Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Kjartan Kjartansson skrifar 30. janúar 2025 13:42 Trygve Slagsvold Vedum, leiðtogi Miðflokksins og fjármálaráðherra, brosir til herskara fjölmiðlamanna fyrir utan einn krísufunda flokksins vegna ástandsins á stjórnarheimilinu í vikunni. Vísir/EPA Norska ríkisstjórnin er sprungin eftir að þingflokkur Miðflokksins ákvaða að slíta samstarfi við Verkamannaflokkinn í dag. Leiðtogi flokksins segist ekki vilja vilja færa Evrópusambandinu aukin völd. Stjórnarflokkarnir tveir hafa deilt um innleiðingu á þremur tilskipunum Evrópusambandsins sem eru hluti af svonefndum fjórða orkupakka þess. Verkamannaflokkurinn vill innleiða þær strax en Miðflokkurinn hafnar nánari samvinnu við Evrópu í orkumálum. Þingflokkur Miðflokksins samþykkti samhljóða að slíta stjórnarsamstarfinu á fundi í hádeginu. Trygve Slagsvold Vedum, leiðtogi flokksins, sagði að honum loknum að það kæmi ekki til greina að tengja Noreg nánari böndum við það sem hann kallaði „vanvirkan“ raforkumarkað og orkustefnu Evrópu. Marit Arnstad, formaður þingflokks Miðflokksins, sagðist telja rétt að Jonas Gahr Støre, leiðtogi Verkamannaflokksins, héldi áfram sem forsætisráðherra minnihlutastjórnar. Støre hefur boðað til blaðamannafundar um stjórnarslitin klukkan 14:00 að íslenskum tíma. „Við verðum staðreyndamiðaður og uppbyggilegur stjórnarandstöðuflokkur en við viljum vera kýrskýr um að við viljum breytingar á rafmagns- og orkustefnunni,“ sagði Arnstad. Vedum boðaði að Miðflokkurinn ætlaði að reyna að mynda meirihluta á þingi um nýja raforkustefnu á þeim fimm nánuðum sem eru eftir af þessu þingi. Kjósa á til þings í Noregi í september. Raforkuverð hefur verið í hæstu hæðum í Noregi upp á síðkastið og báðir stjórnarflokkar hafa lýst áhuga á að hætta útflutningi á rafmagni til Danmerkur til þess að reyna að snúa þeirri þróun við. Noregur Orkumál Evrópusambandið Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Sjá meira
Stjórnarflokkarnir tveir hafa deilt um innleiðingu á þremur tilskipunum Evrópusambandsins sem eru hluti af svonefndum fjórða orkupakka þess. Verkamannaflokkurinn vill innleiða þær strax en Miðflokkurinn hafnar nánari samvinnu við Evrópu í orkumálum. Þingflokkur Miðflokksins samþykkti samhljóða að slíta stjórnarsamstarfinu á fundi í hádeginu. Trygve Slagsvold Vedum, leiðtogi flokksins, sagði að honum loknum að það kæmi ekki til greina að tengja Noreg nánari böndum við það sem hann kallaði „vanvirkan“ raforkumarkað og orkustefnu Evrópu. Marit Arnstad, formaður þingflokks Miðflokksins, sagðist telja rétt að Jonas Gahr Støre, leiðtogi Verkamannaflokksins, héldi áfram sem forsætisráðherra minnihlutastjórnar. Støre hefur boðað til blaðamannafundar um stjórnarslitin klukkan 14:00 að íslenskum tíma. „Við verðum staðreyndamiðaður og uppbyggilegur stjórnarandstöðuflokkur en við viljum vera kýrskýr um að við viljum breytingar á rafmagns- og orkustefnunni,“ sagði Arnstad. Vedum boðaði að Miðflokkurinn ætlaði að reyna að mynda meirihluta á þingi um nýja raforkustefnu á þeim fimm nánuðum sem eru eftir af þessu þingi. Kjósa á til þings í Noregi í september. Raforkuverð hefur verið í hæstu hæðum í Noregi upp á síðkastið og báðir stjórnarflokkar hafa lýst áhuga á að hætta útflutningi á rafmagni til Danmerkur til þess að reyna að snúa þeirri þróun við.
Noregur Orkumál Evrópusambandið Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Sjá meira