkisstjórn. Ég tek ekki lengur þátt í því,“ sagði félagsmálaráðherrann sem hét því að það yrðu sín síðustu orð um málið. „Hvað öðrum gengur til með því að halda áfram að grafa. Ég get ekki hjálpað því fólki og ég get ekki ráðið því. Það er málfrelsi hér og þau mega tala eins og þau vilja. Ég ætla hins vegar að reyna að vanda mig.“
Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjölmiðlar Styrkir til stjórnmálasamtaka Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira