Borgið til baka! Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 29. janúar 2025 16:02 Elli og Örorkuþegar þurfa alltaf að borga til baka ef þau fá meiri bætur en þau eiga rétt á það sama hlýtur að gilda um Stjórnmálaflokka. Stjórnmálaflokkar fengu greitt úr ríkissjóði, án þess að uppfylla skilyrði fyrir slíkum greiðslum, þeim láðist að skrá sig rétt, úr félagasamtökum í stjórnmálaflokk til að eiga rétt á greiðslum, og uppfylli þar með ekki skilyrði til að fá opinberan styrk sem veittur er árlega til stjórnmálasamtaka. Og núna borga þeir til baka, þetta eru þeirra mistök og þeim ber að borga til baka alveg eins og Elli og Örorkuþegum er gert að borga til baka, okkur er gert að skrá allt rétt, það er á okkar ábyrgð annars þurfum við að borga til baka engin miskun. Við þurfum að vera stöðugt að fylgjast með svo við lendum ekki í endurgreiðslum. Hvernig passa ég upp á að fá ekki ofgreitt? Með því að gæta þess að tekjuáætlun mín hjá TR sé alltaf rétt miðað við þær tekjur sem ég fæ, lífeyrissjóður og Fjármagnstekjur þar með. Með því að að vera alltaf rétt skráð, á ég maka, bý ég ein eða þurfti ég innlögn á spítala eða stofnum, dó ég kannski, þetta þurfum við allt að passa upp á að sé rétt skráð svo við fáum ekki bakreikning frá TR en endurútreikningur fer almennt fram í lok maí ár hvert eftir skil á skattframtali. Ábyrgðin er okkar og við erum látin borga til baka alveg sama hvað. Dæmi: Ef þú býr ein(n) færðu samtals ráðstöfunartekjur eftir skatt 393.715 kr. á mánuði Ef þú býr ekki ein(n), til dæmis ef barnið þitt nær 18 ára aldri þá býrðu ekki lengur einn og færðu samtals ráðstöfunartekjur eftir skatt 332.257 kr. á mánuði, úps þarna hefurðu fengið 61.458 kr of mikið og þarft að borga til baka. Ef þér tækist að eiga smá inn á reikningnum þínum og fá smá fjármagnstekjur kannski 1.000 kr á mánuði færðu samtals ráðstöfunartekjur eftir skatt 393.312 kr. kr. á mánuði, úps þarna hefurðu fengið 403 kr of mikið og þarft að borga til baka. Eða ef þú deyrð í byrjun mánaðar þá þarf að borga til baka frá dánardegi til mánaðarloka, TR borgar fyrir fram. Það er engin miskunn okkur ber að borga til baka það er dregið af bótunum okkar á hverjum mánuði. Fólk sem býr nú þegar við hungurmörk munar um hvern eyri. Það á ekki að gera minni kröfu á æðstu embættismenn landsins eða þá sem sækjast eftir að vera það, Frumvarpið sem um ræðir varð að lögum nr. 109/2021 Flutningsmenn frumvarpsins voru formenn þeirra flokka sem þá áttu sæti á Alþingi árið 2021 (Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, Vinstri græn og Píratar ), það ríkti þverpólitísk sátt um þetta frumvarp, 52 greiddu með því atkvæði - hinir ellefu voru fjarverandi. Þetta er ekki "Lítill formgalli" sem er óheppilegur og ekkert mál, og þið vissuð öll um þetta, þið lögðuð þetta til og samþykktuð að lögum. Þann 25. janúar árið 2022, þegar framlögum fyrir það ár var úthlutað, höfðu Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, Vinstri græn, Píratar og Sósíalistaflokkurinn ekki skráð sig sem stjórnmálasamtök. Sjálfstæðisflokkur og Píratar bættu úr skráningunni síðar árið 2022, Sósíalistaflokkurinn í nóvember 2023 og Vinstri græn í september 2024. Flokkur fólksins er enn skráður sem félagasamtök. Þeir voru á Þingi þegar þetta var samþykkt og vissu af þessu, þeir hafa enga afsökun. BORGIÐ til baka. P.S. ég og fleiri frábiðjum okkur að vera kölluð "fólkið hennar Ingu" eða "skjólstæðingar Ingu" nú eða þá "hópurinn sem Inga stendur fyrir" Hún er ekki fulltrúi allra Elli og Öryrkja, langt frá því, þó margir hafi í örvæntingu fallið fyrir loforði hennar um " 450.000 kr. á mánuði í ráðstöfunartekjur skatta- og skerðingarlaust" féllu ekki allir fyrir svoleiðis skrauti. Höfundur hefur oft þurft að borga ofgreiddar bætur til baka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmunda G. Guðmundsdóttir Eldri borgarar Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Elli og Örorkuþegar þurfa alltaf að borga til baka ef þau fá meiri bætur en þau eiga rétt á það sama hlýtur að gilda um Stjórnmálaflokka. Stjórnmálaflokkar fengu greitt úr ríkissjóði, án þess að uppfylla skilyrði fyrir slíkum greiðslum, þeim láðist að skrá sig rétt, úr félagasamtökum í stjórnmálaflokk til að eiga rétt á greiðslum, og uppfylli þar með ekki skilyrði til að fá opinberan styrk sem veittur er árlega til stjórnmálasamtaka. Og núna borga þeir til baka, þetta eru þeirra mistök og þeim ber að borga til baka alveg eins og Elli og Örorkuþegum er gert að borga til baka, okkur er gert að skrá allt rétt, það er á okkar ábyrgð annars þurfum við að borga til baka engin miskun. Við þurfum að vera stöðugt að fylgjast með svo við lendum ekki í endurgreiðslum. Hvernig passa ég upp á að fá ekki ofgreitt? Með því að gæta þess að tekjuáætlun mín hjá TR sé alltaf rétt miðað við þær tekjur sem ég fæ, lífeyrissjóður og Fjármagnstekjur þar með. Með því að að vera alltaf rétt skráð, á ég maka, bý ég ein eða þurfti ég innlögn á spítala eða stofnum, dó ég kannski, þetta þurfum við allt að passa upp á að sé rétt skráð svo við fáum ekki bakreikning frá TR en endurútreikningur fer almennt fram í lok maí ár hvert eftir skil á skattframtali. Ábyrgðin er okkar og við erum látin borga til baka alveg sama hvað. Dæmi: Ef þú býr ein(n) færðu samtals ráðstöfunartekjur eftir skatt 393.715 kr. á mánuði Ef þú býr ekki ein(n), til dæmis ef barnið þitt nær 18 ára aldri þá býrðu ekki lengur einn og færðu samtals ráðstöfunartekjur eftir skatt 332.257 kr. á mánuði, úps þarna hefurðu fengið 61.458 kr of mikið og þarft að borga til baka. Ef þér tækist að eiga smá inn á reikningnum þínum og fá smá fjármagnstekjur kannski 1.000 kr á mánuði færðu samtals ráðstöfunartekjur eftir skatt 393.312 kr. kr. á mánuði, úps þarna hefurðu fengið 403 kr of mikið og þarft að borga til baka. Eða ef þú deyrð í byrjun mánaðar þá þarf að borga til baka frá dánardegi til mánaðarloka, TR borgar fyrir fram. Það er engin miskunn okkur ber að borga til baka það er dregið af bótunum okkar á hverjum mánuði. Fólk sem býr nú þegar við hungurmörk munar um hvern eyri. Það á ekki að gera minni kröfu á æðstu embættismenn landsins eða þá sem sækjast eftir að vera það, Frumvarpið sem um ræðir varð að lögum nr. 109/2021 Flutningsmenn frumvarpsins voru formenn þeirra flokka sem þá áttu sæti á Alþingi árið 2021 (Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, Vinstri græn og Píratar ), það ríkti þverpólitísk sátt um þetta frumvarp, 52 greiddu með því atkvæði - hinir ellefu voru fjarverandi. Þetta er ekki "Lítill formgalli" sem er óheppilegur og ekkert mál, og þið vissuð öll um þetta, þið lögðuð þetta til og samþykktuð að lögum. Þann 25. janúar árið 2022, þegar framlögum fyrir það ár var úthlutað, höfðu Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, Vinstri græn, Píratar og Sósíalistaflokkurinn ekki skráð sig sem stjórnmálasamtök. Sjálfstæðisflokkur og Píratar bættu úr skráningunni síðar árið 2022, Sósíalistaflokkurinn í nóvember 2023 og Vinstri græn í september 2024. Flokkur fólksins er enn skráður sem félagasamtök. Þeir voru á Þingi þegar þetta var samþykkt og vissu af þessu, þeir hafa enga afsökun. BORGIÐ til baka. P.S. ég og fleiri frábiðjum okkur að vera kölluð "fólkið hennar Ingu" eða "skjólstæðingar Ingu" nú eða þá "hópurinn sem Inga stendur fyrir" Hún er ekki fulltrúi allra Elli og Öryrkja, langt frá því, þó margir hafi í örvæntingu fallið fyrir loforði hennar um " 450.000 kr. á mánuði í ráðstöfunartekjur skatta- og skerðingarlaust" féllu ekki allir fyrir svoleiðis skrauti. Höfundur hefur oft þurft að borga ofgreiddar bætur til baka.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun